Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 38
það einkenndist af skrifræði og alls
kyns hindrunum. Hann velti því
upp hvort þessir þættir einkenndu
ekki einnig starfshætti dönsku rík-
isstjómarinnar, sem af viðbrögðum
fundargesta að dæma er ekki fjarri
sanni. Það var mat hans að almennt
séð hefðu danskir bændur haft tals-
verðan hag af aðild Danmerkur að
ESB, erfiðleikar svínabænda vegna
verðfalls á svínakjöti á undanföm-
um tveimur ámm hefðu t.d. orðið
enn meiri ef Danir hefðu staðið ut-
an sambandsins. Það kom einnig
fram í máli Peters Gemælke að
danskir bændur styddu inngöngu
Austur-Evrópulanda í ESB, að því
tilskildu að endurskipulagning
landbúnaðar þar eystra ætti sér stað
og bændum þar yrði gert að búa við
sömu reglur og starfsbræður þeirra
í núverandi aðildarlöndum, varð-
andi umhverfismál, aðbúnað dýra,
kvótakerfi o.s.frv. Til þessara
breytinga þyrfti þó að veita hinum
nýju aðildarlöndum nauðsynlegan
aðlögunartíma sem mætti þó ekki
vera of langur. Varðandi þær breyt-
ingar sem nú stæðu yfir á ESB og
fundað væri um í Nice, þ.e. meiri-
hlutaafgreiðslur og þá tillögu að
smáþjóðir ættu ekki sjálfkrafa full-
trúa í framkvæmdastjóminni, kvað
Gemælke það í raun vera rökrétta
afleiðingu þess að aðildarríkjum
fjölgaði. Um sameiginlega land-
búnaðarstefnu sambandsins sagði
hann að danskir bændur væm á því
að stuðningur hins opinbera við
landbúnað ætti að fara minnkandi
og viðskiptafrelsi að aukast, til þess
yrði þó að veita nauðsynlegan að-
lögunartíma. Ef stuðningurinn
hyrfi yfir nótt yrðu flestir bændur
gjaldþrota. Peter Gemælke benti
einnig á þá gríðarlegu verðlækkun
sem orðið hefur á landbúnaðaraf-
urðum á seinni ámm; á fyrsta bú-
skaparári sínu árið 1984 seldi hann
allt sitt kom fyrir 18 íslenskar krón-
ur pr. kg, í haust hefði hann selt það
fyrir 8 krónur. Gemælke sagði að
Danir hefðu flutt tillögu um minni
stuðning við landbúnað á vettvangi
ESB, hún hafi hins vegar mætt
harðri andstöðu ríkja Suður-
Evrópu og verið tekin út af dagskrá
þess vegna. Hann benti einnig á að
í augnablikinu væri samanlagður
stuðningur við landbúnað í Banda-
ríkjunum meiri en í Evrópu og
hlutfallslega miklu hærri ef stuðn-
ingur væri reiknaður á hvern
bónda.
Frjáls viðskipti,
enginn stuðningur
Það kom helst fram í máli
Charlotte Antonsen að henni fannst
of langur tími hafa farið til spillis
varðandi sameiningu Evrópu, rúm
ellefu ár væru liðin frá falli jám-
tjaldsins og enn væri álfunni skipt
eftir endilöngu. Hún sagði að
meirihlutaafgreiðsla mála yæri
nauðsyn ef sambandsríkin yrðu á
þriðja tuginn. Hún ræddi einnig um
að breyta þyrfti starfsháttum fram-
kvæmdastjórnar með því að
minnka miðstýringu þar á bæ, að
lokum sagði hún að stefna Venstre
væri að stuðla að fijálsum viðskipt-
um milli ríkja og takmarkið væri að
landbúnaður nyti ekki stuðnings
hins opinbera umfram aðrar at-
vinnugreinar.
Kostnaður við aðild að ESB
níu milljarðar kr.
Sé hlutfall það sem nefnt er hér
að framan sett í íslenskt samhengi
má ætla að aðild að ESB kosti ís-
lenska þjóðarbúið rúma átta mill-
jarða kr. á ári (miðað við að lands-
framleiðsla hérlendis sé um 650
milljarðar kr.), þar af myndi tæpur
milljarður fara í kostnað vegna
stækkunar sambandsins til
austurs. Um áhrif Islendinga á
ákvarðanatöku er það að segja, að
hæpið má teljast að ríki sem telur
1/2000 af íbúafjölda sambandsins,
eins og hann verður eftir stækkun,
muni vega þungt í því samhengi.
Þá hefur því verið spáð að
atvinnuleysi í mörgum ríkjum
Austur-Evrópu, eins og t.d.
Póllandi, verði allt að 40% eftir
stækkun og að það verði nokkurn
tíma að jafna sig (12-15 ár), þar
sem atvinnulíf þar er vart á nokk-
urn hátt samkeppnisfært við Vest-
ur-Evrópu. Það er því nokkuð
ljóst að innganga þjóðanna austan
gamla járntjaldsins mun tæpast
ganga þrautalaust fyrir sig.
Höfundur stundar framhaldsnám
í nautgriparœkt við Landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn.
Mon
Bjartsýni um
framtíð dansks
landbúnaðar
í alþjóðlegu samhengi geta
Danir verið ánægðir með stöðu
dansk landbúnaðar, sagði Ritt
Bjerregaard, matvæla-, landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherra
Dana, í ávarpi sínu við opnun
Agromek landbúnaðarsýningar-
innar í Heming á Jótlandi í janúar
sl. Hún telur þó að gera þuifi
sömu kröfur um ræktunarland fyr-
ir hefðbundinn landbúnað og líf-
rænan, þ.e. 1,4 dýraeiningar
(dýraeining = ein kýr) á hektara
en í hefðbundnum landbúnaði eru
nú leyfðar 1,9 dýraeiningar á ha.
Ef þessi niðurskurður bitnaði allur
á nautgriparækt þýddi það að
fækka yrði kúm um 200-300
þúsund í Danmörku.
Stækkun ESB til austurs telur
Ritt Bjerregaard stórmál fyrir
Danmörku. Þar með fjölgaði um
meira en 100 milljón manns á
innri markaði ESB sem gæfi
mikla möguleika, bæði fyrir
danskar búvörur og búvélar
framleiddar í Danmörku. Nú
flytja Danir út hvers konar
búvélar fyrir meira en 4 milljarða
dkr. á ári og Danir geta verið
stoltir af þeim árangri, sagði Ritt
Bjerregaard.
(Bondebladet nr.5/2001).
34 - FR6íYR 1/2001