Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 40

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 40
Gamla aðferðin við vinnslu mjóikurinnar var vinnufrek og víða setti húsakostur- inn hreinlætinu þröngar skorður. Það hafði sín áhrif á gæði afurðanna. Búrmynd þessi er eftir Ríkarð Jónsson. griparæktin efldist til mikilla muna. Tækni í mjólkurvinnslu og vöru- þróun fleygði hratt fram; verslunar- háttum einnig. Mjólkurafurðir urðu stórútflutningur og Danir komust í fremstu röð þjóða á þessu sviði. ... og þær rtáðu til íslands Um aldir hafði búvöruframleiðsl- an á Islandi fyrst og fremst þjónað þörf hvers heimilis. Verslun með búvörur var takmörkuð og útflutn- ingur á þeim einnig. En heimshrær- inganna gætti um síðir hérlendis. Sauðasalan til Bretlands hófst um 1865 og náði hámarki á árunum 1884-1890. Peningar streymdu til landsins og örvuðu önnur viðskipti. En árið 1896 var sett innflutnings- bann á lifandi sauðfé í Bretlandi. Kjötmarkaðurinn var þröngur. ís- lenska saltkjötið var lítt vönduð vara, salan í viðskiptalöndunum treg og verðið þar lágt. Þungt varð fyrir fæti hjá mörgum bændum. Einn þeirra, Agúst Helgason í Birt- ingaholti, lýsti ástandinu m.a. svo: „... flestir bœndur á Suðurlandi urðu þá að leggja í mikinn kostnað við endurbyggingar bœja og húsa eftir jarðskjálftana miklu 1896. A erfiðleikana jók það einnig, að tvö til þrjú síðustu sumur aldarinnar voru mjög óþurrkasöm, svo hey, einkum töður, hröktust mjög. Efna- hag bœnda hrakaði ákaflega á þeim árum... “ „Maður frétti af glæsilegum bú- skap hjá Dönurn. Þeir seldu ógrynni af smjöri og ostum á háu verði til Englands... “, skrifaði Ágúst ennfremur og spurði síðan: „ Var þetta ekki einnig fær leið fyrir okkur smábœnduma ? “ Og fleiri sáu möguleika í mjólk- urvinnslu. Vorið 1898 skrifaði Stefán B. Jónsson greinaflokk um nautgriparækt og smjörgerð sem birtist í blaðinu Þjóðólfi. Stefán hafði þá um hríð dvalist í Winnipeg og kynnst ýmsum nýjungum þar. í greinaflokknum hvatti hann > mjög til eflingar á nautgriparækt, m.a. með því að hefja vélvædda smjör- gerð með útflutning í huga. Taldi hann nauðsynlegt að koma upp „smjörgerðarvélum “ (separators); þannig mætti fá meira og verðmæt- ara smjör en með undanrenning- unni sem var hin gamla vinnuað- ferð. Stefán taldi að „víða hvar á íslandi [mættij hreyfa þessa vél ásamt strokknum með vatnsafli í smáám og lœkjum...“. Með kostn- aðaráætlun sýndi hann fram á að nautgriparæktin væri arðsamari en sauðfjárræktin. Hvatti hann til þess að landssjóður veitti einstaklingum og sýslufélögum lán með góðum kjörum til að „leggja kapp á naut- griparækt og smjörgerð“; íslensk- um bændum lægi meira á því en nokkru öðru. Á þessum árum gerðu nokkrir bændur tilraun með útflutning á smjöri með góðum árangri þótt ekki væri um mikið magn að ræða. Margt tók nú að gerast. En áður en við rekjum þann þráð lengra skul- um við líta ögn til baka; íslenska smjörið hafði nefnilega áður verið selt. Fyrri tiiraunir til eflingar smjörvinnslu á íslandi Fyrr á tíð var mjólkin ein verð- mætasta afurð landsmanna; mikil- vægur hluti daglegrar fæðu og smjör úr henni var gjaldmiðill leigu íyrir land sem allur þorri þjóðarinnar byggði afkomu sína á. Birgðir land- eigenda af súrsuðu smjöri vom sem bankainnistæður nútímans. Súrsað gat smjörið geymst um árabil. Talið er t.d. að árið 1699 hafi leigusmjör biskupsstólanna tveggja, Skálholts og Hóla, numið 28,6 tonnum. Þótt mest af smjörinu væri notað innanlands komu þau tímabil að töluvert af því var flutt út. I ritinu Lítil varm'ngsbók handa bændum og búmönnum á Islandi, er út kom árið 1861, getur Jón Sigurðsson t.d. um 636 smjörtunna útflutning árið 1624. Liðugri öld síðar nam út- flutningurinn aðeins fáeinum tug- um smjörtunna. Jón taldi góðar lík- ur á að smjörið gæti orðið hinn besti vamingur til útflutnings enda væri það vel verkað. I því skyni 36 - FR6VR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.