Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 31

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 31
grip við slátrun. Þeir eiga við í sam- bandi við nautakjötsframleiðslu og sauðfjárrækt. Greiðslumar eru innt- ar af hendi við slátmn og koma að öllu leyti úr sjóðum ESB. Víðlendisstyrkir eru greiddir á svæðum þar sem fjöldi búfjár á flatareiningu lands er lítill. Þessir styrkir eru t.d. greiddir til bænda í Norður-Svíþjóð og koma að öllu leyti úr sjóðum ESB. Staðháttastyrkir eru greiddir til svæða þar sem aðstaða til landbún- aðarframleiðslu er að einhverju leyti erfíðari og dýrari vegna stað- hátta,svo sem veðurfars, rýrari landgæða eða fjarlægðar frá mörk- uðum. Hugtakið norðlægur land- búnaður var skilgreint þegar Svíar og Finnar gengu í ESB. Hluti ESB í greiðslunum er breytilegur, allt upp í 50%. Umhverfisverndarstyrkir hafa að miklu leyti farið til þess að mæta neikvæðum afleiðingum af land- búnaði, svo sem af mikilli notkun áburðar eða eiturefna. Ennfremur er veittur stuðningur til viðhalds graslendis og varðveislu við- kvæmra svæða og til vistvænnar ræktunar og viðhalds landslags. ESB fjármagnar svona styrki til helmings á móti aðildarlandi. Ræktunarstyrkir. Undir þetta falla stærstu fjárhæðimar hjá ESB, en þessir styrkir fara fyrst og fremst til ræktunar koms og olíufræja. Til annars stuðnings má telja styrki til yngri bænda til þess að hefja búskap og til fjárfestingar í aðbúnaði dýra og til endurbóta á vinnuaðstöðu. Loks er svo stuðn- ingur vegna birgðahalds og útflutn- ingsbætur, sem vel að merkja em þá fyrir útflutning út fyrir Evrópu- sambandið. Þá geta fjárfestingar í ferðaþjónustu notið stuðnings o.fl. Sjúkdómavarnir ESB er samfellt landamæralaust svæði. A öllu svæðinu gilda sömu reglur og vinnuaðferðir við prófun og eftirlit. Allar vömr eða dýr, sem sett em á markað, eiga að uppfylla sömu kröfur. Þessar kröfur eiga að tryggja, að landbúnaðarvömr séu unnar úr heilbrigðum dýmm við viðunandi aðstæður. Sömu kröfur eru gerðar varðandi vörur sem fluttar em inn til ESB. Meginþungi eftirlitsins er á upp- mnastað. Aðeins vömr, sem upp- fylla öll skilyrði, eiga að komast á markað. Abyrgðin hvflir á dýra- læknayfirvöldum á hverjum stað. Komi upp farsótt einhvers staðar innan ESB er gert ráð fyrir að grip- ið sé til sérstakra aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hennar. Við- komandi svæðum er þá lokað. Hverju landi er gert að setja upp neyðaráætlanir gegn hinum ýmsu farsóttum. Heilsufar dýra er mismunandi eftir svæðum. Svæði, sem em laus við sjúkdóma sem kunna að hrjá dýr á öðrum svæðum, geta fengið viðbótarábyrgðir. í því felst að heimilt sé að krefjast sérstakra við- bótarprófana, umfram hið venju- lega, til þess að leyfilegt sé að flytja húsdýr inn á viðkomandi svæði. Slíkar kröfur þurfa að eiga sér vísindalega stoð. ESB-aðild og ísienskur iandbúnaður Ef ísland væri aðili að ESB væm viðskipti með landbúnaðarvömr og dýr í grundvallaratriðum hindmn- arlaus milli íslands og annarra ESB landa. Markaðurinn væri einn og sameiginlegur og með þeim undan- tekningum einum sem rekja mætti til sjúkdómavama. „Innflutningur“ og „útflutningur“ milli íslands og annarra ESB ríkja væri óhindraður og tollfrjáls. Við væmm þátttak- endur í landbúnaðarstefnu ESB og hún gilti því hér á landi í stað þess sem við nú búum við. Verðlag mundi ráðast á markaði, á hinum sameiginlega ESB markaði. Það mundi þýða lægra verð til neytenda hér á landi og lægra verð til fram- leiðenda, en á móti kæmi kerfí af styrkjum til þess að jafna aðstöðu- mun annars vegar gagnvart löndum utan ESB og hins vegar með tilliti til aðstöðumunar innan ESB. Um alla styrki og mögulega sérvemd yrði þó að semja í aðildarviðræð- um. Það eru margs konar styrkir sem koma til greina og virðast eiga við fyrir íslenskan landbúna, ef ísland væri innan ESB. Ekkert er þó hægt að fullyrða að óreyndu. Samning- amir um aðild mundu verða hinn endanlegi dómur. Fljótt á litið sýn- ist líklegt að íslenskur landbúnaður fengi ekki minni stuðning en sá sem stundaður er á norðurslóðum Svíþjóðar og Finnlands. Að viss- um skilyrðum uppfylltum og að fengnu samþykki ESB gætu íslensk stjómvöld veitt stuðning umfram það reglubundna, t.a.m. innan skil- greiningarinnar um norðlægan landbúnað. Stuðningur og staða búgreina I landbúnaðarkafla skýrslu utan- ríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi (útg. aprfl 2000) er gerð tilraun til að leggja mat á hvemig staða hinna ýmsu greina innan íslensks landbúnaðar gæti verið innan ESB. Skýrsluhöfundar hafa þó réttilega mikla fyrirvara á þessu mati. Tekjur bænda í sauðfjárbúskap og mjólkurbúskap yrðu nokkum veginn óbreyttar frá því sem nú er og í nautakjötsframleiðslu yrði lík- lega þokkaleg afkoma. I svína-, kjúklinga og eggjaframleiðslu telja þeir að samkeppnisstaða yrði erfíð nema til kæmi innlendur stuðning- ur og vitna þeir þá til slíks stuðn- ings í norðlægum byggðum Sví- þjóðar og Finnlands. Varðandi grænmeti og blóm er það mat þeirra að grænmetið gæti líklega staðist samkeppni en blómarækt síður. Þá óttast þeir að matvælaiðn- aður ætti undir högg að sækja vegna smæðar íslenska markaðar- ins. Einungis aðildarviðræður geta svarað þeim fjölmörgu spumingum sem vakna þegar hugað er að mögulegum örlögum íslands innan ESB. Óvissuþættimir em margir, FR€VR 1/2001 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.