Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Síða 29

Freyr - 01.02.1994, Síða 29
Tafla 2. Framlegð eftir œrgildi á verðlagsgrundvailarbúi. Bú A Bú B Búgreinatekjur: pr. ærgildi Kjöt og beinar greiðslur................................ 7.468 Aðrartekjur............................................... 921 Samtals 8.389 Brevtilegur kostnaður: Kjarnfóður ............................................... 356 Áburður................................................. 1.060 Rekstrarvörur ............................................ 192 Vélar..................................................... 575 Flutningar og þjónusta.................................... 464 Samtals 2.647 Framlegð................................................ 5.742 5.742 Launakrafa.............................................. 4.000 2.000 Til greiðslu fjárfestingar.............................. 1.742 3.742 Ávöxtunarkrafa 14% Ár Núvirðisst. Bú A Núvirði Bú B Núvirði 93/94 0,8772 1.742 1.528 3.742 3.282 94/95 0,7695 1.742 1.340 3.742 2.879 95/96 0,6750 1.742 1.176 3.742 2.526 96/97 0,5921 1.742 1.031 3.742 2.216 97/98 0,5194 1.742 905 3.742 1.944 Greiðslugeta á ærgildi 5.980 12.847 Menn verða að gera kröfu um að það fé sem lagt er í búreksturinn skili arði, annað er stórvarasamt til lengri tíma litið. Ef afkomumöguleikar bóndans versna við einhverja fjár- festingarákvörðun, þá hefur hann tekið ranga ákvörðun. Einnig verð- ur að taka mið af þeirri áhættu sem tekin er. Því meiri áhætta, því hærri ávöxtunarkröfu verður að gera. Hættan sem felst t.d. í kaupum á greiðslumarki felst fyrst og fremst í frekari samdrætti í greiðslumarki á komandi árum. Síðan geta önnur sjónarmið spilað þar inn í sem vega þyngra en hagkvæmnisjónarmiðið en það er allt annað mál ef menn telja sig hafa efni á slíku. Þeir möguleikar sem hafa opnast varðandi útflutning á kindakjöti minnka þörf sauðfjárbænda fyrir að kaupa sér greiðslumark. Þar hafa bændur fengið um 170 kr. á hvert kg kjöts í svokölluðum umsýslusamn- ingum. Algengt er að ærgildi í sauð- fjárrækt sé verðlagt á 15.000 kr. eða 824 kr. á hvert kg kjöts. Það sam- svarar greiðslumarki í fjögur ár (205 x 4 = 820). Eftir standa þá rúmar 200 krónur á hvert kg, sem framleitt er innan keypts greiðslumarks. Það er því ljóst að það felst lítill ábati í því fyrir sauðfjárbændur að kaupa greiðslumark á þessu verði, þegar fyrrgreindur valkostur er fyrir hendi, sérstaklega þar sem óvíst er um líftíma eða fyrirkomulag greiðslumarksins að búvörusamn- ingnum liðnum. 3.8. Innflutningur búvara. Innflutningur búvara hefur verið ræddur verulega að undanförnu og sýnist þar sitt hverjum. Það er þó ljóst að ísland er aðili að EES og GATT samningunum, sem hvorir tveggja geta haft veruleg áhrif á mótun og þróun íslensks landbúnað- ar, ekki síst vegna aukins innflutn- ings búvara. Það liggur í augum uppi að ef innflutningur mjólkur- og kjöt- vara verður aukinn verulega frá því sem nú er, þá mun markaður fyrir innlenda framleiðslu dragast veru- lega saman. Það þýðir samdrátt í greiðslumarki, sem leiðir af sér að nýleg kaup á greiðslumarki án tillits til þessarar framtíðarsýnar væru afar óhagkvæm fyrir kaupandann en hins vegar happdrættisvinningur fyrir seljandann. Því eru þessi mál mikill áhættuþáttur í kaupum á greiðslu- marki miðað við núverandi kring- umstæður. 4. Útreikningur á verði greiðslumarks. Við útreikning á verði greiðslu- marks þarf að leggja mat á þá þætti sem áður eru taldir. Tafla 1 sýnir útreikninga á framlegð á mjólkur- lítra á tveimur búum samkvæmt bú- reikningi. Um tilbúin dæmi er að ræða. Bæði búin fá að meðaltali sama verð fyrir mjólkurlítra. Því til viðbótar koma aðrar tekjur sem eru t.d. endurgreiðsla á kjarnfóður- gjaldi. Breytilegur kostnaður við framleiðsluna (fóður, áburður, hreinlætisvörur, rekstur búvéla o.s.frv.) er mismikill á búunum tveimur og framlegðin þar af leið- andi einnig. Þá er gerð krafa um að bóndinn fá í sinn hlut sem laun 10 krónur af hverjum framleiddum lítra. Á búi A standa því eftir 22,56 krónur af hverjum lítra til að greiða fyrir greiðslumark og á búi B eru eftir 18,71 króna. Síðan þarf að taka tillit til vaxtakostnaðar. Jafnvel þó að ekki þurfi að taka lán til að kaupa greiðslumark þá á bóndinn engu að síður þann kost að ávaxta fé sitt á annan hátt, t.d. í spariskírteinum ríkissjóðs eða eftir öðrum leiðum sem teljast nokkuð öruggar. Því þarf að umreikna þær tekjur sem fást af framleiðslunni eftir eitt eða fleiri ár til verðmætis dagsins í dag að teknu tilliti til vaxtastigs. í töflu 1 er reikn- að með 14% vöxtum á tímabilinu. Meðalraunvextir af verðtryggðum skuldabréfum munu vera milli 9 og 10 prósent. Hér er gerð krafa til þess að greiðslumarkið skili ekki aðeins vöxtum af lánsfé heldur og lítið eitt umfram það til að mæta þeirri áhættu sem felst í fjárfestingunni. Samkvæmt töflu 1 eru 77,45 krónur það verð sem bóndinn getur greitt fyrir greiðslumark ef ekki þarf að ráðast í frekari fjárfestingar til að auka framleiðsluna og að breytileg- ur kostnaður á lítra helst óbreyttur. Frh. á bls. 65. 3'94 - FREYR 77

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.