Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 16
1,7-1,8%, en í íslenskum nær þrisvar sinnum meiri, eöa 4,6%. Ingimar hefu einnig komist að því að 50-100 gr. gjöf af fiskimjöli á dag hafi geysi- mikil áhrif til góðs á vöxt og þroska ungviðis. Bráðabirgðaniðurstöður á rann- sóknum sýna gefa til kynna að mjög mikilll munur sé á vöðvasamsetn- ingu íslenska hestsins og annarra hestakynja, sem rannsökuð hafa verið. Þegar við sýnatökuna kom fram að íslenski hesturinn, einkum sá sem fæddur er og uppalinn er á íslandi hefur mun meiri fitu í vöðv- um en þekkist hjá öðrum kynjum, og er það nú til frekari rannsóknar við landbúnaðarháskólann í Ultuna. Af öðrum bráðabirgðaniðurstöðum má nefna að hlutfall þolvöðva er mjög hátt og hjá einstöku hestum allt upp í 35%, sem er með því mesta sem þekkist. Álitið er að þetta geti haft mikla þýðingu til að meta ganghæfni hesta þar sem þessari vöðvagerð fylgir yfirleitt mikið jafnvægi í hreyf- ingum. Pá kom fram að háræðanetið er óvenju þétt utan um vefjaþræði vöðvanna sem ef til vill er skýring á ótrúlegu þoli íslenska hestsins. Rannsókn á meltingarfærum ís- lenska hestsins hefur einnig gefið mjög athyglisverðar upplýsingar. Meltingarfærin voru m.a. mæld og borin saman við önnur hrossakyn. Maginn í íslenska hestinum reyndist miklu minni en í erlendum hesta- kynjum. Botnlanginn og ristill þar sem gerla eða örveirumelting á sér stað reyndist í íslenska hestinum um 71% af rúmmáli meltingarfæra en í samanburðarkynjum 60%. Þessar niðurstöður skýra það hvernig gróffóður og sina nær að nýtast íslenska hestinum umfram önnur hestakyn. Þessi dæmi sem ég hef rakið með góðu samþykki Ingimars sýna hvernig hesturinn okkar hefur að- lagað sig lífskjörum lands okkar í meira en 1000 ár, betur en nokkurt annað húsdýr. Fjöldamörg fleiri at- riði eru enn órannsökuð, en ég er sannfærður um að frekari rannsókn- ir hafa mikla þýðingu við kynningu á íslenska hestinum til aukinnar mark- aðaöflunar. Rœktunarstarf. Ræktunarstarfi verður að sinna af alúð og þekkingu. Mikið er af úrvals kynbótagripum erlendis. Kynbóta- starf á öllum sviðum búfjár og þar með hrossum er mjög þróað hjá samkeppnisaðilum okkar. Við verð- um því að haga kynbótastarfi hér á landi þannig að jafnan sé það mark- mið óbrigðult að við séum í farar- broddi. Til slíks verður margt að fara saman, ekki hvað síst hæfni og þekking ráðgjafa í ræktunarstarfi og vel skipulagt fræðslustarf. Mikilvægt er að vel sé fylgst með kröfum markaða, þannig að mest áhersla sé lögð á ræktun þeirra hrossa, sem markaðurinn tekur best við. í þeim efnum tel ég að meiri gaum þurfi að gefa léttvígum vel byggðum og eðlisreistum klárhest- um með tölti. Litir hafa einnig sitt að segja. Það er staðreynd, að björtu litirnir - hagaljómalitirnir - höfða til fleiri, heldur en þeir dökku. Ég er einnig þeirrar skoðunar að í ræktunarstarfi eigi að stuðla að, jafnvel hvetja til, að viðhalda fjöl- breytni í erfðaeiginleikum, eins og gert hefur verið með nokkur hesta- kyn, svo sem Kirkjubæjar-, Hindis- víkur-, Skugga- og Sleipniskyn svo að eitthvað sé talið. Slíkt kann að auka eftirspurn. Mikilvægt er að tryggja sem best úrval stóðhesta. í því skyni hefur Stóðhestastöðin í Gunnarsholti orð- ið að miklu gagni. Áhrif stöðvarinn- ar á stöðu hrossaræktar ráðast mest af því að sá fjöldi stóðhesta sem þar hefur staðist strangar kröfur sér- fróðra dómara á uppeldisskeiðinu hefur markað sín spor í bættum hrossastofni í landinu. Við upphaf rekstrar stöðvarinnar voru fáir verð- launaðir hestar í ræktunarstarfinu, og miklu meira af lélegum gripum en nú er. Stóðhestar frá stöðinni hafa dreifst um landið eftir að hafa fengið útskriftardóma. Folarnir hafa al- mennt fengið þá dóma að vera þroskamiklir, traustir og hæfileika- miklir gripir. Ærin ástæða er til að ætla að þar sé fleira á ferð heldur en meðfæddir eiginleikar, fóðrun og umhirða, sem alla tíð hefur verið frábær í Gunnars- holti. Það sem hér kann að auki að skipta máli er umhverfið sem stóð- hestarnir alast upp í. Hesturinn er í eðli sínu hjarðdýr og á stöðinni fá stóðhestarnir að alast upp í sambýli. Flestir aðrir stóðhestar sem ná tamningaraldri hljóta hins vegar þau örlög að vera aldir upp í einsemd og nú er svo komið að rannsóknir benda til að slíkt hafa mikil áhrif á þroska þeirra og hátterni. Það er t.d. niðurstaða rannsókna á Rannsókna- stöð danska landbúnaðarins að Foulum. í framhaldi af þeim niður- stöðum hefur verið horfið að því í Danmörku að setja upp stóðhesta- stöðvar og munu fjórar slíkar vera komnar upp eða verða komið upp á næstunni. Eina stóðhestastöð okkar sem hefur verið rekin með sóma og góð- um árangri á nú í fyrsta skipti á 20 árum í fjárhagslegum þrengingum og tókst ekki sl. ár í fyrsta sinn að leigja út alla sína hesta. Eg er þeirrar skoðunar að ein mikilvægasta aðgerð samtaka hrossabænda í landinu sé að tryggja í sína þágu áframhaldandi rekstur stöðvarinnar. Stöðin ætti auk þess að nýtast mjög vel í þágu rannsókna, t.d. erfðarannsókna. Öflun markaða. Mikil þörf er á auknu kynningar- starfi erlendis. Ég veit ekki til að því hafi verið sinnt svo að viðunandi sé síðan Gunnar Bjarnason tók að mæðast. Ég vil ekki gera lítið úr því sem gert hefur verið, en án vafa mundi það styrkja sóknina að eiga meira samneyti við kaupendur og áhugafók á heimaslóðum þess er- lendis. I því sambandi má nefna nám- skeiðahald, sem íslendingar sæju um meðal hestamannasamtaka á er- lendri grund. Ég á ekki við reið- mennskunámskeið, sem íslendingar hafa sinnt, margir með ágætum, heldur námskeið sem lærðir fag- menn héldu um íslenska hestinn al- mennt, fóðrun, uppeldi, gerð, eigin- leika o.s.frv. Það sem ég hef í huga er að reyna að fá menn, sem auk þekkingar hafa nægjanlegt vald á framandi tungum til að halda slík námskeið. Ég á von á því að slíkir fundir, ef þeir eru fyrirfram kynntir og vel undirbúnir, myndu mjög til þess fallnir að auka áhuga á íslenska hestinum. Ég byggi skoðun þessa m.a. á því, hvað fræðslufundir í okk- ar félagasamtökum hér heima hafa dregið að sér margt fólk. 64 FREYR - 3 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.