Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 13
5. mynd. Frumvöxtur nokkurra grastegunda í samanburði við valiarfoxgras á Korpu sumarið 1997. Frumvöxturinn er mældursem uppskera þurrefnis afstofn- um sem reynst hafa vel á íslandi. (Byggt á Jarðræktarskýrslu RALA 1997). þó vikið fyrir nýjum afbrigðum af fjölæru rýgresi þar sem ekki reynir um of á vetrarþol. Vallarfoxgras er einnig ræktað syðst í Suður- Ameríku, Ástralíu og víðar. í bók Nicolai Mohr, „Forspg til en Islansk Naturhistorie“ (1786) segir: „Phleum pratense, findes al- mindelig hvor der er fed og Ips jord“ (Vallarfoxgras er algengt í frjósömum og myldnum jarðvegi). Telja verður næsta víst að Mohr fari þama tegundavillt. Mun lík- legra er að hann hafi fundið á þess- um stöðum háliðagras en hann get- ur þess hvergi, einungis knjáliða- grass sem hann segir algengt tún- gras á Islandi. Guðmundur Hjaltason skrifaði ferðasögu sína til Danmerkur 1877 - 1881 í Norðanfara árið 1881. Þar segir: „Hér er sáð...rottuhala (phleum pratense) hann hef eg að eins séð á Barkarstöðum í Fljóts- hlíð.“ Hugsanlega er þetta fyrsta heimildin sem staðsetur fyrir víst vallarfoxgras á íslandi. Eldri heim- ildir nefna vissulega foxgrös eins og þau væru hluti af íslensku flór- unni, en hugsanlega er þó aðallega verið að vísa á fjallafoxgras. Sveinn búfræðingur Sveinsson skrifar árið 1877 í Andvara að inn- flutt vallarfoxgras (og rýgresi) gæti hentað ágætlega í sáðblöndur með innlendu grasfræi í sáðsléttur. Enn var þó bið á því að vallarfoxgras yrði prófað með eftirminnilegum árangri. Vallarfoxgras er fyrst reynt í tilraunum á Hvítárvöllum árið 1898, í Gróðrastöðinni á Akureyri 1904 og í Reykjavík 1908 og fær það góða til ágætis einkun (Sturla Friðriksson 1956). í Flóm íslands (Stefán Stefáns- son 1901) er vallarfoxgras sagt sjaldgæft en finnist í túnum í flest- um landshlutum. Þrátt fyrir það að vallarfoxgras hafi ávallt verið talið gott fóðurgras verður það ekki eftirsótt fyrr en á síðari hluta 20. aldar í kjölfar aukinnar ræktunar- getu og nýrra og harðgerðari stofna. Stofninn Engmo norðan úr Troms í Noregi, sem kom á markað upp úr 1950, skipti þama sköpum. í viðamikilli úttekt sem gerð var á gróðurfari íslenskra túna á síðasta áratug kom í ljós að vallarfoxgras er þriðja algengasta túngrasið í ís- lenskum túnum, hvort heldur litið sé á tíðni eða þekjuhlutdeild þess. Hlutdeild og tíðni vallarfoxgrass er þó afar breytileg eftir svæðum, rakastigi, kaltíðni, aldri og hæð túna yfir sjó. Mest er af því í Aust- ur-Skaftafellssýslu og minnst á Austurlandi (Guðni Þorvaldsson 1994). Vöxtur og þroski Vöxtur og þroski vallarfoxgrass er í mörgu frábmgðinn öðmm grös- um eins og kemur fram á 5. mynd. Vallarfoxgrasið er seinast allra tún- grasa að taka út þroska og útskýrir það, ásamt uppréttum vexti, af hverju það er uppskemmeira en aðrar tegundir. Þær tegundir, sem eru næstar því í þroska, eru língresi og snarrót sem einnig getur gefið mikla þurrefnisuppskeru. Aðal- sprettutími vallarfoxgrass er fyrri hluta sumarsins og þrátt fyrir sein- an þroska fer vorvöxtur jafn snemma af stað og í öðrum grasteg- undum. Uppskera vallarfoxgrass fer síðan örugglega fram úr öllum öðrum grastegundum. Mælst hefur gríðarlega mikil uppskera í vallar- foxgrasi hér á landi í tilraunum eða um 130 hestburðir (hkg) þurrefnis á ha (t.d. Sturla Friðriksson 1960). Algengara er þó að sjá tölur á bil- inu 60 - 90 hestburði úr tilraunum. Ný tegund gæti þó hugsanlega skákað vallarfoxgrasinu varðandi uppskeru en það er fjölært rýgresi (Hólmgeir Bjömsson 2000). Þar skortir þó enn töluvert á vetraþolið til þess að það verði samkeppnis- hæft við vallarfoxgrasið, a.m.k. í flestum landshlutum. Efnainnihaid Efnainnihald vallarfoxgrass er einnig sérstakt eins og sést þegar það er borið saman við aðrar gras- tegundir. Þetta er dregið fram í töfl- um 1 og 2. I töflu 1 er sýnt fóður- gildi vallarfoxgrass í samanburði við önnur algeng túngrös. Þar kem- ur fram að miðað við sama meltan- leika í góðri töðu (0,80 FEm/kg þe) er hráprótein- og steinefnastyrkur talsvert lægri í vallarfoxgrasi en í öðrum tegundum. Aftur á móti er hrátrénishlutdeild vallarfoxgrassins talsvert hærri en í öðrum grasteg- undum. Hátt trénishlutfall gefur yfirleitt vísbendingar um lágan f R6VR 1/2001 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.