Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 23

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 23
1. mynd. Áhrif áburðargjafar við gróðursetningu á lifun birkiplantna í Mosfelli fyrstu fimm árin eftir gróðursetning. Lóðréttar línur sýna 95% vikmörk. Auk þess að skoða áhrif áburðar á líf og vöxt trjáplantna er einnig verið að rannsaka áhrif áburðar á aðra þætti, s.s. frostþol, næringar- ástand, myndun svepprótar, frost- lyftingu, afföll af völdum rana- bjöllu og áhrif áburðargjafar á sjúk- dóma, s.s. barrfellisvepp í lerki o.fl. Þessar rannsóknir eru unnar á þar sem sýnd er lifun í völdum til- raunaliðum úr áburðartilraun í Mosfelli. Þær plöntur sem engan áburð fá lifa vel fyrsta veturinn, en týna svo tölunni á næstu árum. Um helmingur viðmiðunarplantna á Mosfelli er nú dauður fimm árum eftir gróðursetningu. Stórir áburð- arskammtar, sér í lagi af köfnunarefni, geta drepið plöntur á fyrsta sumri (N3P2). Þetta gerist lík- lega vegna óbeinna þurrk- áhrifa sem áburðarsaltið veldur, þ.e. áburður sýgur til sín vatn og í þurrkatíð, eins og var 1995, getur það drepið smáplöntur (Hreinn Óskarsson o.fl. 1997). Litlir og meðalstór- ir skammtar af áburði, t.d. N1P2, 13 g af Blákomi eða 25 g af Osmocote seinleystum áburði bæta hins vegar lífslíkur í samaburði við óábornar plöntur. Aðeins 10% afföll verða ef áburðartegund- imar Blákom, Osmocote eða N1P2 em notaðar (1. mynd). Þeir þættir sem valda mestu um afföll, þ.e.a.s. ef þess er gætt að nota rétt kvæmi fyrir við- komandi skógræktarsvæði, eru: Frostlyfting, rótamag ranabjöllur, samkeppni við annan gróður ásamt haust- eða vorkali. Líklegt er að næringarskortur hafi neikvæð áhrif á alla fyrmefnda þætti, þ.e. illa Rannsóknastöð Skógræktar á Mó- gilsá. Niðurstöður em einnig not- 12U i aðar við doktorsnám höfundar við Landbúnaðarháskólann í Kaup- 100 - mannahöfn. Niðurstöður co 80 - Hér verður í stuttu máli gerð ÖX) grein fyrir helstu niðurstöðum sem Z 60 - í ljós hafa komið í rannsóknum á bX) áburðargjöf í skógrækt og nýtast =3 kunna skógræktarfólki. A 40 - Hvaða áhrifhefur áburður við 20 - gróðursetningu á lífslíkur trjáplantna ? Tilraunaniðurstöður úr tilraunum frá 1995 sýna, svo að ekki verður um villst, að auka má lífslíkur trjá- plantna allmjög sé réttur áburðar- skammtur borinn á við gróðursetn- ingu. Þetta sést Ijóslega á 1. mynd MAR MAR KOLL '99 '00 KOLL '00 '99 Viðmiðun (enginn áburður) Besta áburðarmeðferð 2. mynd. Binding lífmassa á hektara lands eftir 1. vaxtarsumar (vor ‘99) og 3. vaxtarsumar (haust ‘00). Súlurnarsýna þurrvigt lífmassa birkis í kg á hvern hekt- ara lands miðað við 3000 gróðursettar plöntur á ha. FR€VR 1/2001 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.