Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 14
Tafla 1. Fóðurgildi vallarfoxgrass í samanburði við önnur algeng túngrös þegar sláttutími er miðaður við sama orkugildi (FEm/kg þe = 0,80), þ.e. góðrar töðu. Sprettu- Hráprót- Tréni AAT3) PBV3) Steinefni, % af þurrefni Grastegund Dagar2) ein,% % g/kg þe g/kg þe Ca P K Mg Na Vallarfoxgras 45 11,9 30,0 81 -22 0,29 0,19 1,31 0,16 0,18 Vallarsveifgras4) 44 13,4 25,0 86 -9 0,36 0,20 1,36 0,22 0,25 Língresi 41 15,3 25,7 85 3 0,29 0,24 1,37 0,19 0,52 Háliðagras 26 15,5 26,4 86 7 0,27 0,21 1,85 0,20 0,20 Snarrót 22 17,9 23,7 89 22 0,26 0,24 1,85 0,16 0,21 Túnvingull 33 16,5 25,2 86 9 0,38 0,23 1,58 0,20 0,76 ') Byggt á niðurstöðum Gunnars Ólafssonar (1979). !) Dagar frá 1. júní og þar til orkugildið er komið niður í 0,80 FEm í kg þurrefnis. Athugið að þetta eru meðaltöl sumrana 1966 og 1967 en það voru köld sumur. 3) Þegar leysanleiki próteins er 60%. 4) Stofninn Fylking sem er mjög seinþroska af vallarsveifgrasi að vera. meltanleika þannig að tréni vallar- foxgrassins hlýtur að vera auðmelt- ara en tréni annarra grastegunda. Hvað nákvæmlega veldur þessu vitum við ekki. í töflu 2 er sýnt úr sömu rannsókn hversu hratt meltanleika- og pró- teinstyrkur fellur í vallarfoxgrasi eftir því sem líður á sprettutímann. í upphaft sprettutímans sker vallar- foxgrasið sig úr vegna hás meltan- leika (FEm/kg þe). Þrátt fyrir að meltanleikinn falli hraðar í vallar- foxgrasi en í öðrum grastegundum heldur það yfirburðum sínum að þessu leyti langt fram í júlímánuð. Sömu sögu er ekki að segja um próteininnihaldið. Það er jafn mik- ið og í öðrum grösum í upphafi sprettutímans en styrkurinn fellur hraðar. Vallarfoxgrastún eru yfir- leitt slegin síðust allra túna og þess vegna er hrápróteinhlutfallið áber- andi lægra en af öðrum túnum eins og kemur fram í fyrri töflunni. Vallarfoxgras lengi lifi! „Vallafoxgras vex óvi'ða órœktað og hættir við að deyja út ef því er sáð“. Sigurður Sigurðsson, 1903. Þrátt fyrir þversögnina í skond- inni lýsingu Sigurðar á tegundinni er þar ekkert ofsagt! Ending vallar- foxgrass er í mörgum túnum afleit og margir bændur hafa gefist upp á ræktun þess af þeim sökum. Þetta ætti samt ekki að koma á óvart því að hvergi á byggðu bóli er vallar- foxgrasið talin langlíf tegund. Athugun í Eyjafirði sumarið 1996 sýndi að vallarfoxgrasþekja minnkar ört fyrstu 10 árin frá sán- ingu (6. mynd). Venjulega var vall- arfoxgrasi sáð í blöndu með vallar- sveifgrasi og túnvingli þannig að þekja vallarfoxgrass náði sjaldan hámarksþekju yfir 60 - 70% og í 10 ára gömlum túnum er meðal- þekjan komin niður í um 30%. Svona meðaltöl segja þó ekki alla söguna. Dæmi er um að gróður- þekja vallarfoxgrass hafi farið úr 60% niður í 10% á milli ára í kal- lausu túni á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Lífeðlisfræðislegar ástæður fyrir lélegri endingu vallarfoxgrass eru langt frá því að vera fullþekktar en hér verður engu að síður leitast við að draga saman helstu þætti sem vitað er að ráða miklu um end- ingu vallarfoxgrass, auk annarra þátta sem minna er vitað um. Vetrarþol Rannsóknir sýna að ungt vallar- foxgras í það minnsta, er að eðlis- fari jafn frost- og svellþolið og harðgerðustu grastegundir (7. mynd). Slök ending stafar þess vegna fyrst og fremst af meðferða- þáttum og óheppilegu staðarvali sem leiðir til þess að ákveðið hlut- fall plantna drepst á hverju hausti vegna þess að vaxtarbrum ná ekki Tafla 2. Breytingar á fóðurgildi vallarfoxgrass á sprettu- tíma í samanburði við önnur túngrös.1) Hæstu gildi2) Hallastuðlar, fall/viku3) Grastegund FEm/kg þe Prótein, % FEm/kg þe Prótein, % Vallarfoxgras 1,02 23,0 -0,034 -1,479 Vallarsveifgras 0,96 18,3 -0,026 -0,718 Língresi 0,97 23,8 -0,030 -1,204 Háliðagras 0,91 21,5 -0,031 -1,057 Snarrót 0,86 23,9 -0,020 -1,492 Túnvingull 0,89 23,2 -0,019 -1,334 ’) Byggt á niðurstöðum Gunnars Ólafssonar (1979). 2) Miðað við 1. júní. 3) Hallastuðlar sýna hvað orku- og próteinstyrkur fellur um margar einingar (Fe kg/þe og % prótein) í hverri viku frá frá hæsta gildi sem er um 1. júní. 10 - pR€VR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.