Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 46

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 46
Þorsteinskvöld í Aratungu Pann 4. desember sl. var þess minnst með veglegri samkomu í Aratungu í Biskupstungum að 100 ár voru liðin frá fæðingu Porsteins Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu. Hann fæddist þar 2. desember 1893 og var bóndi á Vatnsleysu frá 1922 til 1974. Þorsteinn naut almennrar mannhylli og trausts og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og landsfjórðung. Hann sat Búnað- arþing 1938 til 1971, fyrst sem full- trúi Sunnlendinga, en frá 1951 sem formaður stjórnar Búnaðarfélags íslands. Hann var heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands frá 1971. Ágúst á Brúnastöðum getur þess á einum stað að félagsmálastörf Por- steins hafi verið einhver hin mestu sem nokkur bóndi hafi þurft að sinna, enda var hann starfsmaður Porsteinn Sigurðsson. mikill, glæsimenni og sómi bænda- stéttarinnar hvar sem hann fór. Gamlir félagar Þorsteins, ættingj- ar og sveitungar minntust hans í Aratungu fyrrnefndan dag með ræð- um, ávörpum og söng. Þar var gleð- in í öndvegi og mikið sungið, og var það mjög í anda Þorsteins sem var mikill söngmaður og gleðigjafi. Agnar Guðnason, forstjóri Bændaferða var forgöngumaður um að efnt var til þessa mannfagnaðar og var veislustjóri. Aðalræðumaður kvöldsins var Jónas Jónsson, búnað- armálastjóri. Búnaðarfélag íslands, Bændahöllin og Bændaferðir buðu gestum upp á fordrykk en síðan nutu menn ríkulegra veitinga í boði Bisk- upstungnahrepps og Búnaðarfélags Biskupstungna. J.J.D. Agnar Guðnason. Jónas Jónsson. Gunnar í Hrosshaga. Agúst á Löngumýri. Hjalti Gestsson. Karlakór frœndliðs Þorsteins söng. Litlu myndirnar hér að ofan eru af ýmsum þeim sem tóku til máls. Tveir Tungnamenn: Trausti bóndi í Einholti II og Gísli, oddviti í Kjarn- holtum. Halla á Vatnsleysu. Sigurður á Heiði Viðar Porsteinsson. Árni G. Pétursson. Haraldur Árnason.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.