Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Síða 34

Freyr - 01.02.2001, Síða 34
hvað Island varðar. Rétt er að und- irstrika, til að fyrirbyggja misskiln- ing, að samningurinn verður áfram í fullu gildi og myndar hann þannig áframhaldandi grundvöll fyrir stöð- ugleika í landbúnaðarviðskiptum og frekari samningaviðræður. Hins vegar verða aðildarríki ekki krafin um aukin markaðsaðgang umfram þann sem gildir í dag eða lækkun styrkja til landbúnaðar fyrr en um slíkt verður samið í framtíðinni. Það fyrirkomulag sem Island viðhefur um markaðsaðgang er nokkuð opið og er innflutningur til- tölulega fárra vörutegunda háður stýringu eða magntakmörkunum. Af þeim vörum sem falla undir ríkjandi aðgang eru það einungis blóm og grænmeti sem falla að kvótastjómun en tollar em þá mis- háir eftir árstíðum og framboði inn- anlands. Innflutningsmagn annarra vara er falla undir ríkjandi aðgang ræðst alfarið af eftirspum en raun- tollar eru fastir árið um kring. Annað gildir um lágmarksað- gang, en þar falla undir ferskar og unnar kjötvömr, egg, smjör og ost- ur. Það magn sem um ræðir nú á síðasta framkvæmdarári er 95 tonn fyrir nautakjöt, 345 tonn fyrir kindakjöt, 59 tonn fyrir alifugla- kjöt, 64 tonn fyrir svínakjöt, 86 tonn fyrir unnið kjöt, 53 tonn fyrir smjör og 119 tonn fyrir osta. Markaðsaðgangstækifærið er veitt með þeim hætti að tollkvótar eru auglýstir til umsóknar. Ef eftir- spum eftir kvótum er meiri en það magn sem til úthlutunar er ræðst út- hlutunin af tilboðum sem aflað er eftir útboði. Skuldbindingaskrá ís- lands kveður á um að tollar á vömr innan lágmarksaðgangs skuli vera 32% af þeirri tollabindingu sem gildir um viðkomandi vömr. Frá því skuldbindingamar tóku gildi hefur innflutningur á fersku kjöti verið fremur takmarkaður, jafnvel enginn. Það skýrist ekki síst af þeim ströngu heilbrigðis- kröfum sem gerðar eru hérlendis, en tollar hafa einnig haft sín áhrif á áhuga innflytjenda í ljósi þess að verð á íslenskum kjötvömm hefur lækkað nokkuð frá viðmiðunar- tímabili landbúnaðarsamningsins. Takmörkuð nýting á tollkvótum undir lágmarksaðgangi er algeng- asta og harðasta gagnrýni sem ís- land verður fyrir á vettvangi land- búnaðarnefndarinnar. Tollkvóti fyrir smjör hefur verið auglýstur ár- lega en enginn innflutningur hefur átt sér stað. Töluverður áhugi hefur verið fyrir innflutningi á ostum og hefur sá tollkvóti verið ágætlega nýttur. Hvað varðar egg hefur toll- kvótinn oftar en ekki verið nýttur að fullu. ísland hefur ennfremur verið gagnrýnt innan landbúnaðamefnd- arinnar fyrir að beita útboðum og árstíðabundnum kvótum. Skoðanir eru skiptar innan WTO um hvort útboð samræmist reglum stofnun- arinnar og er hér um framtíðarúr- lausnarefni að ræða. Nýting árs- tíðabundinna kvóta hérlendis hefur verið ágæt í áranna rás og hefur málflutningur íslands því miðast við að samningsbundin markaðsað- gangstækifæri hafí verið veitt í öll- um tilfellum. Markaðstmflandi stuðningur við íslenskan landbúnað dróst töluvert saman á fyrstu árum tíunda áratug- arins í samanburði við viðmiðunar- ár landbúnaðarsamningsins, svo mikið að þegar WTO var stofnsett uppfyllti ísland skuldbindingar sín- ar um innanlandsstuðning án sér- stakra aðgerða. Það sama hefur gilt á framkvæmdartímabili samnings- ins, ef frá er talinn sá vandi sem verðbólga og gengisþróun hafa skapað gagnvart skuldbindingar- stigi íslands. Til að fara ekki yfír leyfilegan heildarstuðning hefur Is- land þurft að grípa til þess ráðs að draga verðbólguþáttinn frá í til- kynningum sínum, en sú ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni þó hún njóti stuðnings meðal annarra ríkja í svipaðri stöðu. Stuðningur við mjólkurframleið- endur er langfyrirferðarmesti þátt- urinn í framleiðslutengdum stuðn- ingi Islands. Beingreiðslur til sauðfjárbænda hafa verið taldar fram sem grænar stuðningsaðgerðir og varðar gagnrýni sem slíkar af hálfu íslands, en skiptar skoðanir hafa verið um mikilvægi þeirrar framleiðslutengingar sem fyrir hendi er í formi greiðslumarks og sauðfjáreignar. Ekki hefur reynst erfitt fyrir Is- land að uppfylla skuldbindingar, sínar hvað útflutningsstyrki varðar enda hafa beinar útflutningsbætur ekki verið greiddar í nokkur ár. Túlkun og framkvæmd Islands á samningi WTO um beitingu ráð- stafana um hollustuhætti og heil- brigði dýra og plantna er sú strang- asta sem fram hefur komið á vett- vangi WTO. Innflutningur á þeim vörum, sem lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og vamir gegn þeim taka til, er bannaður þar til hann kann að vera leyfður að því skilyrði uppfylltu að sannað þyki að innflutt vara beri ekki með sér smitefni er valda dýrasjúkdómum. Ófrávíkj- anlegt bann stenst ekki samnings- skuldbindingar Islands og er því mikilvægt að sú leið, sem hér hefur verið valin, virði viðkomandi ákvæði WTO-samninganna og sýni að innflutningur geti átt sér stað og að vísindaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Helst hefur það ver- ið innan landbúnaðamefndarinnar að athugasemdir hafa verið gerðar við strangar kröfur íslands, sem birtast þar í takmarkaðri nýtingu sumra tollkvóta. I málflutningi Is- lands hefur m.a. verið bent á að hérlendar reglur taki mið af vís- indalegum sönnunargögnum og afbragðsgóðri sjúkdómastöðu bú- stofna sem á rætur að rekja til alda- langrar einangrunar landsins. Áframhald umbótaferlisins og áherslur íslands í 20. gr. landbúnaðarsamningsins er að finna ákvæði um áframhald umbótaferlisins, þ.e.a.s. frekari samningaviðræður sem ætlað er að nálgast fyrrgreind langtímamark- mið landbúnaðarsamningsins um að draga verulega úr stuðningi og 30 - pR€VR 1/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.