Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 37

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 37
Framtíð Evrópusambandsins, ESB etta var yfirskrift fundar sem haldinn var við Land- búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn föstudaginn 8. desember sl. Framsögumenn á fundinum voru Franz Fischler, bún- aðarmálastjóri Evrópusambandsins (sér einnig um sjávarútvegs- og byggðamál), Peter Gemælke, for- maður dönsku bændasamtakanna (Landbrugsrádet) og Charlotte Antonsen þingmaður Venstre (hægri flokkur, merkilegt nokk) á danska þinginu og talsmaður flokksins í málefnum Evrópusam- bandsins. Fleiri meirihlutaafgreiðslur Franz Fischler rakti tilurð ESB stuttlega, sagði að tilgangurinn með stofnun sambandsins hefði m.a. verið að koma í veg fyrir styrj- aldir og stuðla að velmegun fólks í Evrópu. Um Nice-fundinn, sem þá stóð yfir, sagði hann að nú væri svo komið að grundvallarbreytingar á sambandinu væru óhjákvæmilegar, stofnsáttmáli þess hefði verið snið- inn að því að sambandið saman- stæði af sex aðildarríkjum, nú væru þau orðin 15 og stefndu í að verða allt að 27 á næstu árum. Um ráð- herraráð sambandsins sagði Fischl- er að konum fyndist nauðsynlegt að það væri öflugt, því ætti hver þjóð að eiga sinn fulltrúa þar. Hins vegar gerði hugsanleg fjölgun að- ildarríkjanna það nauðsynlegt að hverfa frá þeirri stefnu sem nú er viðhöfð í framkvæmdastjóm sam- bandsins, að afgreiða mál með samhljóða samþykktum, frekar ætti að láta meirihluta atkvæða ráða úr- slitum. í dag kvað Fischler stöðuna vera þannig að í um 70 málaflokk- um væm mál afgreidd með sam- hljóða samþykki fulltrúa. Sá hann fyrir sér að þessi tala færi lækkandi, Baidur H. Benjamínsson, d búfræði- - kandidat hann tók að vísu fram að mjög skiptar skoðanir væm um það í hvaða málaflokkum ætti að taka upp meirihlutaafgreiðslur. Þá kom einnig fram í máli hans að nokkuð skiptar skoðanir væru um það hvaða málaflokkar ættu yfirleitt heima á vettvangi ESB, hvaða málaflokka þjóðríkin ættu sjálf að sjá um o.s.frv. Sem dæmi má nefna að nokkur aðildarríki vilja að ESB sjái um vinnumarkaðsmál en Norð- urlandaþjóðimar innan sambands- ins hafa lýst sig mjög andvígar því fyrirkomulagi. Sameiginieg landbúnaðarstefna ESB Tilgang hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB sagði Fischler upphaflega hafa verið þann að ná að brauðfæða Evrópu sem var eins og kunnugt er í rústum eftir síðari heimsstyijöldina. Sagði hann það hafa tekist vel, eiginlega alltof vel, þar sem fljótlega tók að gæta offramleiðslu á búvömm sem leitt hafi af sér núverandi kerfi út- flutningsbóta, bændum væri greitt fyrir að taka land úr notkun o.s.frv. Varðandi hlutverk landbúnaðar í dag kvað Fischler það mun fjöl- breyttara en eingöngu í matvæla- framleiðslu, landbúnaður gegndi einnig því hlutverki að halda uppi byggð, varðveita náttúmlegar auð- lindir o.s.frv. Hann sagði að árang- urinn af hinni svokölluðu Agenda 2000 (endurskoðun á landbúnaðar- stefnu ESB) hefði verið talsverður en þó ekki nægur. Útgjöld ESB vegna landbúnaðar væru ennþá veruleg þó að þau hefðu lækkað talsvert á undanfömum ámm. Til dæmis stefndu útgjöld vegna út- flutningsbóta á búvömm í að verða um 10% af fjárlögum ESB (þau em 1,16% af þjóðarframleiðslu (BNP) aðildarlandanna) á næsta ári, þetta væri lægsta hlutfall nokkm sinni. Varðandi stækkun sambandsins í austurátt sagði Fischler að endur- skipulagning landbúnaðar í vænt- anlegum aðildarlöndum væri alger- lega nauðsynleg ef af stækkun ætti að verða. Sem dæmi nefndi hann Pólland. Þar hafa um 30% lands- manna viðurværi sitt af landbúnaði sem er u.þ.b. fimm sinnum hærra hlutfall en í núverandi aðildarlönd- um. Þar á ofan bættist að atvinnu- leysi væri um 30% á mörgum svæðum í Póllandi, stærsta úrlausn- arefnið í kjölfar stækkunar væri að skapa atvinnutækifæri fyrir þetta fólk og einnig fyrir þá sem missa vinnuna í kjölfar endurskipulagn- ingar á landbúnaði þar í landi. Varðandi kostnaðinn við landbún- aðarhluta stækkunarinnar sagði Franz Fischler að búið væri að setja upp rammafjárlög fyrir árið 2006 þar sem þá er gert ráð fyrir að af stækkuninni geti í fyrsta lagi orðið. Þau gengju upp ef hlutfall útgjalda sambandsins ykist úr 1,16% af landsframleiðslu aðildarlandanna eins og nú er í 1,27%. Hann sagði að nýju aðildarlöndin fengju aðlög- unartíma að nýjum aðstæðum sem yrði lengri en fimm ár og styttri en tíu. Sjónarmið danskra bænda Peter Gemælke fannst umræðan um ESB í Danmörku skiptast um of í tvö hom, fólki fyndist sambandið annað hvort algott eða alslæmt, að pR€VR 1/2001 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.