Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 11
Vallarfoxgras er grasið mitt, 1. Tegundarlýsing Inngangur Ef ég ætti að nefna einhveija upp- áhaldsfóðurjurt úr okkar fátæku nytjaflóru kemur vallarfoxgras fyrst upp í hugann. Vallarfoxgrasið átti lengi erfitt uppdráttar hér á landi þrátt fyrir að frá upphafi hafi enginn efast um ágæti þess sem fóðuijurtar. Margt varð til þess að það var ekki metið að verðleikum. Með aukinni ræktunarmenningu og þekkingu á þessu undragrasi er orðin breyting á því. Sífellt fleiri bændur, aðallega kúabændur, hafa áttað sig á því að vallarfoxgrasið er það besta sem hægt er að bjóða vambsíðum íslenskum kúm og öðmm búpeningi sem skila eiga einhveijum afurðum af gróffóðri. í þessum pistli ætla ég að lýsa þessari merkis grastegund, fjalla um uppmna hennar, eiginleika og endingu. I næstu tveimur pistlum mun ég síðan taka fyrir hvemig standa beri að verkun, fóðmn og ræktun hennar. Tegundarlýsing Vallarfoxgras er fjölær lausþýfm og upprétt grastegund sem auðveld- lega getur náð yfir eins metra hæð í fijósömu landi. Það myndar engar jarðrenglur og dreifir sér þess vegna eingöngu með fræjum. Þetta veldur því að grassvörður verður frekar opinn fyrir skriðulum ásæknum gras- tegundum. Vallarfoxgras hefur mörg tegundaeinkenni sem gerir það einstakt meðal grasa sem vaxa á íslandi og þó að víðar væri leitað. Til dæmis er neðsti stöngulliðurinn af- ar sérstakur. Hann liggur þétt við jarðvegsyfirborðið, er áberandi þrútinn og nefnist laukur (7. mynd). Þóroddur Sveinsson Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Laukurinn geymir sykmforða og gegnir mikilvægu hlutverki í vetr- arþoli og endurvexti plöntunnar eftir slátt eða beit (McElroy & Kunelius 1995). Hver laukur og rætumar sem tengjast honum em skammlíf, í mesta lagi vetrareinær. Upp af hverjum lauki vex í fyllingu tímans upréttur blómstöngull. Eftir að blómvísamyndun er farin af stað og fullkomnuð, eða plantan slegin, drepst laukurinn og rætumar, en hliðarbrum mynda nýjar kfónaðar geldplöntur (afkvæmi). Ef vallar- foxgras er slegið þegar stöngullinn hefur teygt sig yfir sláttuhæð, þarf plantan að ræsa hliðarbrum og mynda nýtt rótarkerfi áður en fullur blaðvöxtur hefst aftur. Hér á landi er þetta aðalástæðan fyrir litlum endurvexti vallarfoxgrass fyrst eftir slátt. Rætur vallarfoxgrassins leita ekki djúpt og um 80% rótarkerfisins er í efstu 5 sm jarð- vegsins. Þess vegna er vallarfoxgras viðkvæmt fyrir miklum þurrki eftir slátt (McElroy & Kunelius 1995). Á Norðurlandi og víðar em dæmi um að þurrkar hafi nán- ast stöðvað allan endurvöxt. Laufblöðin eru grágræn til græn á litinn, upprétt, 1. mynd. Laukar hluti breið, mjúk, flöt og oft snúin. Þau eru hárlaus fyrir utan stök örsmá hár á blaðröndum. Slíður- himnan (2. mynd) sem skilur að blað og stöng- 2- mynd- ul er sljó, skörðótt og um 6 mm löng. Blómvísaræsing í vaxtarbmmum vallarfoxgrass, sem er fyrirboði stöngul- og axmyndunar, er háð daglengd að vorinu (McElroy & Kunelius 1995). Lágmarksdag- lengd fyrir blómvísamyndun er lengst í norðlægustu afbrigðunum eins og þeim sem að ræktuð eru hér á landi. Blómvísaræsing innan sama afbrigðis og stöng- ulmyndunin sem fylgir í kjölfarið er mjög sam- stillt í tíma og árviss. Þetta er ástæða þess að efnastyrkur og meltan- leiki vallarfoxgrass fellur hraðar en í öðmm gras- tegundum. Stönglarnir, sem bera öxin geta teygt ‘‘ sig hátt á loft og verða fljótt efnismesta einstaka líffæri plöntunnar ofan- jarðar. Axpunturinn er þéttur sívalingur, 5-12 sm °g 6 " 1° 3. mynd. mm breiður, og snarp- Axpuntur ur átöku vegna stuttra, fblóma stinnra brodda á ax- ögnunum (3. mynd). Hvert smá- blóm (4. mynd) er fest á stöngulinn með um eins milli- metra löngum stilki. Vallarfox-_ gras er tvíkynja a i og getur verið I ' bæði víxl- og íj sjálffrjóvga (sjá 4 mynd Axögn v e t s í ð u smáblóm og gras- http://biodiver- aldin FrGVR 1/2001 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.