Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 36

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 36
Markaðsaðgangstækifærin munu þurfa að aukast og leiða til sívax- andi erlendrar samkeppni. Eins munu heimildir til framleiðslu- tengds innanlandsstuðnings fara sí- minnkandi og gera verður ráð fyrir hertum reglum um stuðning til landbúnaðar hvað sem fjölþættu hlutverki hans líður. Hvemig vilj- um við bregðast við þeirri þróun? Dagar útflutningsstyrkja kunna þegar að vera taldir. Ekki er á þá treystandi til framtíðar. Sá niður- skurður sem ísland tók á sig í Úrú- gvæviðræðunum hvað varðar inn- anlandsstuðning og útflutningsbæt- ur hefur eingöngu átt sér stað á pappímum. Því verður að líkind- um ekki til að dreifa ef sömu for- múlunni verður að lokum beitt í yfirstandandi viðræðum. Gildandi búvörusamningar tryggja bændum óbreyttan stuðning næstu árin og er það vel. Þennan tíma ættum við að nota vel til að huga að framtíðinni. Og með þrengingu rammans hlýtur framtíð- in í sívaxandi mæli að kalla á stuðn- ingsaðgerðir utan hans. Við skulum því huga vel að því hvort og þá hvemig grænar stuðningsaðgerðir geta samræmst markmiðum okkar um framtíð íslensks landbúnaðar. Styrkur íslensks landbúnaðar liggur fyrst og fremst í gæðum og hollustu afurðanna. Islenskir bændur verða trúlega seint sam- keppnisfærir í verði, en hinn er- lendi neytandi gerir sér nú grein fyrir því sem aldrei fyrr að verð og gæði fara ekki alltaf saman. Is- lenskur landbúnaður á mikilvæg sóknarfæri í hinu fjölþjóðlega við- skiptakerfi og þau skulum við nýta til hins ítrasta. í þessu sambandi er rétt að nefna framkvæmd samningsins um holl- ustuhætti og heilbrigði dýra og plantna. Á síðustu vikum hafa ýmsir kosið að líta á þessar skuld- bindingar sem ógn. Það em þó þessar sömu skuldbindingar sem veita hagsmunum okkar vemd og gefa þeim sóknarfæmm sem við blasa þann kost að verða að vem- leika. Tilfellið er samt að umheim- urinn gerir ekki minni vísindalegar kröfur til okkar en við gemm til hans. Því tel ég brýnt að styrkja fyrirkomulag þessara mála hérlend- is. Ekki einungis til að fyrirbyggja að smitefni berist til landsins. með innfluttum vömm heldur líka til að styrkja trúverðugleika okkar í aug- um annarra. Hér þarf að vera öfl- ugt og skilvirkt eftirlit með land- búnaðarframleiðslu, okkur ber að hafa öll vísindaleg sönnunargögn tiltæk og við verðum að hafa áhættumöt og -greiningar að leiðar- ljósi. Umfram allt þurfum við að getað sannað fyrir umheiminum hversu heilnæmar afurðir okkar em. Með framsýni og fyrirhyggju bú- um við íslenskum landbúnaði þá björtu framtíð sem hann verðskuld- ar. um hlýnun himinhvolfsins Ný viðvörun janúar sl. var haldin ráðstefna í Shanghai í Kína um veðurfar á jörðinni. Þar var því slegið föstu enn ákveðnar en áður að andrúmsloftið fari hlýnandi og að það sé vegna að- gerða mannsins. Meðal fundar- manna var Klaus Töpfer, en hann stjórnar umhverfisverkefni Sam- einuðu þjóðanna, UNEP, en á ráð- stefnunni var kynnt ný skýrsla Al- þjóðlegs starfshóps um veðurfar, IPCC. Skýrslan er yfir 1000 bls. og að henni unnu 639 sérfræðing- ar. Ráðstefnan lýsti sig sammála skýrslunni, sem og útdrætti sem sendur verður þeim sem hafa hin pólitísku völd í heiminum. Þó að enn sé mörgum spuming- um ósvarað í þessum efnum er ekki lengur dregið í efa að hlýnun and- rúmsloftsins síðustu hálfa öldina er af völdum manna og að 10. áratug- ur aldarinnar er hinn hlýjasti á jörð- inni sl. 1000 ár. Æ traustari heimildir berast nú um veðurfar fyrr á öldum. Þær upp- lýsingar fást m.a. með rannsóknum á kóröllum og árshringjum trjáa og við boranir í jökla. Þessar upplýs- ingar gefa m.a. svör við því hvað sé náttúrlegur breytileiki og hvaða breytingar séu af mannavöldum. Á hálendi á norðlægum slóðum á jörðinni hefur útbreiðsla jökla minnkað um 10% frá því um 1970. ís á vötnum á norðlægum slóðum leysir nú um hálfum mánuði fyrr en fyrir einni öld. Frá árinu 1750 hefur koltvísýr- ingur (CO^) í andrúmslofti vaxið um 31%, frá 280 ppm (milljónustu hlutum) upp í 367 ppm. Sérfræð- ingar telja að nú sé C02 í andrúms- lofti örugglega hið hæsta í a.m.k. 420 þúsund ár. Hiti á jörðinni hækkaði um 0,6°C á jörðinni frá 1861-1990. Frá 1991- 2100 áætla sérfræðingar að hitinn hækki um allt að 5,8°C og að lág- marki um 1,4°C. Lægsta gildið er þannig tvöfalt hærra en hækkun hitans sl. 130 ár. Þetta er meiri hækkun en áætluð var árið 1995, sem stafar m.a. af því að dregið hefur úr losun brenni- steinsdíoxíðs, en sú lofttegund, sem veldur súrri úrkomu, hafði kælandi áhrif á andrúmsloftið. Áætlanir um sjávarstöðu gera nú ráð fyrir 9-88 cm hækkun sjávar íra 1991-2100 en gerðu ráð fyrir 14-94 cm hækkun árið 1995, en nú er reikn- að með hægari bráðnunar á ís en þá. Þær niðurstöður sem hér eru birt- ar ættu að fá viðvörunarbjöllur til að hringja á öllum byggðum bólum á jörðinni, segir Klaus Töpfer. (Bondebladet nr. 5/2001). 32 - f R6VR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.