Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 27

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 27
til umræðu í fyrsta skipti á Ráðu- nautafundi en ég hafði gert tillögu um þann efnislið haustið 1992. Minnisstæður er einnig fundur um lífræna ræktun sem haldinn var í Vík í Mýrdal í byijun september 1993. Þá um sumarið hafði verk- efnið Lífrænt samfélag verið stofn- að en það stóð til 1997. Hugað hafði verið að samningu reglna um lífræna framleiðslu allt frá 1992 en þáttaskil urðu með setningu sér- stakra laga um lífræna landbúnað- arframleiðslu í árslok 1994 (nr. 162/1994) og setningu ítarlegrar reglugerðar sama efnis skömmu síðar (nr. 219/1995) (sjá „Búskap- arhættir“). Snemma árs 1995 voru einnig sett þau lög sem Aform - Ataksverkefni starfar eftir (nr. 27/1995) en það hefur stutt ýmis verkefni í þágu lífræns búskapar. Um svipað leyti varð ísland aðili að IFOAM sem hélt stjómarfund í Reykjavík haustið 1995. Vöttunar- stofan TÚN hafði verið stofnuð í september 1994 og Vistfræðistofan árið eftir en þær vottuðu lífræna búskaparhætti frá og með 1996. Vistfræðistofan hætti vottunarstarf- semi í ársbyrjun 2001. TÚN hefur öll tilskilin leyfi til eftirlits og vott- unar, þar með taldar viðurkenning- ar frá IFOAM og Evrópusamband- inu. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lögum og reglum, m.a. vegna breytinga á reglum Evrópu- sambandsins um lífræna fram- leiðslu. Þar hefur m.a. komið við sögu Ráðgjafamefnd sem landbún- aðarráðherra skipaði 1996 í sam- ræmi við ákvæði laga nr. 162/1994. Þá var merkum áfanga náð með stofnun Fagráðs í lífrænum búskap haustið 1997. Rannsóknir, kennsla og leiðbeiningar Nefnd landbúnaðraráðherra sem kannaði faglega stöðu og horfur í lífrænum búskap, skilaði áliti 1995 (Freyr, 91 (6), 257-263). Þar kom glöggt fram að skortur á lífrænum áburði og erfiðleikar við belgjurta- rækt væru helstu annmarkarnir á Lífrænn og vistvænn landbúnaður - orðanotkun íslenska lífrænn vistvænn Danska, pkologisk, miljpvenlig, Norska, ekologisk altemativ, Sænska integreret, natural Þýska biologisch altemativ, eða ökologisch natur- (t.d. Naturprodukt) Enska organic altemative, integrated, natural, environmentally friendly LISA IPM Um merkingar á lífrænum vömm gilda alþjóðlegar reglur en um þær vistvænu gilda reglur í hverju landi fyrir sig sem em ekki byggðar á alþjóðlegum gmnni. Sjá t.d. Frey, 3. tbl., 92. árg. 1996, bls. 110-111. aðlögum að lífrænni ræktun. í álit- inu vom lagðar fram ýmsar tillögur um eflingu rannsókna, kennslu og leiðbeininga í þágu lífræns búskap- ar og bent var á að gera þyrfti sér- stakt átak í þessum efnum. Fagráð í lífrænum búskap tók þessi mál síð- ar til nánari athugunar og lagði fram samþykkt um áherslusvið og forgangsröðun tilrauna og rann- sókna haustið 1998. Þeirsemeink- um hafa miðlað þekkingu og upp- lýsingum um lífrænan búskap hér- lendis eru lífrænir bændur, Bænda- samtök íslands og Vottunarstofan TÚN. Skemmst er frá að segja að þróunin í eflingu rannsókna, kennslu og leiðbeininga hefur verið Huatakið Jífræn ræktun" í íslensku máli Við ræktum nytjajurtir og búfé og við ræktum landið, en við ræktum ekki kjöt, mjólk, mat, matvæli og vörur. Rétt Lífrænt ræktað grænmeti Lífrænt ræktað kom Lífrænt ræktuð blóm Lífrænt ræktað búfé Lífrænt ræktað tún Rangt Lífrænt ræktaður matur Lífrænt ræktuð matvæli Lífrænt ræktuð mjólk Lífrænt ræktað dilkakjöt í staðinn mætti nota: Lífrænt vottuð matvæli Lífrænt framleidd mjólk Lífrænt framleitt dilkakjöt Lífræn mjólk Lífrænt kjöt. FR6VR 1/2001 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.