Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 6
Ritfregn Skógræktarritið 2000, 2. tbl. Nokkru fyrir áramót kom út 2. tbl. af Skógræktar- ritinu fyrir árið 2000, en útgefandi þess er Skóg- ræktarfélag íslands. Aður hefur komið fram r Frey að glæsilegra rit en Skógræktarritið er vart að finna, bæði að innihaldi og framsetningu. Ritið birtir jafnt greinar sérfræð- inga í skógrækt sem og greinar áhugafólks. Á liðnu ári, árið 2000, varð Skógræktarfélag Islands 70 ára. Þess er minnst í ritinu, bæði með ræðu Magnúsar Jóhannssonar, for- manns félagsins, á hátíðarsam- komu þess á Þingvöllum hinn 27. júní í tilefni af afmælinu, en einnig er birt ræða Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra, við sama tækifæri. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Is- lands, skrifar um Tré ársins 2000, sem er hlynur við húsið Sólheima á Brldudal. Nokkrar greinar eru um skógrækt áhugafólk. Þar má nefna grein eftir Vilhjálm Lúðvíksson, „Skógrækt áhugamannsins II. Um skógrækt í Brekkukoti o.fl.“. Viðtal er við Karl Eiríksson, forstjóra, um skógrækt hans í jaðri Mosfellsheið- ar þar sem skilyrði til skógræktar hafa ekki verið talin hagstæð en árangur þó orðið furðu góður. Flestar greinar í ritinu að þessu sinni, eða fjórar, á Sigurður Blön- dal fyrrv. skógræktarstjóri. Þær fjalla um blæöspina á Hofi í Vatns- dal, skógrækt á Gunnfríðarstöðum á Bakásum í 40 ár, í þriðja lagi er grein sem ber heitið „Öll sár gróa“ og fjallar um skemmdir af völdum hreindýra í skógrækt á Fljótsdals- héraði og í fjórða lagi grein er nefn- ist „Fegursti þinurinn“ og fjallar um teig af rauðþin í Hallormsstaða- skógi. Nefna má athyglisverða grein eftir Björn Jónsson, fyrrv. skóla- stjóra, „“Ræktun áhugamannsins - skilar hún eðlilegum árangri?“ og tvær greinar eftir Baldur Þorsteins- son, skógfræðing, „Fræskrá 1933- 1992“ og „Hugað að uppruna" þar sem hann hugar annars vegar að uppruna skógarfuru í Mörkinni á Hallormsstað og hins vegar að Douglasgreni á Atlavíkurstekk. Ymislegt efni í ritinu er enn ótal- ið sem vert væri að gæta. Skógræktarritið fæst í bókabúð- um en einnig er unnt að gerast áskrifandi að því hjá Skógræktarfé- lagi Islands, sími 551 8150, eða netfangi skogis.fel@simnet.is ME fjármálin í öruggum höndum BUNAÐARBANKINN Transtiir banki HEIMILISLINA 2 - FR6VR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.