Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 19

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 19
Má halda túnfífli í skefjum með réttri áburðargjöf? Við lestur sérhæfðra er- lendra vísindarita rekst maður sjaldan á greinar sem eiga beint erindi til íslenskra bænda. Það gerðist þó á síðasta ári þegar ég var að lesa tímaritið Science, en þá rakst ég á grein sem fjallaði um umhverfis- væna aðferð til að losna við fífla úr túnum. Vegna þess að ég kannaðist við fxfla sem vandamál í sumum ís- lenskum túnum las ég þessa grein með athygli og hef síðan gluggað í íslenskar niðurstöður til að kanna hvort þessi umhverfisvæna aðferð geti einnig átt við hérlendis. Erlendar niðurstöður Greinin í Science var frásögn og yfirlit úr vísindagrein í öðru riti sem nefnist Ecologocal Applica- tions og segir frá því að túnfífli megi halda niðri með því að tak- marka aðgang að kalíáburði. Nið- urstöðumar byggja á athugunum á elstu jarðræktartilraunum í heimi, tilraunareitunum í Rothamstead í Bretlandi, sem hefur verið fylgst með og borið á kerfisbundið síðan 1856. Einnig var byggt á áburðar- tilraunum í gróðurhúsi og athugun- um á allmörgum túnum í Minne- sota í Bandaríkjunum. I Rothamstead vakti það athygli að sumir tilraunareitir voru heiðgul- ir af fíflum, en umhverfis þá vom algrænir reitir grónir grösum og engum fíflum. Athugun sýndi að K- áburður olli allt að tvítugfaldri aukningu í hlutdeild túnfífla. í gróðurhúsatilraununum kom fram að túnfífill inniheldur meira kalí en túngrös og virðist hafa meiri þörf fyrir auðleyst kalíum. I bandarísku túnunum var K-innihald túnfífla hærra eftir því sem hlutdeild þeirra var meiri í túnunum. Allar þessar niðurstöður benda til þess að túnfíf- Bjarni E. Guðieifsson, sérfræðingur, Möðruvöllum illinn sé lélegur keppinautur gras- tegundanna um kalíforða jarðvegs- ins, og honum megi halda niðri með því að takmarka kalíáburð. Ekki komu fram raunhæf áhrif af annarri áburðamotkun nema hvað hlutdeild fífla jókst svolítið við kölkun og hækkun sýmstigs, en þau áhrif vom miklu minni en kalíáhrifin. íslensk reynsla Þetta leiðir hugann að því að oft- sinnis hefur maður undrast það að sum tún á Islandi litast gul á sumrin vegna blómstrandi fífla eða sóleyja, en illgresið nær sér oft ekki á strik á öðrum nærliggjandi spildum. Einnig em fíflar oft til vandræða í túnblettum umhverfis íbúðarhús. Hver er ástæðan? Er skýringin kannski hátt kalímagn jarðvegsins sem eykur samkeppnishæfni fíflanna? Hefur kalímagn í sumum túnum kannski aukist um of vegna mikils búfjáráburðar á heimatúnin og hafa menn kannski borið of mikið kalíum á túnbletti umhverfis íbúðarhúsin? Til að fá staðfestingu á þessu vom skoðaðar kalítölur í einni áburðartilraun á Akureyri og nokkmm spildum í Eyjafirði þar sem fíflar hafa verið til vandræða. Stuðst var við upplýsingar um jarðveg, gróðurfar og uppskem. Tún á Möðruvöllum A Möðruvöllum hefur við og við verið gert gróðurmat á öllum tún- um Tilraunastöðvarinnar og einnig tekin jarðvegssýni, og hefur þetta stundum verið birt í Skýrslum um jarðræktarrannsóknir í Fjölriti Rala. Hlutdeild fífla er mest í frjó- sömustu túnunum heima við bæ- inn. Nánast aldrei fer þó hlutdeildin upp fyrir 5-10%. Hér verða skoð- aðar tölur úr jarðvegsefnagreining- um frá ámnum 1991 og 1997. Sam- anburður á niðurstöðum jarðvegs- sýna á milli þessara tveggja ára kann að vera vafasamur vegna þess að fyrra árið voru efnagreiningarn- ar gerðar á Keldnaholti (og þá ekki mæld Ca-tala), en seinna skiptið vom mælingar gerðar á Akureyri. Túnin á Möðruvöllum em þrenns konar, móatún heimavið, mýratún neðan bæjar og sandtún á bökkum Hörgár. Að meðaltali fyrir bæði ár- in eru fíflar í öllum móatúnum (100% túnanna), 58% mýratúnanna og 45% sandtúnanna. Túnin í hverjum flokki eru það fá að ekki er hægt að bera saman útbreiðslu fffla á hverri jarðvegsgerð, en sé tekið meðaltal allra túna bæði árin verður niðurstaðan þessi (tafla 1). Hér er augljóslega mest er af Tafla. 1 Hlutdeild .larðvegsefnagreiningar fífia, % Fjöldi túna Sýrustig, pH P-tala K-tala Ca tala 5-10 7 5,49 11,9 1,9 13,3 <5 13 5,55 7,1 U 12,7 0 11 5,45 6,1 1,0 11,0 FR€VR 1/2001 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.