Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 30

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 30
Ráðunautafundur 2001 Islenskur landbúnaður og alþjóðlegt samstarf 1. ESB og íslenskur land^únaður Guðmundur B. Aherslubreytingar Meginmarkmið endurskoðunar- EES-samningurinnn Hin sameiginlega landbúnaðar- stefna ESB er ekki hluti af EES- samningnum, en það eru nokkrir þættir í samningnum sjálfum, sem snerta landbúnað. Einnig fylgja nokkrir sérsamningar, sem varða viðskipti með landbúnaðarvörur. EES-samningnum fylgir sérstak- ur tvíhliða samningur milli ESB og íslands um tollaívilnanir í viðskipt- um með nokkrar tegundir landbún- aðarafurða. Þarna eru fyrst og fremst á ferðinni ýmsar afurðir sem eru ekki ræktaðar hér á landi en einnig nokkrar grænmetistegundir og afskorin blóm. Einungis er um að ræða árstíðabundna lækkun á tollum yfir vetrarmánuðina. Bókun 3 er hins vegar hluti af samningnum, en hún tekur til við- skipta með unnar landbúnaðarvör- ur. Þar er hugmyndin sú að þáttur úrvinnslunnar sé tollfrjáls, en jafn- aður sé aðstöðumunur framleiðend- anna vegna þess að landbúnaðar- hráefnið sé misdýrt á svæðum við- semjendanna. Innflutningsgjöld eru ákveðin út frá þessu sjónarmiði. Þessi bókun hefur verið í endur- skoðun um árabil. í EES samningnum sjálfum eru ákvæði um að stefna að auknu frjálsræði í viðskiptum með land- búnaðarafurðir og að reglulega skuli efnt til skoðunar á möguleik- um til þessa. Loks er að geta Viðauka I við EES-samninginn sem hefur að geyma ákvæði varðandi heilbrigði dýra og plantna. Island hefur notið víðtækra undanþágna frá viðaukan- Guðmundur B. Helgason, ráöuneytis- stjóri landbúnaðar- ráðuneytisins um. Akvæði varðandi fisk tóku gildi 1. janúar 1999, en ákvæðin um landbúnað eru enn undanþegin, þótt viðræður um mögulega endur- skoðun standi nú yfir. Samningur- inn raskaði því ekki innflutnings- bönnum sem í gildi höfðu verið um innflutning á dýrum og ýmsum bú- fjárafurðum til Islands. Landbúnaðarstefna ESB Hér má sjá markmið landbúnað- arstefnu ESB eins og henni er lýst í Rómarsáttmálanum. Landbúnaðarstefna ESB er vemdarstefna. Markaðurinn er að vísu sameiginlegur og vemdin er því gagnvart samkeppni utan að. Ber stefnan þess merki að hafa ver- ið mótuð á tímum þegar nægt mat- vælaframboð var áhyggjuefni. I raun hefur offramboð verið hinn sanni vandi. Að því leytinu má segja að stefnan, eins og hún var rekin um langa hríð, hafi beðið skipbrot. Það var ekki síst vegna Úrúgvæviðræðnanna innan GATT að endurskoðun á landbúnaðar- stefnunni fékk byr undir báða vængi. Meginendurskoðunin fór fram 1992 en á henni var hnykkt 1999, einkum með tilliti til yfirvofandi stækkunar Sambandsins til austurs. Aherslubreytingarnar sem hér komu fram breyttu landbúnaðar- stefnunni í veigamiklum atriðum. innar 1992 var að draga úr ójafn- væginu milli framboðs og eftir- spumar og stuðla að markaðsaðlög- un og bættri samkeppnishæfni. Áherslubreytingin endurspeglar þær nýju leikreglur, sem settar vom um styrki og stuðningsaðgerðir í Úrúgvæviðræðum GATT. Þannig er lægra verð til framleið- anda jafnað með hærri beinum greiðslum til þeirra. Jafnframt koma umhverfissjón- armið til sögunnar og farið er að skoða landbúnaðinn í víðara sam- hengi. Litið er til fjölþætts hlut- verks hans, m.a. hvað varðar um- hverfismál, menningarmál og út frá byggðasjónarmiðum. Þessa þætti beri að rækta og styrkja sem hluta af landbúnaðarstefnunni. Seinni endurskoðunin hnykkir á þessum sjónarmiðum. Styrkimir taka enn frekar mið af hugmynd- inni um hið fjölþætta hlutverk land- búnaðarins. Ferðaþjónusta er styrkt, sem og aðgerðir sem gera framleiðsluna umhverfisvænni og til að þróa nýjar greinar eða afurðir. Flest bendir til þess að í framtíð- inni verði þróunin áfram á sömu braut, þ.e.a.s. dregið verði úr fram- leiðslutengdum stuðningi en áherslan lögð á styrki sem teljast ekki markaðstruflandi. Styrkir til landbúnaðar Útgjöld til landbúnaðarmála er um það bil helmingur af fjárlögum ESB. Styrkimir em margbreytileg- ir og taka auðvitað mið af landbún- aði eins og hann er stundaður innan ESB. Gripastyrkir em veittir á hvem 26 - Fréyr 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.