Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 43

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 43
Framfarir í verktækni við mjólkurvinnslu urðu miklar á seinni hiuta 19. aldar. Myndin sýnir vindustrokk frá því um 1860. Einn slíkan keypti Búnaðarfélag Suðuramtsins árið 1864. Sú gerð var síðar smíðuð hér á landi og náði nokkurri útbreiðslu. löndum, þingmaður Suður- Þingeyinga, og Sighvatur Árnason, fyrsti þingmaður Rangæinga. Nefndin gerði nokkrar breytingar á frum- varpinu sem Alþingi sam- þykkti síðan samhljóða. Þetta voru lögin sem Krist- ján konungur níundi stað- festi síðan á Marteinsmessu um haustið. Hin nýju lög kváðu á um að hver sá, er flytti út í einu lagi til sölu erlendis 300 pund eða meira af íslensku smjöri, og fengi þar hærra verð en sem næmi 75 aurum fyrir danskt pund, ætti rétt til verðlauna úr landssjóði. Skyldu verð- launin fara eftir söluverði smjörsins og nema jafn- miklu og söluverðið færi yfir 75 aura á dönsku pundi. Hér voru á ferð einar fyrstu útflutnings- bætur á búvörur í hagsögunni; skynsamlega ígrundaðar að því leyti að þær fólu í sér sterka gæða- hvatningu - en ekki aðeins magn- örva! En Alþingi tók fleiri mál til með- ferðar er tengdust því sem nýjast var í landbúnaðinum. Við meðferð þingsins á frumvarpi til fjárlaga fyrir árin 1901 og 1902 kom erindi frá landbúnaðamefnd neðri deildar þess þar sem óskað var eftir að veitt væri fé..til aðfd danskan mann, er kunni vel að mjólkurmeðferð, til að koma mönnum d lag með og kenna fullkomna aðferð við smjör- og ostagerð, d einhverjum hentug- um stað, helzt við Hvanneyrar- skóla...“. Lagði nefndin til að stjórn Búnaðarfélagsins hefði fram- kvæmd málsins með höndum. Málið var rætt allmikið í þinginu, meðal annars í tengslum við lán- veitingu til mjólkurbúa sem þá var áhugi á að stofna. Kom fram það sjónarmið að rétt væri að sjá hver árangur yrði af mjólkurmeðferðar- kennslunni áður en farið yrði að veita miklu fé til stofnunar mjólk- urbúa. Niðurstaða Alþingis varð sú að veita kr. 2000 styrk hvort árið 1900 og 1901 til kennslu í mjólkur- meðferð. Styrkurinn var veittur Búnaðarfélagi íslands sem nú var að taka við hlutverki Búnaðarfélags Suðuramtsins: ...með því skilyrði, aðfélagið út- vegi mann frd Danmörku, er hafi fullkomna kunndttu og góða œfingu í mjólkurmeðferð samkvœmt því, sem gerist d góðum mjólkursamlags- búum í Danmörku. Maður þessi sé rdðinn til 2 eða 4 dra, til þess að kenna d góðu mjólkurbúi í landinu, helzt d Hvanneyrarskóla, tilbúning osta og smjörs með þeim dhöldum og aðferðum, sem hœgt er að koma við d hinum stœrri sveitabúum hér d landi, og fari kenslan fram kostnaðarlaust fyrir nemendur. “ Af umræðum og afgreiðslu Al- þingis á málinu er ljóst að þing- menn hafa tekið mjög náið mið af tillögum Sigurðar Sigurðssonar ráðunauts í Búnaðarritsgreininni hvað varðar það að efla mjólkur- meðferðarkennsluna. Athyglisvert er hve Alþingi mat þekkingarþátt málsins mikils. Oneitanlegra hefur það bæði fyrr en þó einkum síðar verið algengara að opinberu fé væri veitt til nýbreytni í atvinnulífi án þess að jafnhliða væri tryggð kunn- átta til að koma henni á. Ekki er að sjá, að umræð- ur um mjólkurmeðferðar- kennsluna hafi farið fram á Búnaðarþingi 1899 en það var háð um sama leyti og Alþingi. Hins vegar er þess getið í frásögn af Búnaðar- þingi að þar hafi formaður landbúnaðarnefndar Al- þingis, Pétur Jónsson á Gautlöndum, sem einnig var búnaðarþingsfulltrúi, óskað eftir „...að samvinna gæti átt sér sta<5 milli land- búnaðarnefndarinnar og stjórnar Búnaðarfélagsins um þingtímann. “ Jarðvegur tilbúinn ... Þegar hér er komið sögu má segja að jarðvegur hér- lendis væri orðinn móttæki- legur fyrir umbætur í mjólkurmeð- ferð með sókn á nýja markaði í huga: * Bágt búnaðarástand í sveitum kallaði á aðgerðir, ætti ekki illa að fara. * Bændur eygðu markað fyrir af- urðir sínar er gefið gæti góðan ábata. Reynslan af sauðasölunni hafði vakið marga og fréttir af velgengni danskra kúabænda kveiktu í mörgum landa. * Á markað var komin handhæg tækni til mjólkurvinnslu; nefna má skilvinduna sem fulltrúa hennar. * Alþingi hafði boðið fram fjár- hagslegan stuðning við [stofnun mjólkurbúa], til að verðbæta vandaða framleiðslu í útflutn- ingi og síðast en ekki síst til þess að hefja kennslu í mjólkurmeð- ferð og -vinnslu. Bændum var því fátt að vanbún- aði að hefjast handa. Framundan var blómaskeið í mörgum sveitum. Þótt meginþungi þess stæði aðeins um takmarkaðan árabil varð þróun- in ekki stöðvuð. Um sig bjuggu rætur þess mjólkuriðnaðar sem við þekkjum í dag. f R€YR 1/2001 -39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.