Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 29
Á fallaár landbúnaðarins S Arið 2000 kom fram á sjónarsviðið ný gerð neytenda, þ.e. neytendur sem voru á varðbergi gagnvart hvers konar búvörum. Það gerðist í kjölfar þess að ímynd búvara sem hollra, náttúrlegra og hreinna afurða varð fyrir endur- teknum áföllum. Efst ber kúarið- una þessa stundina, en nefna má að auki salmónellasýkingar, listenu í kjötáleggi, kjöt- og beinamjöl í fóðri jórturdýra, sorp í dýrafóðri, og ótta við díoxínsmit og erfða- breytt matvæli. Hefðbundinn landbúnaður, eins og við þekkjum hann nú á dögum, á rætur sínar að rekja aftur á 18. öld. Hugmynd að baki hans var m.a. sú að grípa mætti inn í gang náttúrunnar, bæði jurta- og dýra- ríki, með aðstoð þeirrar þekkingar um lögmál náttúrunnar sem menn höfðu þá öðlast. Þar með var varp- að fyrir róða fyrri hugmyndum um að náttúran væri heilög og að ekki mætti ganga á rétt hennar. Þegar hinn vísindalegi hefð- bundni landbúnaður verður nú fyr- ir áfalli stafar það af því að fólk ótt- ast að með því að beita óæskilegri tækni séu afurðimar orðnar ónátt- úrulegar og þar með óhollar og jafnvel banvænar. Að baki þessa liggur hugmyndin um að auðvelt sé að skaða náttúruna. Vísindin hafa breyst í tækni og tilgangurinn með tækninni er að framleiða vöru. „Heimurinn er ekki vara“, er nafn á bók eftir franska bændaleiðtogann José Bové. Ef við gemm náttúruna einungis að vöm þá mun hún hitta okkur fyrir. Um þessar mundir á sér stað kerfisbreyting sem nauðsynlegt er að átta sig á til þess að skilja hvers vegna kúariðan hefur valdið slíkum usla sem raun ber vitni. Ótti okkar við kúariðu stafar ekki aðeins af því að því er spáð að fjöldi fólks fái Creutzfeldt-Jakobs veiki, (CJ). Ótti okkar stafar af því að okkur grunar að kúariðan sé einungis toppurinn á ísjakanum og að fleiri sjúkdómsfaraldrar geti fylgt í kjöl- farið. Enn sem komið er hafa aðeins 83 manns dáið úr CJ af völdum neyslu smitaðs kjöts af kúariðu og lítill hópur fólks að auki er sýktur. í alþjóðlegu samhengi er þetta ekki stór hópur. Aðeins í Frakklandi deyja í viku hverri álíka margir af völdum sýkingar í sjúkrahúsum og í Noregi deyja árlega fimmfalt fleiri í umferðinni. Þar tölum við um slys, þ.e. að fómarlömbunum verði ekki kennt um það sem gerist. Hræðslan við CJ er eins mikil og raun ber vitni vegna þess að ábyrgðin þrúgar okkur. Við vitum innst inn að við emm sjálf ábyrg fyrir því að skepnumar hafa smitast af kúariðu með því að gera þeim rangt til. Nú emm við kölluð til ábyrgðar. Enginn veit hvernig kúariðan varð til. Sú skýring að lækkun hitastigs við kjöt- og beimamjöls- framleiðslu í spamaðarskyni, þegar orkuverðið hækkaði, er engin alls- herjarlausn á því. Það er einnig varasamur hugsunarháttur vegna þess að það tekur frá okkur ábyrgð- ina með því að við búum okkur til óvin. Við verðum hins vegar að horfast í augu við það að við vitum ekki hvemig sjúkdómurinn varð til og því getur hann komið fram aftur hvar sem er. Hingað til hafa fundist rúmlega 177 þúsund kúariðutilfelli í Eng- landi. Hefðu Englendingar haft sömu reglur og Frakkar og eytt hverri hjörð, þar sem kúariðutilfelli hefur komið upp, væri staðan önn- ur og betri, þó að þar með hefði nautgripum í landinu fækkað mik- ið. I Frakklandi hafa fundist alls 233 kúariðutilfelli og af þeim fundust 155 á liðnu ári. Þannig eru kúariðutilfelli um 800 sinnum fleiri í Englandi en Frakklandi þó að í Frakklandi séu um 20 milljón naut- gripir en í Englandi innan við 10 milljón. í Frakklandi eru nú skoð- aðir um 20 þúsund nautagripir á viku og það annast 14 rannsóknar- stofur. Þar í landi er einnig ein- dreginn pólitískur vilji til að taka málið föstum tökum og útrýma veikinni en þar hefur komið fram að 93,6% af kúariðutilfellum hafa fundist í mjólkurkúm, en ekki í kúm sem kálfar ganga undir, þó að þessir tveir hópar kúa sé u.þ.b. jafn- stórir. Það er vegna hinnar einbeittu af- stöðu Frakka innan ESB að farið er að skoða nautgripi í Noregi m.t.t. kúariðu. England ákvað bann gegn notkun kjöt- og beinamjöls í fóður þegar árið 1996, Portúgal árið 1998 og Frakkland, Sviss, Danmörk og Ítalía árið 2000. Kúariðukreppan er aðeins hluti af stærri heild og það er þeirri heild sem þarf að breyta ef leysa á þessa kreppu. í Evrópu er mikill áhugi á lífrænum landbúnaði, þar sem slíkur landbúnaður er einn fær um að skapa landbúnaðinum aftur traust. Lífrænn landbúnaður er hins vegar engin skyndilausn á vanda- málinu og krefst þekkingar, frum- kvæðis og ekki síst siðferðisþreks. Það að kúariða hefur ekki komið upp í Noregi gefur okkur ekkert öryggi um að þannig verði það um alla framtíð. Príóninu, smitefninu, verður einungis varist með gagn- rýnum huga, vísindalegum vinnu- brögðum og fullri virðingu fyrir neytendum. Utdráttur og endursögn úr grein eftir Tore Stubberud, rithöfund og bónda, (rœktar Límousin nautgripi), { norska blaðinu „Bonde og Smábruker", 1. tbl. 2001. pR€VR 1/2001 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.