Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Síða 10

Freyr - 01.02.2001, Síða 10
Mynd 3. Tilraunastöðin í Kollafirði í Færeyjum. gögnum, (Guðni Þorvaldsson & Hólmgeir Bjömsson, 1990; Guðni Þorvaldsson, 1998). Úrkomustuð- ullinn var hins vegar heldur lægri en fengist hefur á Korpu (Guðni Þorvaldsson, 1998) eða á bilinu 9- 96 kg fyrir hvem mm upp að 1,1- 1,5 mm. Úrkoma umfram það skil- aði ekki uppskeruauka sprettuvik- una, en hefur að hluta komið að notum síðar. Það er ekki óeðlilegt að úrkoma skili breytilegum niður- stöðum því að hún er ekki beinn mælikvarði á nýtanlegt vatn í jarð- vegi. Meltanleiki Meltanleiki var að jafnaði heldur lægri á Korpu en hinum stöðunum sem má skýra með því að hiti var ívið hærri þar fyrri hluta sumars. Meltanleiki vallarfoxgrass og há- liðagrass var svipaður fyrri hluta sprettutímans, en meltanleiki há- liðagrassins féll heldur hraðar. Meltanleiki vallarsveifgrass var hins vegar lægri allan tímann, en féll heldur hægar. Að meðaltali féll meltanleiki háliðagrass um 0,27 prósentueiningar á dag yfir sprettu- tímann, meltanleiki vallarfoxgrass um 0,24 einingar en vallarsveif- grass um 0,22. Meltanleiki Lavang var ívið hærri en Fylkingar snemm- sumars, en þetta snerist við seinni hlutann. Samband falls á meltan- leika og hita var reiknað. Yrkjum vallarfoxgrassins var slegið saman, en hin reiknuð hvert fyrir sig. Hjá vallarfoxgrasi var stuðullinn 0,048 (SE=0,016) sem þýðir að fyrir hverja gráðu (°C) sem hitinn hækk- ar, fellur meltanleikinn hraðar sem nemur 0,048 einingum á dag. Þetta er sami stuðull og áður hefur fund- ist í gögnum frá Svíþjóð (Guðni Þorvaldsson, 1987; Guðni Þor- valdsson & Britta Fagerberg, 1988; Guðni Þorvaldsson, 1992). Þessar mælingar eru gerðar við mun lægri hita en mælingamar í Svíþjóð og gefur það vísbendingu um að hita- áhrifin séu línuleg frá mjög lágum hita upp í 20-30°C. Meðalfall melt- anleikans var 0,24 einingar á dag og á þeim tíma var meðalhitinn 9,4°C. Meltanleiki vallarfoxgrass ætti samkvæmt þessu að standa í stað við 4,5°C. Aðrar niðurstöður Ýmsar aðrar mælingar voru gerðar í tilraununum svo sem á jarðvegi, gróðurfari, þroskastigi grasanna, próteini og steinefnum í uppskerunni. Þá var reynt að meta hvort nýta megi sama gagnagrunn fyrir öll löndin við NIR mælingar. íslenski grunnurinn reyndist ágæt- lega við að mæla prótein í sýnum úr öllum tilraununum en meltan- leikamælingamar með NIR tókust ekki eins vel. Frekari rannsókna er því þörf á því sviði. Heimildir Bjöm Jóhannesson, Kaj Egede og Ingvi Þorsteinsson, 1985. Ræktunar- rannsóknir á Suður-Grænlandi 1977- 1981. íslenskar landbúnaðarrannsóknir 17, 57-71. Búnaðarsamtök á íslandi 150 ára, 1837-1958. Afmælisrit Búnaðarfélags íslands 2. bindi. Ritstjórar: Hjörtur E. Þórarinsson, Jónas Jónsson og Ólafur E. Stefánsson. Búnaðarfélag íslands, Reykjavík. Guðni Þorvaldsson, 1987. The eff- ects of weather on nutritional value of timothy in northern Sweden. Acta Agric. Scand. 37, 305-319. Guðni Þorvaldsson, & Britta Fager- berg, 1988. Effects of weather on nutri- tional value and phenological develop- ment of timothy. Swedish J. agric. Res. 18,51-59. Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Bjömsson, 1990. The effects of weath- er on growth, cmde protein and diges- tibility of some grass species in Iceland. Icelandic Agricultural Sciences 4, 19-36. Guðni Þorvaldsson, 1992. The eff- ects of temperature on digestibility of timothy (Phleum pratense L.), tested in growth chambers. Grass and Forage Science 47, 306-308. Guðni Þorvaldsson, 1998. Áhrif veð- urþátta og áburðartíma á byrjun gró- anda og sprettu. Ráðunautafundur 1998, 164-170. Ingvi Þorsteinsson (ritstj.) 1983. Underspgelser af de naturlige græs- gange i Syd-Grpnland 1977-1981. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og tilraunastöðin í Upemaviarsuk, Græn- landi. Sigurður Sigurðsson, 1926. Um bún- að í Færeyjum. Búnaðarritið 40, 137- 141. Sigurður Sigurðsson, 1938. Um bún- að á Grænlandi. Búnaðarritið 52, 174- 201. 6 - FR€VR 1/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.