Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 33

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 33
hefur verið nefnt lágmarksmark- aðsaðgangur. Reiknaður var út sá innanlands- stuðningur, sem hvert aðildarríki veitti að meðaltali á árunum 1986- 1988, og var stuðningurinn svo skilgreindur eftir því hvort hann var talinn markaðstruflandi/fram- leiðsluhvetjandi eða ekki. Aðildar- ríkin skuldbundu sig svo til að lækka markaðstruflandi innan- landsstuðning í jöfnum áföngum, alls um 20% á sex ára fram- kvæmdatímabili landbúnaðarsamn- ingsins. Landbúnaðarsamningurinn gerir skýran greinarmun á mark- aðstruflandi styrkjum eða gulum styrkjum annars vegar og ótengd- um beingreiðslum eða grænum styrkjum hins vegar. Grænn stuðn- ingur skal standast þær kröfur að hafa engin, eða í mesta lagi hverf- andi lítil, áhrif er leiða til röskunar á viðskiptum eða áhrif á fram- leiðslu. Viðkomandi stuðning skal veita skv. opinberri áætlun sem er fjármögnuð af opinberum sjóðum án tilfærslna frá neytendum. Stuðningurinn skal ekki hafa þau áhrif að vera verðstuðningur við framleiðendur. Aætlani, sem fallið geta undir þessi skilyrði, eru m.a. almenn þjónusta við landbúnað og landsbyggð, birgðahald vegna fæðuöryggis, matvælaaðstoð inn- anlands, aðstoð vegna skipulags- breytinga, greiðslur skv. áætlunum um umhverfisvemd eða svæðis- bundna aðstoð og beinar greiðslur til framleiðenda. Ótengdur tekju- stuðningur má ekki tengjast fram- leiðslutegund eða -magni; ljárhæð- ir skulu hvorki tengjast eða byggj- ast á innanlands- eða alþjóðaverði vöru sem er framleidd né tengjast eða byggjast á framleiðsluþáttum; og framleiðsla skal ekki vera skil- yrði fyrir móttöku slíkra greiðslna. Loks undanskilur landbúnaðar- samningurinn beinar greiðslur síiv. framleiðslutakmarkandi áætlunum frá skuldbindingum um lækkun ef slíkar greiðslur miðast við ákveðin svæði og ákveðinn afrakstur, eða ef slíkar greiðslur em inntar af hendi vegna 85% eða minna af gmnn- framleiðslumagni, eða ef greiðslur fyrir búpening fara eftir föstum fjölda dýra (bláar stuðningsaðgerð- ir). Hvað varðar útflutningsstyrki kveður landbúnaðarsamningurinn á um að dregið skuli úr þeim, bæði í formi fjárframlaga og að því er varðar vömmagn. Magn þeirra vara, sem nýtur útflutningsbóta hjá hverju aðildarríki, hefur þannig dregist saman um 21% á fram- kvæmdatímabilinu og fjárframlög um 36%. Allar þessar skuldbindingar eru dregnar saman í staðfesta skuld- bindingaskrá fyrir hvert aðildarríki þar sem finna má allar nauðsynleg- ar upplýsingar um tollabindingar, tollkvóta, innanlandsstuðning, og útflutningsstyrki til að gera öðmm aðilum kleift að fylgjast með að viðkomandi skuldbindingar séu virtar. Sérstök landbúnaðamefnd starfar á vettvangi WTO með það megin- verkefni að fylgjast með fram- kvæmd skuldbindinga. Hverjum samningsaðila ber að tilkynna nefndinni um framkvæmd allra skuldbindinga og byggist eftirlit nefndarinnar jafht á slíkum tilkynn- ingum og rétti samningsaðila að vekja athygli á mögulegum brota- lömum í framkvæmd annarra. Beiting ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna Það var ekki síst til að fyrir- byggja útbreiðslu tæknilegra við- skiptahindrana að ákveðið var að gera sérstakan samning um beit- ingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna, sam- hliða landbúnaðarsamningi WTO. Talin var veruleg hætta á að tækni- legar viðskiptahindranir yrðu dul- búnar sem heilbrigðiskröfur með það að markmiði að vemda innan- landsframleiðslu og því nauðsyn- legt að setja skýrar reglur um beit- ingu heilbrigðisráðstafana umfram það sem sérsamningur WTO um tæknilegar viðskiptahindranir kveður á um. Samningurinn gefur aðildarríkj- um þann rétt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vemda líf eða heilbrigði manna, dýra eða plantna, að því tilskildu að slíkar ráðstafanir brjóti ekki í bága við ákvæði hans. Grundvallarregla samningsins er að aðilar skulu sjá til þess að þessum ráðstöfunum sé einungis beitt að því marki sem er nauðsynlegt, að þær byggist á vísindalegum meg- inreglum og sé ekki viðhaldið án fullnægjandi vísindalegra sönnun- argagna. Ennfremur ber aðilum að sjá til þess að ráðstafanir þeirra byggist á áhættumati, að tillit sé tekið til markmiðsins um að draga úr neikvæðum áhrifum á viðskipti, að tilviljanakennd eða óréttlát mis- munun eigi sér ekki stað og að ráð- stöfunum sé ekki beitt með þeim hætti sem hefði í för með sér dulda hindmn í alþjóðaviðskiptum. Eina undanþágan frá gmndvall- arreglunni er ákvæði í 5. gr. samn- ingsins um að aðili geti samþykkt bráðabirgðaráðstafanir þegar við- komandi vísindaleg sönnunargögn eru ófullnægjandi, þ.m.t. á gmnd- velli upplýsinga frá hlutaðeigandi alþjóðastofnunum. Við slíkar að- stæður skulu aðilar leita eftir nauðsynlegum viðbótarapplýsing- um fyrir hlutlægara áhættumat og endurskoða ráðstafanir um holl- ustuhætti eða heilbrigði dýra og plantna í samræmi við það innan hæfilegs tíma. Akvæði þetta hefur verið túlkað mjög þröngt af kæm- nefndum og áfrýjunamefnd WTO, en það veitir hinni svokölluðu var- úðarreglu afmarkað bráðabirgða- skjól. Sérstök nefnd um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna starf- ar á vettvangi WTO með það meg- inverkefni að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins. Framkvæmd skuldbindinga og reynsla íslands Framkvæmdatímabili landbún- aðarsamningsins lýkur á þessu ári FréIYR 1/2001 - 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.