Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.2001, Qupperneq 28

Freyr - 01.02.2001, Qupperneq 28
Búskaparhættir * Lífrænn landbúnaður reglugerð nr. 219/1995 með breytingum nr. 90/1998, nr. 395/1999 og nr. 946/2000 * Vistvænn landbúnaður reglugerð nr. 504/1998 með breytingum nr. 246/1999 og nr. 15/2000 * Almennurlandbúnaður * Verksmiðjubúskapur 'S c M > V2 > a a vc3 iy? mjög hægfara og í litlu samræmi við þær framfarir sem orðið hafa í þessum efnum í flestum nágranna- löndum okkar. Stórfelld fagleg uppbygging í þágu lífræns búskap- ar kemur fram í starfi rannsókna- stofnana og háskóla víða um heim. Til vitnis um þær framfarir var hin glæsilega 13. alþjóðlega vísinda- ráðstefna IFOAM sem haldin var í Basel í Sviss á liðnu sumri. Vís- indamenn eru famir að átta sig á því að neytendur vilja kaupa lífrænt vottaðar vörur í vaxandi mæli en þær þurfa bændur að framleiða með sem hagkvæmustum hætti. Á ferðinni er nýsköpun í anda sjálf- bærrar þróunar og því í takt við tímann. Markaður í vexti Af erlendum vettvangi berast stöðugt fréttir af vaxandi markaði fyrir lífrænar afurðir. Víðast hvar er eftirspurnin meiri en framboðið. Haldnar eru glæsilegar vörusýning- ar, t.d. BIO FACH í Þýskalandi, ár hvert, og þekktar verslanakeðjur taka virkan þátt í dreifingu lífrænna vara af ýmsu tagi. Fjölbreytnin eykst stöðugt og nær nú mun lengra en til matvæla. Þær þjóðir sem lengst er komnar eru með um 10% landbúnaðarframleiðslunnar vott- aða lífræna, t.d. Austurríki, en af Norðurlöndunum eru Svíar og Danir lengst á veg komnir. Island er meðal þeirra landa sem skemmst er komið á þessari braut með tæplega 1% af framleiðslunni (áætlað). Þótt fjölbreytni innlendrar lífrænnar framleiðslu hafi verið að aukast virðist magnaukning hafa verið lítil, miðað við önnur lönd. Vörum- ar þurfa að vera sýnilegri á mark- aðnum, þær eru seldar í tiltölulega fáum verslunum og kynningarstarf er ekki mikið. Þó er vitað að inn- flutningur ýmissa lífrænt vottaðra vömtegunda hefur aukist stórlega, einkum undanfarin tvö ár, sem sýn- ir að markaðurinn hér er í töluverð- um vexti. Því miður em ekki til töluleg gögn um framleiðslu og sölu lífrænna vara, hvorki inn- lendra né innfluttra. Eitt er víst að óhætt er að mæla með aukinni framleiðslu lífræns grænmetis og garðávaxta. Framtíðarhorfur Staða lífrænnar ræktunar hefur styrkst mikið á seinni ámm. Þessir ræktunar- og búskaparhættir hafa öðlast alhliða viðurkenningu og haldi einhverjir að lífrænn búskap- ur sé eingöngu fyrir hippa og sér- vitringa fara þeir villu vegar. Fram- tíðin á alþjóðavettvangi er björt, markaðurinn vísar vegina og neyt- endur ráða ferðinni. Stjórnvöld víða um lönd hvetja til lífrænna bú- skaparhátta, m.a. með aðlögunar- stuðningi. Allt frá 1996 hefur verið reynt að fá slíkan stuðning, þ.e. sambærilegan þeim sem er veittur á hinum Norðurlöndunum en það hefur ekki tekist. Tillaga til þings- ályktunar um það efni liggur nú fyrir Alþingi. Hægt er að fá stuðn- ing til lífrænnar ræktunar skv. bún- aðarlagasamningi en aðeins til eins árs sem nægir ekki til aðlögunar. Hvað markaðinn varðar ætti að hafa í huga að margir þeirra ferða- manna sem koma til landsins, og dveljast hér um lengri eða skemmri tíma, eru vanir að kaupa lífrænar vömr í heimalöndum sínum. Því ættu verslanir og veitingastaðir að nýta slíka möguleika betur en gert er og að sjálfsögðu að kynna betur lífræn matvæli o.fl. fyrir íslenskum neytendum. Þá varpa ég fram þeirri hugmynd að Garðyrkjuskóli ríkis- ins beitti sér fyrir útbreiðslu alhliða lífrænnar ræktunar í görðum þátt- býlisbúa í samvinnu við viðkom- andi sveitarfélög auk þess að stuðla að eflingu þessara búskaparhátta meðal garðyrkjubænda. Víða um land eru sveitarfélög með starfsemi í tengslum við Staðardagskrá 21 um sjálfbæra þróun. Lífræn garð- rækt ætti að vera veigamikill þáttur í því starfi, þar með safnhaugagerð, gjarnan í anda vistmenningar (permaculture). Þar með yrði dreg- ið úr notkun tilbúins áburðar og eit- urefna í þéttbýli þar sem mengun- arhættan er mest, samanber t.d. umræður um Elliðaámar. Lokaorð í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í málefnum lífrænnar ræktun- ar hér á landi tel ég þrennt brýnast á þessu stigi: a) að efla rannsóknir, kennslu og leiðbeiningar b) að veita bændum aðlögunar- stuðning c) að kynna lífrænar vörur betur fyrir neytendum. Hér þurfa greinilega margir að leggja hönd á plóginn, bæði stjóm- völd, félagasamtök og einstakling- ar. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið um frámkvæmd- ir. Við þurfum að taka lífræna rækt- un mun fastari tökum. 24 - pR€VR 1/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.