Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 39

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 39
Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum - hundrað ára minning, fyrri hluti Tilefni þessarar greinar er að nú er ein öld liðin síðan hófst sú fræðslustarfsemi er seinna varð flestum kunnust sem Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum. Greinin er að mestu erindi sem ég flutti í Landbúnaðar- Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri háskólanum á Hvanneyri 1. nóv- ember sl. til þess að minnast tíma- mótanna. Fyrir löngu fékk ég áhuga á sögu þessa skóla - bæði sem íbúi í Andakílshreppi en ekki síður vegna þess að móðuramma mín, Guðmunda María Guðmunds- dóttir, var nemandi í Mjólkurskól- anum. Því varð skólinn snemma á ævi minni partur af sagnaarfi fjöl- skyldunnar. Henni tileinkaði ég er- indið en líka Tómási Helgasyni frá Hnífsdal sem rétt óþreytandi hefur verið við að færa mér heimildir og upplýsingar um viðfangsefnið og skyld málefni. Loks nefni ég dr. Önnu Sigurðardóttur, stofnanda og fyrsta forstöðumann Kvennasögu- safnsins í Reykjavík. Veturinn 1987 heimsótti ég hana á Hjarðar- haga 26, þar sem safnið þá stóð í stofunni hennar, í leit að heimildum um Mjólkurskólann. Hún tók mér afar ljúfmannlega, reiddi fram öll líkleg gögn og aðstoðaði mig af lif- andi áhuga. Síðar sendi hún mér viðbótarefni sem kom sér vel. En nú hefst greinin. 1. Aðdragandinn - umhverfið Það var á Marteinsmessu -11. nóvember 1899. Hann gekk á með skúrum úr hvassri en fremur hlýrri vestanátt í Kaupmannahöfn. Krist- ján konungur níundi hélt til em- bættisverka sinna á Amalíuborg þótt laugardagur væri. Skrifarar konungs biðu með ýmis skjöl sem afgreiða þurfti svo að stjómsýsla sér hag í að leggja málinu lið. Fjár- munir til smjörverðlauna vom einn þáttur þeirrar liðveislu. Ferskur blær fór um margar sveitir. Síðar mátti sjá að í búnaðarsögunni urðu nokkur kaflaskil. ríkisins gengi sinn eðlilega gang. Á einu þeirra, komnu utan af Islandi, vom óstaðfest lög um verðlaun fyr- ir útflutt smjör er Alþingi hafði samþykkt þá um sumarið. Sjálfsagt hefur Kristján konungur litið yfir lögin áður en hann setti nafn sitt og innsigli undir þau. Fyrsta laga- greinin var á þessa leið: „Rjett til verðlauna úr landssjóði á hver sá maður eða jjelag, er flytur út í einu lagi tii sölu erlendis 300 pund eða meir af íslenzku smjöri, og selur þar fyrir verð, er nemur meiru en 75 aurum fyrir danskt pund... “* Lögin skyldu öðlast gildi 1. janúar 1900. Ný öld var að ganga í garð. Ekki aðeins í tímatali heldur einnig á ýmsum sviðum þjóðlífs- ins. Lögin um smjörverðlaun voru tákn um breytingu sem síðar átti eftir að verða nefnd „einhver merk- asti viðburðurinn í verslun lands- ins“. Islendingar hófu smjörgerð í nýjum stfl að hætti nágrannaþjóða og hösluðu sér völl á kröfuhörðum erlendum matvælamarkaði. Alda- grónum vinnubrögðum var breytt. Dagleg búverk vom iðnvædd og nýir framleiðsluhættir teknir upp. Starfsmenntun í mjólkurvinnslu var komið á legg svo að tryggja mætti vömvöndun og hagkvæmni framleiðslunnar. Landsfeður sáu Heimshræringar í landbúnaði Á nítjándu öld urðu róttækar breytingar á landbúnaði Vestur- landa. Framfarir í tækni, ekki síst á sviði samgangna og búvömfram- leiðslu, breyttu atvinnuháttum þjóðanna. Lönd sem höfðu hagstæð ræktunarskilyrði frá náttúrunnar hendi, eins og Norður-Ameríka og Rússland, tóku að bjóða ódýra komvöru. Það rýrði mjög sam- keppnisstöðu hefðbundins búskap- ar í Vestur-Evrópu, ekki hvað síst í Bretlandi. Þar var iðnaðurinn hins vegar kominn allvel á legg. Hann naut breytinganna því að honum bættist vinnuafl úr sveitunum. Það styrkti þéttbýlið og þar varð til einn mikilvægasti matvörumarkaður heimsins um þær mundir. Ná- grannalöndin nýttu sér hann. Þann- ig opnaðist íslendingum til dæmis um hríð kjötmarkaður á Bretlands- eyjum. Danskur landbúnaður varð einn- ig hart úti er kom úr Vesturheimi flæddi austur yfir. Með dugnaði og kunnáttu snem bændur þróuninni sér í hag; lögðu meiri áherslu en áður á framleiðslu búfjárafurða, svo sem smjörs, flesks og eggja fyrir hinn breska markað og gerð- ust eiginlega matvælaverksmiðja hans. Danir hagnýttu sér m.a. hið ódýra kom í fóðrun búfjárins og lögðu áherslu á rannsóknir á því sviði er höfðu ekki síst hagkvæmni fóðrunarinnar að markmiði. Naut- * Tilvísunum til heimilda er sleppt hér en þœr eru tiltœkar hjá höfundi. FréíYR 1/2001 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.