Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 38
Grunnhugbúnaður einmenningstölvunnar Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvumála BÍ. í þessari grein tek ég fyrir þann hugbúnað sem undantekningarlaust fylgir öllum nýjum einmenningstölvum, þ.e.a.s. stýrikerfið MS-DOS og Windows gluggaumhverfið. í síðustu Freys grein minni fjallaði ég um almenn atriði, sem vert er að hafa í huga áður en ráðist er í tölvu- kaup. Grundvallaratriði er að gera sér grein fyrir til hvaða verka ætlunin er að nýta tölvuna og þar af leiðandi hvaða hugbúnað tölvan þarf að geta keyrt. Hugbúnaðurinn er þannig að- alatriðið, þ.e. er hann til á markaðn- um, hvað kostar hann og hvaða bún- að þarf til að geta notað hann með fullnægjandi hætti? I næstu greinum ætla ég að fjalla um hugbúnað - almenn atriði varðandi hann og reyna að greina frá helsta hugbúnaði sem gæti nýst bændum þeim til að- stoðar. MS-DOS stýríkerfið. Stýrikerfi verður að fylgja tölv- unni til að hún nýtist, því það stýrir allri vinnslu og jaðartækjum tölv- unnar. Algengasta stýrikerfið er MS-DOS en einnig mætti nefna Un- ix og OS/2. MS-Dos stýrikerfið er í sífelldri þróun og með nýjustu útgáfu þess MS-DOS 6.0 fylgja tvö ný og hagnýt forrit; annað til að bæta minnismeðhöndlun (Memmaker) og hitt til þess að tvöfalda diskapláss (Doublespace). Venjulegir notendur þurfa lítið að kynna sér stýrikerfið og skipanir þess. Það helsta er að geta flakkað á milli deilda (cd skipun), forsniðið disklinga (format), eytt skrám (de- lete) og skoðað skráaryfirlit (dir). Einnig getur verið nauðsynlegt að geta skoðað stærð og notkun minnis- ins með skipuninni mem. í glugga- kerfinu Windows er forritið File Manager sem gerir alla skráar stjórnun og yfirlit myndræna og ein- falda. í File Manager má m.a. skoða Jón Baldur Lorange. innihald deilda, færa skrár og deildir fram og til baka á disknum (þ.e. í Windows 3.1), forsníða disklinga búa til og eyða skrám og deildum. Jafnvel má ræsa forrit beint úr File Manager. Það er þannig þægileg leið til að sniðganga stýrikerfisskipanir að nota Flie Manager og álíka hjálp- arforrit. Þau forrit sjá þá um sam- skipti við stýrikerfið. Helstu gallar sem eru á MS-DOS stýrikerfinu eru að flest notendafor- rit geta aðeins nýtt sér 640 kb. vinnsluminni og ekki er hægt að keyra fleiri en eitt forrit á sama tíma í tölvunni. Unix og OS/2 stýrikerfin bjóða hins vegar upp á þetta hvoru- tveggja en hafa svo aðra ókosti sem of langt mál væri að rekja hér frekar. Windows gluggakerfið Windows gluggakerfið fylgir í dag öllum einmenningstölvum. Það á sér langa og skrykkjótta sögu en vin- sældir þess jukust gífurlega með útgáfu 3.0 sem kom á markað í upphafi þessa áratugar. Windows 3.0 varð fljótt mest seldi hugbúnaður allra tíma. Nú eru rúm- lega 9 millj. notendur að kerfinu og flestir nota það til fleiri verka en að spila kapalinn Solitaire! Árið 1992 kom svo útgáfa 3.1. af Windows sem jók vinnsluöryggi og hraða kerfisins. Þá var kynnt til sög- unnar TrueType letur sem gerði kleift að nota sama letur á skjánum og kom út á prentara ( WYSIWYG = What You See Is What You Get) og gerði Windows enn óháðari prenturum. (Hægt að nota sömu let- urgerðir fyrir margar tegundir prentara án þess að þurfa að kaupa leturhylki eða sérstakan hugbúnað með leturtegundum). Með útgáfu 3.1 komu einnig tvær aðrar tímamóta nýjungar. í fyrsta lagi möguleiki til fjölmiðlunar (multimedia), þ.e. tæki til að nýta sér margvíslega miðla við framsetn- ingu efnis svo sem hljóð og mynd- band ásamt hinu hefðbundna letri ritvinnslunnar. í öðru lagi OLE (Object linking and Embedding) sem býður upp á að samtengja ýmsa hluti svo sem myndir, töflur eða gröf úr töflu- reikni í einu skjali. Aðalskjalið, sem t.a.m er Word ritvinnsluskjal, er uppfært sjálfvirkt þegar viðtengdum hlutum er breytt í viðeigandi forit- um, s.s. Excel eða Draw. Einkenni gluggakerfisins er hið svokallaða skrifstofuumhverfi (desktop). Allt snýst í kringum svo- nefnda glugga og hafa allir gluggar sömu eiginleika og virkni. Öll sam- skipti notenda við kerfið fara fram í gegnum samtalsglugga. 86 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.