Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2001, Page 21

Freyr - 01.02.2001, Page 21
Stefnubreyting í þýskum landbúnaði Ríkisstjórn Þýskalands hefur ákveðið að breyta landbúnaðar- stefnu sinni í grundvallaratriðum. I framtíðinni verður lögð áhersla á lífrænan og vistvænan landbúnað. Vegna þrýstings í kjölfar þess að kúariða kom upp í Þýskalandi neyddust bæði landbúnaðarráð- herrann, Karl-Heinz Funke, og heilbrigðisráðherrann, Renate Kún- ast, til að segja af sér. Ríkisstjóm- in hyggst vinna aftur traust neyt- enda á þýskum matvælum, en það er erfitt verk eins og nú er komið, þar sem jafnt og þétt berast fregnir af nýjum kúariðutilfellum og því er spáð að miðað við fjölda þeirra að undanfömu geti þau orðið allt að 500 á árinu. Hingað til hafa land- búnaðarráðherrar í Þýskalandi komið frá landbúnaðinum en nú skipar embættið kona úr Flokki græningja sem segist ekkert þekkja til landbúnaðar sem atvinnuvegar en hefur það að meginstefnumáli að vemda neytendur fyrir óhollum matvælum. Nú er tekin stefnan á lífrænan landbúnað, að vísu ekki á einni nóttu, en eins hratt og kostur er. Kjörorðið er að neytendur geti krafist þess að frá landbúnaðinum komi hollar vömr. Akveðið er að verja 500 milljón mörkum til að byggja upp lífrænan landbúnað til að leysa hefðbundinn landbúnað af hólmi. Þar með ættu hlutfall líf- rænna bújarða að aukast frá 2% allra býla í 20% árið 2010 sem þýðir jafnframt það snúið er baki við núverandi „verksmiðjufram- leiðslu“ á ódýram búvörum. En jafnvel fólk sem starfar innan lífræns landbúnaðar efast um að þessar áætlanir séu raunhæfar og benda á að það sé mikið átak að breyta yfir í lífrænan rekstur. Þetta er m.a. skoðun sérffæðinga og ráðu- nauta Eco Region, rannsóknar- og leiðbeiningamiðstöðvar í lífrænum landbúnaði en þeir telja raunhæfara að stefna að því að árið 2010 verði lífræn býli 10% allra þýskra býla. Þýskir búnaðarhagfræðingar vara einnig við þessum hugmyndum. í sameiginlegri ályktun 42 sér- fræðinga við búnaðarhagfræðideild Háskólans í Göttingen er því hald- ið fram að lífrænn búskapur hafi sáralítil áhrif í þá átt að vemda neytendur. Orsök kúariðunnar liggur ekki í hefðbundnum land- búnaði heldur liggur sökin hjá stjórnvöldum. Hagfræðingarnar ásaka ríkisstjómina fyrir að hafa ekki áttað sig í tæka tíð á þessu vandamáli sem sjá mátti fyrir og að eftirlit hafi verið vanrækt. Þeir benda jafnframt á að unnt sé að auka lífrænan landbúnað ef neyt- endur óska þess. Hins vegar megi nýta ótvíræða kosti lífræns land- búnaðar í hefðbundnum landbúnaði á mun ódýrari hátt. Einhliða stuðn- ingur við lífrænan landbúnað getur spillt samkeppnisstöðu hans og leitt til þess að býlin verði varanlega háð opinbemm styrkjum. Þýskur Frh. á bls. 21 Garðar á Möðruvöllum Enda þótt næringarstandið virðist í flestum tilvikum vera ákvarðandi um hlutdeild fífla virðist fleira koma til. Sums staðar eru fíflar ráð- andi í landi sem fær lítinn eða eng- an áburð. Þetta á til dæmis við um kirkjugarðinn á Möðruvöllum, þar sem aldrei er borinn áburður og allt hey er flutt burt eftir slátt. Einnig em fíflar víða til vandræða í görð- um umhverfis íbúðarhús. Þess vegna vom haustið 2000 tekin jarð- vegssýni í kirkjugarðinum á Möðruvöllum og einnig úr túnbletti við íbúðarhús tilraunastjórans, en á báðum þessum svæðum er talsvert af túnfífli. Niðurstöðumar eru eftirfarandi (tafla 5). í báðum tilvikum er næringar- ástand gott, en þó er P-tala kirkju- garðsins mjög lág, en þess ber að geta að þar er svörður fremur opinn vegna skyggingar frá trjágróðri. Sýnir þetta að fíflar geta náð sér upp enda þótt P-talan sé lág. Lokaorð Niðurstöður þessara litlu könn- unar virðast í megindráttum hníga í þá átt að túnfífill sé sækinn í tún í mjög góðu næringarástandi þar sem efnamagn og sýrustig er hátt. Einkum virðist þessi tegund sækin í tún með hátt kalímagn, en einnig virðist há Ca-tala (og hátt sýmstig) ráða einhverju. Er þetta í samræmi við fyrrgreindar erlendar niðurstöð- ur. En aðrir þættir virðast einnig ráða útbreiðslu túnfífils í túnum. Ef svörður er opinn til dæmis eftir tví- slátt og mikla beit hefur fræið góða möguleika á að ná fótfestu. Það er því hugsanlegt að sláttunánd og sláttufjöldi geti átt þátt í útbreiðslu túnfífils í túnum á Islandi. í upphafi var spurt hvort halda mætti túnfífli í skefjum með áburðargjöf. Spurningunni er hér svarað játandi. í flestum tilvikum virðist mega draga úr K-áburði í fíflatúnum og þar ætti heldur ekki að kalka eða bera á kalkríkan áburð. Heimildarrit Annie Simon Moffat, 1999. New, nonchemical pest control proposed. Science, 284, 1249-1250. Elizabeth A. Tilman, David Tilman, Michel J Crawley & A. E. Johnston, 1999. Bilogical weed control via nutrient competition: Potassium limita- tion of Dandelion. Ecological Applica- tions, 9, 103-111. FR€VR 1/2001 - 17

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.