Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 27
Greinaflokkur um hagfræði 1. grein Verðlagning greiðslumarks Erna Bjarnadóttir, Hagþjónustu landbúnaðarins 1. Inngangur. / núverandi fyrirkomulagi á stjórnun búvöruframleiðslunnar eru viðskipti með greiðslumark (framleiðslurétt) eitt afþeim atriðum sem bœndur þurfa að setja sig inn í og glöggva sig á. Viðskipti með greiðslumark byggj- ast á þeim grundvallaratriðum að þar sem framleiðslumöguleikar fyrir innanlandsmarkað á kindakjöti og mjólk eru takmörkunum háðir, þá sé aðgangur að þeim markaði pen- inga virði. Þegar eftirspurn eftir því að fá að framleiða fyrir markaðinn er meiri en framboð á lausum rétti, þá fer verðið hækkandi og öfugt, ef fleiri vilja hætta framleiðslu en þeir sem vilja taka við. 2. Viðskipti með framleiðslurétt. Viðskipti með greiðslumark eða framleiðslurétt eru hvorki einföld né óumdeild. í Svíþjóð var framleiðslu- kvóti í mjólk felldur niður árið 1990, þegar stjórnvöldum þótti peninga- gildi framleiðsluréttarins vera orðið alltof hátt. í Danmörku, og þar með innan Evrópubandalagsins, er þeim kvóta sem fellur úr notkun endurút- hlutað eða seldur með afföllum við sölu jarða. Grunnkvótinn er hluti af jörðinni og verður ekki skilinn frá henni. í Noregi er sala og tilflutning- ur kvóta milli framleiðenda bönnuð, enda eru Norðmenn fyrst og fremst að stefna að því að ná framleiðslu- rétti úr umferð til að ná jafnvægi milli innanlandsmarkaðar og fram- leiðslunnar. Af þessu má sjá að það er beitt mismunandi aðferðum við að færa framleiðslurétt milli jarða þar sem hann er takmarkaður. Hérlendis hefur sú leið verið valin að flytja framleiðslurétt (greiðslu- mark) milli jarða á þann hátt að opna möguleika á því að hann gangi kaupum og sölum milli framleið- enda. Verð greiðslumarksins myndi þannig ákvarðast af framboði og eft- irspurn, en ekki af nefndum eða Erna Bjarnadóttir. ráðum sem ættu að hafa vit fyrir fólki. Það er augljóst að leið mark- aðarins er ekki gallalaus né auðveld í framkvæmd. Það má einnig segja að fámenni okkar og nábýli geri það að verkum að það sé erfiðara að færa framleiðslurétt milli jarða eftir út- hlutunarleiðinni svo að óumdeilt sé. 3. Hvað þarf að athuga við kaup á greiðslumarki? Flestir bændur hafa ónýtta fram- leiðslumöguleika á jörðum sínum og því eru margir sem hafa íhugað möguleika á kaupum á greiðslu- marki og/eða þegar keypt aukinn rétt. Hér er oft um stórar upphæðir að tefla og því mikilvægt að undir- búa kaupin vel þannig að hagur búsins verði betri eftir þau en áður. Sé sú ekki raunin, þá hefur ákvörð- un um kaupin verið röng og pening- unum betur fyrirkomið annars stað- ar. Bóndi sem ætlar að leggja veru- legt fjármagn í kaup á framleiðslu- rétti þarf að íhuga eftirfarandi atriði vel áður en ákvörðun er tekin um kaupin: 1. Hvað hefur bóndinn mikið eftir til ráðstöfunar á hverja fram- leidda einingu (mjólkurlítra eða kjötkíló) þegar búið er að greiða breytilegan rekstrarkostnað við framleiðsluna (fóðurbæti, áburð, vélar, flutning, þjónustu, dýra- lækni og lyf, o.fl. þess háttar)? 2. Þarf aðbætaviðbúfé, eðaergert ráð fyrir að nýta ónýtta afkasta- getu þess búpenings sem fyrir er? 3. Hvernig verður verðþróun afurð- anna? 4. Hvað er líklegast um þróun markaðarins, (mun hann minnka eða stækka)? 5. Hvað er líklegt að framleiðslu- stjórnun standi yfir í mörg ár til viðbótar? Hvað tekur við af nú- verandi búvörusamningi? 6. Hver er framtíðarsýn viðkom- andi bónda? Hve lengi íhugar hann að stunda landbúnað? 7. Hverjir eru valkostir við nýtingu peninganna sem notaðir eru til að kaupa fullvirðisréttinn? 8. Hvað gerist varðandi innflutning búvara? Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um þessi atriði. 3.1. Framleiðslukostnaður. Það er mjög misjafnt hve búin eru rekin á hagkvæman máta. Erfitt er fyrir bændur að gera sér grein fyrir breytilegum kostnaði á hverja fram- leidda einingu nema þeir haldi bú- reikninga eða annað skipulega upp- sett bókhald. Einnig er hægt að fá ákveðna viðmiðun úr verðlags- 3*94 - FREYR 75

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.