Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2001, Page 17

Freyr - 01.02.2001, Page 17
10. mynd. Blaðblettasveppurinn Rhynchosporium ortho- sporum.Mynd af vefsíðu án höfundar; Diseases of forage crops eftir T. Tsukiboshi (Japan). tvö árin eftir ræktun, lík- lega vegna þess að hann þarf tíma til að ná sér upp eftir jarðvinnslu. Hans verður fyrst vart í lok maí en mergðin nær hámarki frá miðjum júní og fram til miðs júlí þegar hann verpir eggjum. Önnur en minni kynslóð kemur oft fram að haustinu. Blöð vallarfox- grassins fá silfurlitaða áferð, verða slöpp og sölna að lokum (Bjami E. Guð- leifsson 1996). Þótt skaðleg áhrif hans á endingu vallarfoxgrass hafi ekki verið sönnuð eru sterkar vísbendingar um að þau geti verið umtalsverð í vissum árum. Komið hefur fram sú kenning að ef vallar- foxgras sé slegið þegar mítlafarald- ur er í hámarki geti það haft mjög slæm áhrif á endurvöxt plantnanna. Fóðrið er þá skyndilega tekið af mítlunum og þess vegna ráðast þeir af miklum þunga á eftirlifandi blöð. Greinilegar mítlaskemmdir hafa sést í nýslegnu vallarfoxgras- túni þar sem mítlafaraldur var í gangi þegar slegið var. Þetta getur einnig útskýrt skyndilegt hvarf vallarfoxgrass í túnum þó að það sé engan veginn sannað. Vallarfoxgras er lostæti! Sennilega var Sturla Friðriksson fyrstur til þess að rannsaka lostætni grastegunda hér á landi og það gerði hann á eftirminnilega hátt haustið 1952 (Sturla Friðriksson 1960). Þar beitti hann kú á reiti með 12 mismunandi grastegundum í hreinrækt, en þar á meðal var t.d. fjöl- ært rýgresi og vallarfoxgras. Mældur var heildar- og meðaltíminn sem kýrin eyddi við hverja grastegund, grasmagnið sem hún át af hverri tegund og tíminn sem það tók hana að innbyrða hver 100 g af grasi. Þrátt fyrir ágalla í tilraunaskipu- lagi var niðurstaðan engu að síður skýr og áhugaverð. Vallarfoxgrasið fékk hæstu einkunn í öllum mæld- um þáttum. Vallafoxgrasið er sem sagt lostætnast grasa. Löngu eftir þetta og fram á þenn- an dag hafa gæði vallarfoxgrass sem og annarra grastegunda fyrst og fremst verið metin út frá upp- skeru- og fóðurgildismælingum úr tilraunareitum. Það sem vegur þyngst í mati á fóðurgildi er glasa- meltanleiki grasanna. Ut frá þess- um mælingum ályktuðu jarðrækt- arfræðingar á 9. áratugnum eftirfar- andi; Vallatfoxgras sprettur langtfram eftir sumri og skilar meiri upp- skeru en nokkur önnur grasteg- und, þegar slegið er seint. Þessa yfirburði hefur það ekki, ef slegið er snemma og oftar en einu sinni. Vallarfoxgrasið hefur sem sagt enga yfirburði ef það er meðhöndlað á þann hátt sem það nýtist flestum bændum best fyrir búfénað sem á að skila einhverjum afurðum af gróffóðrinu. Þessu var í sjálfu sér ekki hægt að andmæla miðað við þekkingu okkar þá. A 10. áratugnum voru hins vegar gerðar margar rann- sóknir til að meta sk. fóðr- unarvirði (þ.e. lostætni) alls konar gróffóðurs fyrir kýr og kind- ur. Fóðrunarvirði er margfeldi fóð- urgildis heysins og heyáts gripa og verður ekki mælt nema með lifandi gripum. Niðurstöður þessara rann- sókna, ef litið er á vallarfoxgrasið sérstaklega, mætti taka saman í eina setningu þannig; Fóðrunarvirði vallarfoxgrass er meira en nokkurrar annarrar grastegundar, þegar slegið er snemma. Þessa yfirburði hefur það ekki efslegið er seint og að- eins einu sinni. Hér hefur heldur betur orðið við- snúningur. Fóðrunarvirðistilraunir benda sem sagt til þess að vallar- foxgras sé verðmætara en annað gras ef það er slegið snemma en annars ekki. í næsta pistli verður fjallað nánar um nýting- armöguleika vallarfox- grass og áhrif verkunar og þroskastigs á fóðrun- arvirði þess. Ritaðar heimildir Ágúst H. Bjarnason 1983. íslensk flóra. Iðunn, bls. 262. Áslaug Helgadóttir 1987. Áhrif gróðurfars á afrakstur túna. I riti Ráðu- nautafundar 1987, bls. 33 - 47. Bjami E. Guðleifsson 1971. Um kal og kal- skemmdir. I. Ræktun og 11. mynd. Túnamítillinn (efst) getur gengið hart að vallarfox- grasplöntum sem hér eru umlukin sveifgrasi. í sk. Neðstumýri á Möðruvöllum 1998. Mynd Þóroddur Sveinsson. Freyr 1/2001 - 13

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.