Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.2001, Side 9

Freyr - 01.02.2001, Side 9
Mynd 2. Tilraunin á Korpu. Efni og aðferðir Fjórar tilraunir voru gerðar á ár- unum 1995-1998 á tilraunastöðinni í Kollafirði í Færeyjum, á tilrauna- stöðinni Korpu við Reykjavík, á til- raunastöðinni í Upemaviarsuk á Grænlandi og í Narsarsuaq á Græn- landi. I tilraununum vom fimm grasyrki prófuð, tvö af vallarfox- grasi (Engmo og Vega), tvö af vall- arsveifgrasi (Lavang og Fylking, og eitt af háliðagrasi (Seida). Að auki var sáð á Korpu língresi (Leikvin), túnvingli (Leik), snarrótarpunti (JJnnur) og berings- punti (Norcoast). Fylgst var með þroskaferli gras- anna frá því snemma á vorin þar til síðla sumars. Árin 1996 og 1997 var uppskera mæld fimm sinnum í tilraununum, fyrst þegar vallarfox- grasið var 10 sm hátt og eftir það með tveggja vikna millibili. í fyrstu fjögur skiptin var uppskeran mæld með klippum, en í fimmta skiptið var það sem eftir var af reitunum slegið með sláttuvél. Við hvern sláttutíma var þroskastig metið og hæð grasanna mæld. Dagsetningar skriðs og blómgunar voru skráðar. Allt illgresi var hreinsað úr sýnum sem átti að efnagreina. Árið 1998 var fyrri sláttur á Korpu sleginn á tveimur mismun- andi tímum (15.6. og 30.6.) og end- urvöxtur mældur. Þetta ár voru til- raunimar slegnar einu sinni á hin- um stöðunum. Hér á eftir verður helstu niður- staðna getið, en allar niðurstöður er að finna í fjölriti RALA nr. 206. Niðurstöður Þroskaferill Veðurfar var fremur hagstætt á tilraunatímanum, þó varð nokkurt kal í tilrauninni í Upernaviarsuk vorið 1997. Hiti yfir sprettutímann var svipaður á þremur af þessum fjórum stöðum, Upemaviarsuk skar sig verulega úr með lægri hita (munurinn var 2-3 gráður í maí og júní). Munur á skriðtíma var ekki mikill, en vallarfoxgrasið blómstr- aði tveimur vikum síðar í Uper- naviarsuk en á hinum stöðunum. Um það bil sömu hitasummu þurfti frá skriði til blómgunar á vallarfox- grasi á Korpu og Grænlandi (450 daggráður) en í Færeyjum þurfti færri daggráður. Uppskera Vallarfoxgras gaf mesta uppskem á öllum stöðunum þegar slegið var einu sinni. Uppskera vallarfoxgrass var við síðasta sláttutímann að meðaltali 74 hkg þe./ha, vallarsveifgrass 43 hkg og háliðagrass 45 hkg. Háliðagras óx hraðar að vorinu en hinar tegundirnar og ætti að slá það tvisvar eins og vallarsveifgras. Árið 1998 voru öll yrkin slegin tvisvar á Korpu og gáfu þau þá öll svipaða uppskeru. Meðaluppskera (meðaltal allra yrkja) var svipuð á öllum tilrauna- stöðunum (60 hkg þe./ha) nema hvað hún var lægri í Narsarsuaq. Það stafar af vandamálum í ræktun- inni þar, annað hvort var borið á of seint eða þá að sníkjudýr (t.d. gras- maðkur) ollu skemmdum á upp- skerunni. Ekki reyndist tölfræðilega mark- tækur munur á vallarfoxgrasyrkj- unum Engmo og Vega og samspil þeirra við staði var heldur ekki marktækt. Hins vegar var samspil þessara yrkja við ár marktækt sem og munurinn milli ára. Þetta bendir til þess að vaxtarskilyrðin á öllum stöðunum séu fullnægjandi fyrir bæði yrkin, en það geti hins vegar verið breytilegt eftir árferði hvort gefur meiri uppskeru. Þetta gefur einnig til kynna að nýta megi nið- urstöður tilrauna með þessi yrki milli landanna. Það var meiri munur á vallar- sveifgrasinu. Lavang sprettur betur snemma á vorin en Fylking. I heild- ina kom Fylking betur út í Færeyj- um en Lavang var betra í Upemavi- arsuk. Þetta er í góðu samræmi við eldri niðurstöður frá Grænlandi. Munurinn á þessum yrkjum var ekki marktækur á Korpu og í Nar- sarsuaq. Töluverður munur er á vaxtarskilyrðum staðanna, einkum milli Kollafjarðar og Upemaviar- suk. Því þarf að fara með gát við samnýtingu tilraunaniðurstaðna á þessum stöðum. Áhrif veðurþátta á sprettuhrað- ann voru metinn. Hitastuðullinn reyndist 3-14 kg/dag (mismunandi eftir tegundum) fyrir hverja gráðu (°C), þ.e. sprettuhraðinn jókst um 3-14 kg/ha á dag fyrir hverja gráðu sem hitinn hækkaði sem er svipað- ur og áður hefur fundist í íslenskum pR€VR 1/2001 - 5

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.