Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 26
Háleistur 87008 er frá Baldurs- heimi í Mývatnssveit sonur Drangs 78012 og dóttursonur Báts 71004. Hann gefur greinilega mjög mjólk- urlagnar kýr og fær 117 í einkunn fyrir mjólkurmagn, en bæði fitu- og próteinhlutfall er undir meðallagi þannig að lokaeinkunn verður 109. Margt af dætrum hans eru feikilega glæsilegar kýr að öllu ytra útliti. Á það er hins vegar rétt að benda að á meðal dætra hans var nokkuð af kúm sem voru mjög þungar í mjölt- um og sumar þeirra voru einnig verulega gallaðar í skapi. Flekkur 87013 er frá Stór-Hildisey í Austur-Landeyjum sonur Gegnis 79018 og dóttursonur Brúsks 72007. Hann gefur vel mjólurlagnar kýr með efnahlutfall vel í meðaltali og heildareinkunn sem er 106. Dætur hans eru yfirleitt fallegar kýr án nokkurra áberandi galla. Andvari 87014 er frá Hríshóli í Eyjafjarðarsveit sonur Bauta 79009 og dóttursonur Frama 72012. Þetta naut fær hærri einkunn fyrir mjólk- urmagn en nokkurt annað naut eða 128, en hins vegar eru efnahlutföll bæði fitu og próteins allnokkuð und- ir meðaltali þannig að heildarein- kunn verður 118, sem er hæsta ein- kunn hjá nautum í þessum árgangi. Margar af dætrum Andvara sem til skoðunar komu eru einstakir glæsigripir. Þetta eru öflugar, há- vaxnar og langvaxnar kýr með vel borið júgur og yfirleitt ágætar mjaltir og skap. Þetta naut er því vafalítið með allra efnilegustu gripum sem enn hafa komið fram í ræktunar- starfinu hér á landi. Vindur 87015 er tvíkelfingsbróðir Andvara. Dætur hans eru ágætlega mjólkurlagnar kýr með fituprósentu nálægt meðaltali en próteinhlutfall liggur nokkuð undir meðaltali. Heildareinkunn er 106. Margar af dætrum hans voru myndarkýr sem að útliti líktust frænkum sínum, Andvaradætrum, en þessi dætra- hópur var samt miklu ósamstæðari. Þó að báðir þessir bræður fái já- kvæðan dóm kemur engu að síður fram mjög umtalsverður munur þeirra á milli. Þessar niðurstöður eru því ákaflega skýrt dæmi fyrir bændur um mikilvægi afkvæma- rannsókna í nautgriparæktarstarf- inu. Um leið má minna á sláandi mun sammæðra hálfbræðra, t.d. Suðri 84023 og Gamli 86003 og Tvistur 81026 og Lækur 78011. Örn 87023 er frá Efra-Ási í Hjalta- dal sonur Gegnis 79018 og metkýr- innar Laufu 130, sem var dóttir Víð- is 76004. Örn gefur mjólkurlagnar kýr sem einnig eru vel í meðaltali í efnahlutföllum og fær 114 í heildar- einkunn, sem er mjög sterkur dómur. Dætur Arnar eru heldur fín- byggðar kýr en mjólkurlegar með gallalitla júgurgerð. Aðeins bar á breytileika í mjöltum og skapi. Hér er vafalítið á ferðinni mjög athygli- verður kynbótagripur. Nokkur yngstu nautanna eiga enn tæpast nægjanlega margar dætur sem lokið hafa fyrsta mjólkurskeiði til að taka endanlega ákvörðun um áframhaldandi not þeirra. Þrjú af þessum nautum, Leistur 87027, Halli 87030 og Bolti 87031, sýna samt niðurstöður sem gefa tilefni til að ætla að þeir verði teknir til frekari notkunar. Þegar fyllri upplýsingar verða fyrir hendi um dætur þeirra síðar á þessu ári verður gerð frekari grein fyrir þeim hér í blaðinu. Greinilegt er að sá árgangur sem nú kemur úr afkvæmaprófun skilar til frekari notkunar nokkrum mjög efnilegum kynbótagripum. Ástæða er til að leggja áherslu á að nýja kynbótamatið er öflugt verkfæri til að velja saman gripi þar sem reynt er að bæta upp veikleika hjá tilteknum einstaklingum. Á næstu árum er mikilsvert að geta gefið þáttum eins og mótstöðu gegn júgurbólgu aukið vægi í rækt- unarstarfinu. Til að skapa grunn að því var á þessu ári sent til allra búa, sem eru þátttakendur í skýrsluhaldi sérstakt skráningarform um þennan þátt. Traust upplýsingaöflun á þenn- an hátt er fyrsta skrefið sem þarf að stíga til að geta beint kröftum að þessum þætti. Hestsbúið fœr viðurkenningu fyrir sauðfjárrœkt Sunnlenskir fjárræktarmenn sæmdu á aðalfundi sínum í nóvem- ber sl. fjárræktarbú Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á Hesti í Borgarfirði heiðursskjali fyrir braut- ryðjendastarf í fjárrækt. Fjárræktarbúið á Hesti hefur boð- ið fram til notkunar bestu hrútana sem þar hefa verið aldir upp. Á árunum 1972-1992 hafa verið notað- ir 24 hrútar frá Hesti og hafa þeir undantekningarlaust reynst vel. Stefán Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri búfjárræktardeildar RALA veitti viðurkenningunni móttöku og þakkaði þann mikla heiður sem Hestsbúinu og starfi þess var sýndur. J.J.D. Stefán Sch. Thorsteinsson deildarstjóri og Sigurgeir Porgeirsson sérfrœdingur í sauðfjárrœkt hjá Rala með heiðursskjalið. 74 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.