Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 42

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 42
ar til landsins sumarið 1896. Ruddu þær sér fljótt til rúms. Erum við þá komin til þess tíma er Sig- urður Sigurðsson búfræðingur frá Langholti í Flóa leggur af stað í náms- og kynnisferð sína til Norð- urlanda, í þeim tilgangi einkum að kynna sér nýjar aðferðir við mjólk- urmeðferð og -vinnslu. Þáttur Sigurðar Sigurðssonar ráðunautar Sigurður Sigurðsson réðist sem ráðunautur til Búnaðarfélags Suð- uramtsins 1892 og starfaði hjá því næstu sumur. Fór hann víða. Arið 1897 skárust leiðir hans og Agústs í Birtingaholti sem fyrr var nefnd- ur. Agúst færði smjörsölu Dana til Englands í tal við Sigurð. Sigurður taldi þörf á að gera tilraun í þessu efni og bar erindið upp við stjóm Búnaðarfélags Suðuramtsins. Ekki voru allir trúaðir á tilraunina; töldu að fyrri tilraunir til umbóta í mjólk- urvinnslu gæfu ekki tilefni til bjart- sýni. Það varð þó úr að Búnaðarfé- lagið veitti Sigurði nokkurn fjár- styrk og utan hélt hann til náms- og kynnisdvalar haustið 1897. Næsta vetur dvaldist hann á Jótlandi en síðara árið í Noregi. Sigurður kynnti sér mjólkuriðn- aðinn sérstaklega. Heim kominn ritaði hann rækilega fræðslu- og hvatningargrein um þau mál í Bún- aðarrit. í niðurlagi hennar segir m.a.: „...Astand lcindbúnciðcirins er þannig nú, að það verður cið gjörci eitthvað til þess að hjálpa því við, og það er sannfæring mín, að mjólkurbúin sjeu eitt af því, og eitt það fyrsta og helzta, er geti bjarg- að honum og hafið hann upp... Verði það eigi gjört, hafa menn þar með kveðið upp dauðadóm yfir landbúnaðinum á Islandi og ís- lenzku þjóðerni... “ í greininni kynnti Sigurður hug- myndir sínar um eflingu mjólkur- iðnaðar á Islandi. Mikilvægt atriði þeirra var það að samhliða stofnun mjólkurbúanna „...efekki á undan “ yrði að koma „verkleg kennslu- Sigurður Sigurðsson ráðunautur frá Langholti í Flóa var helsti forvígismað- ur íslensku rjómabúanna. stofnun í meðferð mjólkur, smjör- ogostagerð". Benti Sigurður á að kennslustofnun þessi gæti verið í sambandi við einhvern búnaðar- skólann, ellegar þá sem sérstakur skóli. „77/ cið byrja með “, skrifaði Sigurður, „hygg jeg bezt cið komið vœri d fót kennslu í þessari grein við búnaðarskólann cí Hvanneyri, og cið fenginn sje maður, lielzt frá Jótlandi, sem vel er að sjer í öllu verklegu, sem lýtur að smjör og Hans Grönfeldt Jepsen mjólkurfræði- kennari og skólastjóri, frá 0lgod á Jót- landi. Hjedding-mjólkurbúið var í næsta þorpi svo segja má að Grön- feldt hafi átt rætur sínar við Mekku dönsku mjólkurvinnslunnar. ostagerð, til þess cið annast kennsl- una “. Grein Sigurðar vakti athygli. Agúst í Birtingaholti las m.a. úr henni á fundi í Hruna veturinn 1899-1900 og hvatti mjög til þess að reynt yrði að „gera smjör okkar cið útflutningshæfri vöru í stað sauðanna. “ Fáir reyndust þó til- búnir til þátttöku. Engu að síður tókst Agústi í félagi við fáeina ná- granna að koma mjólkurbúi á fót sumarið 1900. Stóð það að Syðra- Seli í Hrunamannahreppi. Smjörið var selt til Englands. Hvert pund þess skilaði 63 aurum að frádregn- um öllum kostnaði. Tilraunin tókst „...furðuvel og óx mönnum nú liug- ur cið reyna betur, “ skrifaði Agúst. Búið í Syðra-Seli varð fyrsta mjólkurbú landsins. Og lleiri reyndu fyrir sér þetta fyrsta sumar aldarinnar. Frá Hvanneyrarskóla og tveimur öðr- um heimilum í Borgarfirði var sent dálítið af smjöri í reynsluskyni til Englands. A markaðinum ytra reyndist vera helmingsmunur á verðinu sem þar fékkst fyrir smjör- ið, Hvanneyrarsmjörinu í vil. Skriða var að fara af stað. Ymislegt varð til þess að losa um steinana og víkur nú sögunni aftur til sumars- ins 1899. Næstsíðasta sumar aldarinnar gekk í garð. Reyndist erfitt. Var þó ekki á bætandi um árferði til lands- ins. Heyskapur gekk seint í flestum sveitum sakir votviðra. Þingmenn riðu til Alþingis. ... og Alþingi hreyfði við mjólkurmálinu 1899 Hræringar í samfélaginu leita gjarnan inn á löggjafarsamkund- una. Þannig fór líka sumarið 1899. Sunnan af Álftanesi reið þingmað- ur Dalamanna, séra Jens Pálsson prestur í Görðum. Á Alþingi lagði hann fram frumvarp til laga um verðlaun fyrir sölu á útfluttu ís- lensku smjöri. Þingið kaus nefnd til þess að íhuga frumvarpið. I nefndinni áttu sæti, auk flutnings- manns, þeir Pétur Jónsson á Gaut- 38 - FR€VR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.