Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 22

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 22
Gildi áburðar við skógrækt Inngangur Rannsóknir á áburðargjöf eiga sér langa hefð í landbúnaði, sér í lagi áburðargjöf á tún. Þessar rann- sóknir hafa sýnt að með réttri áburðargjöf má margfalda upp- skeru á túnum. Litlar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á áburðargjöf við gróðursetningu trjáplantna og notkun áburðar í skógrækt ekki verið almenn. Flestir sem eitthvert vit hafa á ræktun vita þó að trjáplöntur hafa svipaðar þarfir og aðrar plöntur, þ.e. þurfa vatn og næringu og því ætti það að vera augljóst að rétt áburðargjöf eykur vöxt. Það er fyrst á síðustu árum að rannsóknir á áburðargjöf í skógrækt hafa tekið fjörkipp og þessar rannsóknir eru nú famar að skila dýrmætum niðurstöðum. Nið- urstöður úr þessum rannsóknum vom kynntar á námskeiði á Hvann- eyri í ágúst síðastliðnum en það var haldið í tengslum við aðalfund Fé- lags skógareigenda. I þessari grein verða rannsóknirnar kynntar og sýnd nokkur dæmi af niðurstöðum rannsóknanna. Áburðartilraunir Þær rannsóknir sem hér um ræðir eru byggðar á áburðartilraunum sem gerðar hafa verið á mismun- andi landgerðum og með mismun- andi trjátegundum. Fyrstu tilraun- imar hófust árið 1995 á þremur stöðum á Suðurlandi og þar vom prófuð, í ýmsum hlutföllum, auð- leyst köfnunarefni, fosfór og kalí og einnig blákom, kalk og sein- leystur áburður (Hreinn Óskarsson o.fl. 1997). I framhaldi af þessum tilraunum voru gerðar nýjar tilraunir árið 1997 þar sem nokkrar tegundir seinleysts áburðar vom prófaðar, ásamt fiskimjöli og húsdýraáburði, Hreinn Óskarsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríksins, Mógilsá og voru þessar tilraunir gerðar víða um land. I þessum tilraunum voru prófaðar ólíkar dreifingaraðferðir áburðar, auk þess sem reynd var sáning lúpínu í kring um plöntur en eins og kunnugt er em örverur á rótum lúpína sem vinna köfnunar- efni beint úr andrúmslofti. I þess- um tilraunum voru sitkagreni, birki, rússalerki og stafafura (Hreinn Óskarsson o.fl. 1998). Árið 1998 vom einnig gerðar til- raunir á þremur stöðum á landinu og þar vom prófuð mismunandi hlutföll og skammtar af köfnunar- efni og fosfór á birki. Samhliða þessum tilraunum hófust tilraunir þar sem mismunandi tímasetning áburðargjafar var prófuð, þ.e. reynt að svara spumingunni hvenær best væri að bera á plöntur sem gróður- settar eru snemma sumars. Á myndinni sjást birkiplöntur sem grafnar voru upp á Markarfljótsaurum úr áburðartilraun frá 1998. Plönturnar voru gróðursettar á sama tíma þ.e. 20. júní 1998 og grafnar upp í ágúst 2000. Sú til hægri fékk stóran köfnunarefnis- skammt ásamt fosfati við gróðursetningu, en sú til vinstri fékk aldrei áburð. 18 - FR€YR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.