Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.2001, Side 41

Freyr - 01.02.2001, Side 41
áleit hann það hina mestu nauðsyn fyrir búmenn á Islandi og búkon- ur, að læra meðferð á mjólkinni, og einkum tilbúning á smjöri og ost- um, því þar undir er kominn allur sá ábati, sem menn hafa af góðu búi... Þegar Jón Sigurðsson skrif- aði þetta voru liðlega 80 ár liðin síðan Olavíus skrifaði Fáeinar Skiringar greinir um Smiör og Ostabúnad á Islandi. Þær má telja upphaf skipulegrar fræðslu um mjólkurvinnslu hérlendis - auk þess að vera eitt fyrsta rit sinnar tegundar á Norðurlandamálum. Hugmynd Olavíusar var að smjörið gæti orðið útflutningsvara. A síðasta fjórðungi 19. aldar veitti Landshöfðingi í samráði við amtsráðin nokkrum stúlkum styrk til mjólkurfræðináms, stúlkum sem síðan leiðbeindu um mjólkur- meðferð. Tómás Helgason hefur haft upp á nöfnum 13 stúlkna sem héldu til mjólkurfræðináms í Dan- mörku. Þótti reynsla vera góð af þessu starfi en hallærið 1881-1887 mun hafa dregið úr því að fram- faraviðleitninni yxi nægur fiskur um hrygg. Sveinn búfræð- ingur Sveinsson var líka áhugasamur um eflingu mjólk- urvinnslu. Taldi hann góða mögu- leika á smjörút- flutningi ef menn minnkuðu eigin smjörneyslu og lærðu góða meðferð mjólkurvöru. Að lokinni fyrstu ferð sinni um Suðuramt- ið skrifaði hann m.a. „... að osta- gjörð kunni menn yfirhöfuð nœsta lít- ið, og að kœla mjólk í vatni sje óþekkt og óreynt hjer á landi og vœri því nauð- synlegt, að reyna þá aðferð við sauða- mjólk vora... “ Mjólkin á bæjunum A bæjunum var rjóminn unnin úr mjólkinni, bæði kúamjólk og sauðamjólk. Mesta magnið var því bundið fráfærutímanum. Dæmi voru um allt að 100 ær í kvíum. Á Stóra-Kroppi voru til að mynda 50- 60 ær í kvíum. Var það tveggja stúlkna verk að annast um mjaltir og rjómavinnsluna með hjálp hús- freyju. Á árunum 1903-1904 var þar hætt „að renna trogum, sem kallað var“ og tekið að nota skil- vindur við mjólkurvinnslu á bæjun- um. Gömlu aðferðinni lýsti Þor- steinn Kristleifsson frá Gullbera- stöðum svo: ....„Fyrst eftir að e'g man til, þá var mjólkin sett í trog og byttur, og þá oft höfð í útihúsum á sumrin, þegar engar skepnur voru inni. A Stóra-Kroppi var hjallur og þar var mjólkin sett í trog og byttur og látin standa þar. Hún þurfti að standa að minnsta kosti dœgui: Þegar rjóminn var allur kominn of- an á var farið að renna. A byttun- um var tappi niður við botn, og þegar farið var að renna byttunum þá var tappinn tekinn úr og undan- rennan hossaði sérfyrst niður. Svo þurfti að setja tappann í um leið og rjóminn var orðinn nokkurn veginn einráður í byttunni. En þegar rennt var úr trogum var lófum settur við eitt homið og látið hallast undan, svo kom allur rjóminn í lófann. - Það var óhemju vinna að þvo þessi ílát; það var eins gott að hafa góða lœki nœrri, enda var það stór- galli á heimilum, efekki var bœjar- lœkur nœrri“.... Mjaltimar voru kvenmannsverk. Á þessum árum þótti það „...hálfgerð hneisa fyrir stráka að lœra að mjólka.... og óvirðing til dœmis að beygja sig undir kú “, svo notuð séu orð Þorsteins Kristleifs- sonar. Það var svo um miðjan síðasta áratug 19. aldarinnar að búverk þessi tóku að breytast. Mjólkur- vinnsluvélar fóru að berast til landsins, svo sem strokkvélar og skilvindur. Fram undir þetta höfðu þær verið stórar og dýrar og því að- eins við hæfi getumeiri búa. Nú voru þær einnig fáanlegar hand- knúnar og á verði sem fleiri réðu við. Fyrstu skilvindumar voru flutt- Á tveimur síðustu áratugum 19. aldar mótuðu Danir mjólkuriðnað sinn: tæknivædd bú rekin á grundvelli samvinnufélaga. Hjedding-mjólkurbúið á Vestur-Jótlandi var það fyrsta en það hóf starf sumarið 1882. Myndin er eftir málverki R. Christiansen. pR€VR 1/2001 - 37

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.