Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 18
Beit og varsla hrossa Erindi flutt á samráðsfundi Fagráðs í hrossarœkt 12. nóvember 1993. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Búnaðarfélags íslands Oft er vakin athygli á þeirri staðreynd að hrossastofninn í landinu sé nú rúmlega tvöfalt stœrrí en hann var fyrir 20 árum og hafi hrossin aldrei áður orðið fleiri, nánar tiltekið rúmlega 75.000 skráð á forðagœsluskýrslur. Á það er aftur á móti sjaldnar bent að á þessu 20 ára tímabili hafa orðið víðtækar breytingar varðandi skipan beitar- og vörslumála og hvað varð- ar meðferð útigangshrossa um land allt. Þá má geta þess að niðurstöður forðagæsluskýrslna sl. vetur bentu til þess að farið væri að draga úr fjölgun hrossa. Þótt sitthvað megi færa til betri vegar er augljóslega margt jákvætt í þróun þessara mála. Um þau er fjallað hér undir sjö liðum. 1. Af réttabeit. Fyrir 20 árum voru hross víða rekin í afrétti. Um miðjan síðasta áratug hafði afréttabeit hrossa verið aflögð að mestu. Nú er einungis fátt hrossa í afréttum, helst á Norðurlandi vestra, og hefur beit- artími þar verið styttur mjög frá því sem áður var. Engin þeirra afrétta- svæða sem hross ganga nú á eru meðal þeirra sem talin hafa verið „gróðurfarslega viðkvæm", nema Eyvindarstaðaheiði, en eftir að ítala gekk þar í gildi sumarið 1985 gerði upprekstrarfélagið samkomulag við landbúnaðarráðuneytið og Land- græðslu ríkisins um upprekstur til- tekins fjölda hrossa í Guðlaugstung- ur, innarlega í þeim afrétti. Stórlega hefur dregið úr beitarálagi á við- kvæmustu svæðum landsins, einkum í hálendisafréttum, bæði vegna afnáms hrossabeitar og mikillar fækkunar sauðfjár. Ég áætla að á þessum svæðum hafi beitarálagið minnkað um a.m.k. helming á und- anförnum 15 árum. Þótt mjög svo hafi dregið úr ofbeitarhættu, sem er Dr. Ólafitr R. Dýrmundssort. mest í köldum og/eða þurrum sumr- um, er gróður og jarðvegur víða að eyðast, enda augljóst að það vanda- mál leystist ekki þótt allt þetta land yrði friðað fyrir beit búfjár. Hvað gróðureyðingu varðar tel ég að nú á seinni árum hafi hún einkum tengst ágangi gæsa og ferðamanna svo og Blöndulóninu sem eyddi góðu heið- arlandi er samsvarar um það bil stærð byggðar Reykjavíkur, Kópa- vogs og Seltjarnarness, samanlagt. Uppgræðsla á mun lélegra landi bæt- ir það gróðurtjón aðeins að hluta. 2. Beit í heimalöndum. Víða hef- ur beitarálag aukist í heimalöndum, þrátt fyrir fækkun sauðfjár, einkum vegna fjölgunar hrossa og afnáms afréttarbeitar víðast hvar, svo sem áður var vikið að. Þannig má segja í grófum dráttum að ofbeitarhættan hafi færst að mestu frá hinum við- kvæmu hálendisafréttum niður í heimalönd sem flest teljast til lág- lendis og hafa mun meira beitarþol. Öllu má þó ofgera og ljóst er að hrossahagar eru víða ofnýttir, bæði einstök beitarhólf í þéttbýli og dreif- býli og jafnvel heimalönd heilla jarða. Er ýmsum tíðrætt um þennan vanda en ekki er mér kunnugt um að nein marktæk úttekt hafi verið gerð á honum. Eitt er þó ljóst að um staðbundin vandamál er að ræða sem varða minnihluta hrossabænda og hestamanna. Því er það ekki réttmætt að gagnrýna þessa aðila almennt sem stétt eða hóp, t.d. í fjölmiðlum, heldur þarf að höfða til ábyrgðar þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli með beinskeyttari hætti en tíðkast hefur til þessa. Þótt eflaust megi víða koma í veg fyrir ofnýtingu með bættri skipulagningu beitarinnar er hætt við að sums stað- ar séu hrossin hreinlega orðin of mörg þannig að þeim verði að fækka eða koma hluta þeirra í hagagöngu annars staðar. í verstu tilvikunum gæti komið til greina að beita ítölu líkt og gert var á ýmsum stöðum á landinu á árunum 1972-1986, þá að- allega vegna sauðfjárbeitar. Sumir halda því fram að hrossafjölgunin vegi á móti sauðfjárfækkuninni í beitarálagi. Það stenst ekki þegar grannt er skoðað og óhætt er að fullyrða að dreifing á beitarálagi í landinu er hagstæðari en fyrir 15-20 árum, og megin máli skiptir hve mikið hefur létt á hinum viðkvæmu 66 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.