Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 12
sity.uno.edu/delta/grass/www/phle-
um.htm Watsons & Dallwitz’s
1999). Það blómstrar í júlí en
myndar sjaldan fullþroskað fræ hér
á landi og þess vegna er nánast úti-
lokað að það nái að dreifa sér í tún-
um. Að eðlisfari er vallarfoxgrasið
mikill fræframleiðandi og fræ úr
einu axi skipta mörgum hundruð-
um. Fullþroska fræ er bústið og
droplaga, gráleitt til ljósbrúnt á
litinn og vegur einungis um 0,2 -
0,4 mg (1 mg = 1/1000 úr grammi).
Hvernig varð orðið
vallarfoxgras til?
Latneska heiti foxgrasa, Phleum,
er komið úr grísku (fleos) og þýðir
eitthvað mjúkt eins og t.d. ullar-
lagður og er orðið flauel af sama
stofni. Sennilega vísar heitið í áferð
blaðanna sem eru mjúk. Latneska
tegundanafnið, pratense, þýðir síð-
an engi eða [grasjvöllur og bein
þýðing á Phleum pratense gæti því
verið vallarflauelsgras. Hins vegar
er heitið flauelsgras til í mörgum
málum og er þá átt við tegundina
loðgresi (Holcus lanatus).
Upphaflega hétu foxgrös rottu-
halar á íslensku en Magnús Steph-
ensen skrifar einmitt búskaparhug-
vekju í Klausturpóstinn 1820 þar
sem hann segir rottuhala (phleum)
og tófugras (alopecurus, nú liða-
gras) vera afbragðs fóðurjurtir. Hér
eru nöfnin greinilega þýdd úr
dönsku en í því máli heita tegund-
irnar rottehale annars vegar og
rævehale hins vegar. Heitin eru lýs-
andi fyrir áferð puntsins en puntur
foxgrasa líkist rottuskotti áður en
hann blómstrar og puntur liðagrasa
líkist tófuskotti.
í Islenskri Grasafræði Odds J.
Hjaltalíns frá árinu 1830 heitir
Phleum pratense mark-rottuhali á
íslensku. Lýsing Odds á tegundinni
er óljós. Hins vegar er lýsing hans á
„Hnöllóttr Rottuhali (P. nodosum)“
þannig: „... hún hefir laukmyndaða
eðr eggilíka rót, ...“ Síðan nefnir
hann nokkur íslensk samheiti á teg-
undinni Fjall- Rottuhala (Phleum
alpinum) eða: „foxgras, tóugras,
refshali, puntr.“ Sennilega er hér í
fyrsta skipti sagt í íslensku riti, að
Phleum tegund heiti foxgras á ís-
lensku. Greinilegt er að Oddur tek-
ur þessi nöfn beint upp eftir Nicolai
Mohr í bók hans „Forspg til en Is-
lansk Naturliistorie“ frá árinu
1786. Orðið fox (tófa) kemur úr
enska orðinu foxtail og er eina
plöntunafnið í íslensku máli, sem
er af enskum uppruna (Agúst H.
Bjarnason 1983). Háliðagras
(Alopecurus pratensis) heitir á
ensku meadow foxtail og eng-
rævehale á dönsku sem þýða mætti
á íslensku sem vallarfoxgras. Nöfn-
in á dönsku og ensku er þýðing á
fyrri hluta orðsins Alopecurus en
latneska orðið alopex þýðir tófa
(fox). Háliðagras líkist á blaðstigi
vallarfoxgrasi og er alls ekki
ósennilegt að þessum tegundum
hafi í upphafi verið ruglað saman
eins og margir gera enn í dag. Það
útskýrir samt ekki nafnabrenglið.
Frá því að flokkunarkerfi Linnés
var tekið upp á 18. öld hefur vallar-
foxgras í nálægum tungumálum
aldrei verið kennt við tófu nema
þegar tegundunum er fyrir slysni
ruglað saman. Það er reyndar at-
hyglisvert að háliðagrass er hvergi
getið á Islandi fyrr en í „Grasarík-
inu á Islandi" (Móritz H. Friðriks-
son 1884) eftir því sem höfundur
best veit en vallarfoxgras (þ.e.
Phleum pratense) er skráð í plöntu-
registri Eggerts Olafssonar og
Bjarna Pálssonar frá 1772 eða
meira en öld áður.
Þó verður að telja líklegt að báð-
ar þessar tegundir hafa borist til
landsins um svipað leiti með land-
námsmönnum.
Orðið rottuhali var talsvert notað
alla 19. öldina og í upphafi þeirrar
tuttugustu. En fleiri heiti voru til.
Móritz H. Friðriksson (1884) kallar
vallarfoxgras tímótheígras á ís-
lensku, samanber timothy í ensku,
timotei í norsku, dönsku og finnsku
og timotej í sænsku og fjallafox-
gras kallar hann fjallarottuhala. í
sömu grein segir Móritz að
Alopecurus pratensis heiti túnarefs-
hali á íslensku. Allt er þetta í sam-
ræmi við enska og norræna mál-
venju og þess vegna skrítið að þessi
nöfn festust ekki í málinu.
Eftir því sem höfundur best veit,
kemur orðið vallarfoxgras fyrst fyr-
ir á prenti í Flóru íslands frá árinu
1901 og með bók sinni á Stefán
Stefánson mestan þátt í að festa
orðið foxgras í íslenskt mál.
Sennilega eru orðin vallarfoxgras
og tímótheígras notuð jöfnum
höndum á fyrstu áratugum 20.
aldar samanber í 2. útgáfu Flóru
Islands frá árinu 1924. Nú er
vallarfoxgrasheitið allsráðandi.
Upprurti og útbreiðsla
vallarfoxgrass
Vallarfoxgrasið er upprunalega
frá Evrasíu en barst snemma til
Norður-Ameríku með evrópskum
landnemum. Fyrstur til að lýsa
vallarfoxgrasi í Norður-Ameríku
var Jonathan Herd árið 1711 og
þess vegna er það stundum kallað
Herd’s grass í þeirri álfu. Það var
hins vegar Timothy Hanson sem
sagður er upphafsmaður ræktunar á
vallarfoxgrasi. Ræktunin hófst
þegar hann flutti með sér
vallarfoxgrasfræ frá bandaríkinu
Nýja-Englandi til Maryland ríkis
árið 1720. Honum til heiðurs ber
tegundin nafn hans í mörgum
löndum (samanber fyrri kafla).
Árið 1763 er þetta merka
„Timothy-grass“ flutt inn til Eng-
lands og tveimur árum seinna berst
það til Svíþjóðar. í Svíðþjóð þekkja
menn strax þessa sk. „amerísku"
grastegund sem Phleum pratense
sem vex víða í Svíþjóð og hefur
verið þekkt þar í a.m.k. 100 ár.
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær
Svíar byrjuðu að rækta vallarfox-
gras en það er örugglega fyrir alda-
mótin 1800 (sjá vefsíðu
http://linnaeus.nrm.se/flora/ Arne
Anderbergs, 1999). Vallarfoxgras
er mikilvægasta fjölæra fóðurgras-
ið, ásamt vallarsveifgrasi,.í rakasta
hluta tempraða beltisins í Norður-
Ameríku og í nyrstu ræktunarhér-
uðum Evrópu. I Evrópu hefur það
8 - pR€VR 1/2001