Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 22
Tafla 1. Yfirlit um nautgriparœkfarfélögin 1993 Sambandssvæði Félagar Kýr Árskýr Meðaltal árskúa Kjarnf. Mjólk % Fita % Prót. kg Kjósarsýsla 7 246 163,1 3682 4,08 3,34 355 Borgarfjörður 82 2394 1757,2 4044 4,04 3,43 428 Snæfellsnes 31 807 575,2 4204 4,21 3,43 473 Dalasýsla 21 490 363,6 4311 4,11 3,46 450 Vestfirðir 49 945 732,5 4089 4,09 ' 3,42 445 Strandasýsla 2 34 20,4 3973 4,19 3,47 402 V.-Húnavatnssýsla 22 464 364,7 4290 4,08 3,41 592 A.-Húnavatnssýsla 34 821 632,9 4002 3,96 3,40 609 Skagafjörður 74 2093 1613,3 4187 4,03 3.45 543 Eyjafjörður 157 5697 4327,0 4309 4,17 3,44 493 S.-Þingeyjarsýsla 86 1951 1445,2 4230 4,12 3,50 556 N.-Þingeyjarsýsla 2 63 50,4 3905 4,27 3,55 612 Austurland 25 624 429,5 3807 4,08 3,40 473 A.-Skaftafellssýsla 7 201 1421 3709 4,07 3,46 464 V.-Skaftafells. og Rang. . . . 125 4022 2859,1 4123 4,15 3,43 393 Arnessýsla 162 5754 4110,3 4163 4,17 3.45 467 Landið 886 26609 19586,0 4168 4,13 3,44 477 Árið 1992 875 26410 19515,1 4108 4.14 3,39 413 Árið 1991 821 24691 18795,4 4179 4,07 3.38 530 Árið 1990 821 23928 18711,2 4141 4,06 3,40 603 Árið 1989 819 23505 18245,9 4005 4,07 3,39 544 Árið 1988 828 23788 18401,9 3998 4,06 3.42 541 fyrra ári. Próun afurða er nokkuð breytileg eftir héruðum. í nokkrum héruðum þar sem skýrslufærðar kýr eru fáar og meðaltöl þar af leiðandi óstöðug frá ári til árs kemur fram lækkun. Þetta á við um Kjósarsýslu, Strandasýslu og Norður-Pingeyjar- sýslu. Afurðir lækka einnig á Aust- urlandi frá árinu 1992 og þar hefur á síðustu árum verið of mikil þróun til lækkunar afurða og það er eina hér- aðið þar sem hin mikla afurðaaukn- ing síðustu ára í mjólkurframleiðsl- unni hefur farið hjá garði. Mestu munar hins vegar á lands- meðaltalinu að afurðir lækka um nær 20 kg eftir hverja kú í Eyjafirði, þó að þær séu að vísu þrátt fyrir það þar hvað mestar á landinu. Pessa þróun í Eyjafirði og útkomuna á Austurlandi má vafalítið að öllu leyti rekja til mjög óhagfelldrar veðráttu fyrir mjólkurframleiðslu á þessum svæðum á síðasta sumri, sem einnig leiddi til að heygæði munu þar nú á þessum vetri vera langtum lakari en verið hefur um árabil. Líkar framleiðsluaðstæður voru að vísu víðast á Norðurlandi á árinu en bændum í öðrum héruðum virðist hafa tekist betur að jafna þær út. Víða um land er mikil afurða- aukning og sérstaklega í Árnessýslu þar sem meðalafurðir eru nú 129 kg meiri en árið 1992. í Dalasýslu er einnig mikil aukning og þar eru nú hæstar meðalafurðir í einu héraði mælt í kg mjólkur eða 4311 kg af mjólk eftir hverja árskú en þar fylgja Eyfirðingar fast á eftir með 4309 kg. Hin háa fituprósenta frá árinu 1992 helst nánast óbreytt og er 4,13% fyrir landið í heild. Hins veg- ar kemur nú fram jákvæð breyting í próteinhlutfalli sem er 3,44% og er það hækkun um 0,05 einingar frá árinu áður. I ljósi þróunar á mjólk- urmarkaði í landinu verður þetta að teljast verulega jákvæð breyting. Á það hefur oft verið bent að 'eina leiðin til að breyta próteinhlutfalli mjólkur hjá íslenskum kúm umtals- vert sé með markvissu ræktunar- starfi eins og nokkuð verður vikið nánar að síðar í þessari grein. Hins vegar er um leið nauðsynlegt að hver og einn framleiðandi hugi að því að geta kúnna til að skila mjólkur- próteini sé ekki skert vegna rangrar fóðrunar. Hin litla kjarnfóðurnotk- un í íslenskri mjólkurframleiðslu gefur tilefni til að vera þar vel á verði. Á þessu ári má hins vegar vænta þess að meiri athygli verði beint að þessum þáttum í tengslum við að tekið verður í notkun nýtt próteinmatskerfi fyrir mjólkurkýr. Reynsla frá nálægum löndum sýnir að samfara slíkum breytingum hafa náðst umtalsverðar umbætur í fóðr- un. Einng er áætlað að á þessu ári verði tekin upp mæling á þvagefni í mjólk hjá Rannsóknarstofu mjólk- uriðnaðarins samfara endurnýjun á mælitækjum þar. Slíkar mælingar hafa á allra síðustu árum fengið verulega útbreiðslu í nágrannalönd- unum sem mikilsvert hjálpartæki við próteinfóðrun. Afurðahœstu búin Tafla 2 gefur yfirlit um þau 10 bú á landinu þar sem skýrslufærðar voru 10 árskýr eða fleiri og afurðir reynd- ust mestar að meðaltali eftir hverja kú á árinu 1993. Eins og á síðasta ári eru fimm bú sem fara yfir 6000 kg mörkin. Hins vegar breikkar topp- urinn sífellt og nú eru allmiklu fleiri bú sem ná 5000 kg markinu en áður. Það eru að vonum mikið til sömu búin sem skipa þennan topp frá ári til árs en með þeirri jákvæðu þróun að með hverju ári fjölgar þeim bændum sem ná miklum og örugg- um tökum á framleiðslunni. Jafn- 70 FREYR - 3 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.