Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 37
mundu eftirfarandi reglur gilda um jöfnun þar fyrir neðan: Bóndi hafði á verðlagsárinu 1989/ ’90, þ.e.a.s. áður en verulegar skerðingar hófust, 400 ærg. fram- leiðslurétt. Á liðnu hausti (1993) hafði þessi bóndi rétt í sauðfé 288 ærg. Til jöfnunar kemur einhver X tala og er það jafnað í %. Verði það svo mikið sem kemur til jöfnunar að viðkomandi bóndi nær 500 ærg. nær hann ekki hærra í jöfnun fyrr enn allir bændur hafa náð þeim rétti sem þeir höfðu 1989/’90 (jöfnunar- greiðslumark). 80% af grunnrétti beinna greiðslna yrði greitt til bænda á tíma- bilinu febrúar - október. Aldrei yrði greitt fram yfir jafnaðan rétt, t.d. eins og nú getur gerst með 100 - 105% Sala á greiðslumarki milli manna yrði óheimil. Þeir sem af einhverjum ástæðum vildu selja réttinn gætu það og yrði stofnaður sérstakur sjóður sem kaupir lausan rétt á fyrirfram ákveðnu verði og selur hann síðan aftur. Aldrei yrði þó hægt að selja nema gunnréttinn. Setja verður skýr ákvæði inn í búvörusamning um birgðahald og uppgjör birgða að hausti. Einnig verður að setja inn ákvæði sem kveða á um afurðalán til afurða- stöðva til að tryggja bændum eðli- lega útborgun afurðaverðs. Þá verður að tryggja Byggðastofn- un fjármagn til að takast á við vanda sveitanna. Setja verður skýr ákvæði um hlutverk Byggðastofnunar til að aðstoða þau svæði sem fara verst út úr samdrætti og þær byggðir þar sem sauðfjárræktin er undirstaða byggð- ar og afkomu fólks. Aðilar verða að fjalla betur um bókanir í búvörusamningi og tryggja betur ákvæði þeirra, t.d. bókun um landgræðslu. Þá þarf að finna leiðir til að draga úr búfjárhaldi á þeim svæðum sem landeyðing á sér stað. Að lokum. Ljóst er að af þessum breytingum leiðir það að nokkuð af afurðum sem fá beinar greiðslur fara úr landi og þá hrópa vafalaust einhverjir: „Útflutningsbætur“. Þessar aðgerð- ir væru gjörólíkar gamla kerfinu, þetta kemur hverjum einstökum bónda til góða. Getur það ekki einmitt verið skynsamlegt að fleiri geti lifað af sínum landbúnaði áfram? Par með skapa þeirfleiri störf í þjóðfélaginu og hugsanlegar gjald- eyristekjur, takist okkur að hasla okkur völl fyrir lífrœnar og hollar landbúnaðarvörur. Vafalaust munu einhverjir telja að kerfi sem þetta sé flókið í fram- kvæmd. Ég held að nú á tölvuöld ætti ekki að vera vandamál að reikna þetta út. Það er ljóst að með þessu vissu bændur ekki fyrirfram hvað jöfnuður gæti gefið þeim við loka- uppgjör. Enginn mundi fá út úr jöfn- unaraðgerðum nema innlagðar af- urðir stæðu að baki. Þar með væri komin hvatning í kerfið um að koma öllu í afurðastöð og þá væri komin hemill á framhjásölu afurða. Vafa- laust kæmi til álita að skoða fleiri þætti í tengslum við endurskoðun og breytingar á búvörusamningi, þó að það sé ekki talið hér. Það þolir aftur á móti ekki bið að þessi mál verði tekin til skoðunar því að margir bœndur eru að komast íþrot. Bœnd- ur geta ekki lengur setið aðgerðar- lausir og horft á fjölda stéttarbrœðra sinna fara í gjaldþrot. Hólaskóli Hólum í Hjaltadal HXi. Námskeið 1994 Námskeiðstitill Tímasetning Hrossarækt og hestamennska Reiðnámskeið .... 25.-27. febr., 11 -13. mars, 18.-20. mars Reiðnámskeið......... 13.-15. maí, 19.-21. maí, 27.-29. maí Kynbótamat-BLUP....................... 24.-25.febrúar Tölt-ogfimiæfingar...................... 25.-27. mars Kynbótanámskeið fyrir F.T................ 7.-10. apríl Samráðsfundurkynbótadómara .............. 14.-15. apríl Almenn þjálfun.................................. 1.-5. maí Kynbótadómararáðstefna....................... 5.-8. júlí Tölvunotkun Tölvunotkun......... 23. febr., 2. mars, 9. mars og 16. mars Tölvunotkunl............................ 21.-22. mars Tölvunotkun II................................. 6.-7. apríl Windows 3.1. gluggakerfi, Word 2.0 ritvinnsla, Exel 4.0töflureiknirog Dos6.0stýrikerfi.. 18.-19. apríl Bleikjueidi.............................. 12.-14. apríl Lax-og silungsveiði....................... 9.-11. maí Trjárækt.................................. 16.-17. maí 3*94 - FREYR 85

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.