Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.2001, Qupperneq 24

Freyr - 01.02.2001, Qupperneq 24
3. mynd. Þvermál við rótarháls á birki við mismunandi tímasetningu áburðargjaf- ar á Markarfijótsaurum. Ástæða þess að þvermái er sýnt í stað hæðar er sú að mun meiri fylgni er milli þvermáls og lífmassa (ofan jarðar og neðan), en milli hæðar og lífmassa og því gefur þvermál mun betri mynd af áburðarsvörun en hæð. nærðar plöntur vaxa lítið og er frekar hætt við dauða af völdum fyrrnefndra þátta. Sem dæmi má nefna að lítið rótarkerfi veitir minni festu þar sem holklaki og frostlyf- ting eru vandamál. Hvaðci áhrifhefur áburðargjöf við gróðursetningu á vöxt? Áburður hefur jákvæð áhrif á vöxt, það sýna niðurstöður allra til- rauna. Þau næringarefni sem gefa mesta svörun eru köfnunarefni og fosfór. Köfnunarefni eitt og sér gef- ur litla svörun og fosfór nær enga, en þegar þeim er rétt blandað sam- an verða margfeldisáhrif á vöxt líf- massa. Með lífmassa er átt við heildarþunga þurrefnis í plöntunni, þ.e. bæði í rótum og ofanjarðar- hluta. í maí 1999 og ágúst 2000 voru birkiplöntur, sem fengið höfðu mismunandi skammta af köfnunarefni og fosfór, grafnar upp í áburðartilraun á Markarfljótsaur- um (MAR) og í Kollabæ í Fljóts- hlíð (KOLL). Þegar jarðvegur hafði verið skolaður af rótum voru plönturnar þurrkaðar og vegnar. Á 2. mynd hefur lífmassavöxtur, þ.e. þurrvigt róta, stofns, greina og blaða verið umreiknaður yfir í kg/ha. Miðað er við að 3000 plönt- ur séu gróðursettar á ha. Á 2. mynd sést greinilega að plöntur sem engan áburð fá og gróðursettar eru í rýra útjörð staðna í vexti og binda því lítinn lífmassa. Sé hins vegar gefinn stór skammtur af auðleystum áburði (4 g af hreinu köfnunarefni með 15 g af hreinu fosfati) við gróðursetn- ingu, er lífmassi á hverjum ha lands kominn yfir 100 kg eftir aðeins þrjú vaxtarsumur. Meiri- hluti lífmassans er bundinn í rótu- m birkisins á Markarfljótsaurum, en heldur stærri hluti er ofanjarðar í Kollabæ. Þessi mikli vaxtarauki og þar af leiðandi binding kolefnis (koltvíildis) með réttum áburðar- skammdi gæti skipt sköpum ef koltvíildis kvótar fara ganga kaupum og sölum, sbr. Kyoto bók- unina. Hvenœr er vœnlegast að bera á plönturnar? Samkvæmt niðurstöðum úr áburðartilraunum frá 1998 eru vaxtarviðbrögð mest þegar borið er á við gróðursetningu að vori. Gildir þetta sér í lagi fyrir birki. Greni sýnir aftur á móti mun minni mun í vexti en birki. Samkvæmt niður- stöðum er betra að bera á vorið eftir gróðursetningu heldur en að bera á um mitt sumar (15. júlí) eða síð- sumars (25. ágúst). Betra er þó að bera á plöntur síðla sumars heldur en að sleppa því alveg sbr. 3. mynd (Hreinn Óskarsson 2000). Birki (dökkt) & Greni (ljóst) júní ágúst ágúst 4. mynd. Breytingará innihaldi köfnunarefnis með og án áburðar. Efri örin bendir á hörgulmörk í birki og neðri örin á hörgulmörk í greni. Eftir aðeins tæpa þrjá mánuði í rýrum móajarðvegi eru plönturnar farnar að líða af alvarlegum skorti á köfnunarefni sé ekki er borið á, en hjá ábornum plöntum er næringarástandið í lagi. Athygli skal vakin á að betur nærðar plöntur uxu betur og voru með stærri blöð og lengri nálar. 20 - FR6VR 1/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.