Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 35

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 35
vemd. Samningsaðilum er gert að hefja nýjar viðræður einu ári fyrir lok framkvæmdartímabils samn- ingsins og em þessar viðræður því þegar hafnar. Þeim er m.a. ætlað að taka tillit til fenginnar reynslu af framkvæmd skuldbindinga um að draga úr stuðningi og vernd í heimsviðskiptum með landbúnað- arvömr, þátta sem ekki em við- skiptalegs eðlis og frekari skuld- bindinga sem kunna að vera nauð- synlegar til að ná langtímamark- miðunum. Til þessa hafa viðræðumar nær eingöngu gengið út á söfnun upp- lýsinga og tillagna um hvernig haga skuli framhaldinu, þ.e.a.s. efnislegu innihaldi samningavið- ræðna. Ekki er líklegt að þessar viðræður komist á verulegan skrið fyrr en aðildarríki WTO hafa kom- ið sér saman um nýja heildarlotu, en tilraunir í þá vem sigldu í strand á síðustu ráðherrastefnu stofnunar- innar í Seattle. Telja verður land- búnað of viðkvæmt svið til að samningar geti náðst um hann út af fyrir sig. Erfitt er að spá á þessu stigi um hvort og þá hvenær nýrri lotu verður hleypt af stokkunum en ráðherrar aðildarríkjanna þurfa að koma saman á ný á þessu ári. Rætt hefur verið um að Ijúka hugsanlegri lotu á stuttum tíma, jafnvel 2-3 ár- um, en reynslan hefur sýnt að slíkt kann að reynast erfitt í fram- kvæmd. Fjölmargar tillögur liggja nú fyrir um umfang og aðferðarfræði frek- ari landbúnaðarviðræðna innan WTO. Skemmst er frá því að segja að af hálfu helstu útflutningsríkja (t.d. Caims-hópsins) em uppi kröf- ur um að færa landbúnaðarviðskipti á komandi árum í sama horf og við- skipti með iðnaðarvömr, m.a. með gríðarlegum tollalækkunum, af- námi útflutningsstyrkja og hertum reglum um innanlandsstuðning sem miða af því að afnema fram- leiðslutengdan stuðning. Ennfrem- ur beinast sjónir þeirra að fram- kvæmd fyrirliggjandi skuldbind- inga, þar sem því er haldið fram að ýmsar ráðstafanir feli í sér duldar hindranir eða leyndan stuðning og miði að því að ónýta umsamin markaðsaðgang og sniðganga markmið landbúnaðarsamningsins. Ymis önnur ríki taka annan pól í hæðina og benda á þá staðreynd að um langtímamarkmið sé að ræða. Ennfremur að landbúnaður sé ekki þess eðlis að hann falli að markaðs- sjónarmiðum eingöngu og því þurfi að staldra aðeins við. Gæta verði að þáttum sem ekki eru viðskipta- legs eðlis og hinu fjölþætta hlut- verki landbúnaðar. Þetta sé m.a. viðurkennt í 20. gr. landbúnaðar- samningsins. Island tilheyrir þess- um hópi ásamt ríkjum á borð við ESB, Noreg, Sviss, Kóreu og Jap- an. Landbúnaðamefnd WTO hefur um árabil fjallað um hið fjölþætta hlutverk landbúnaðar og þætti sem ekki eru viðskiptalegs eðlis en mikið ber á milli þess vægis sem einstakir samningsaðilar era reiðu- búnir til að gefa þessum þáttum og hugmynda ríkja um hvort og þá hvemig hið fjölþjóðlega viðskipta- kerfi eigi að taka á og/eða styrkja slíka þætti. Gagnrýnisraddir eru uppi um að hér sé á ferðinni ný teg- und af vemdarhyggju. En þeir sem fylgja málstað hins fjölþætta hlut- verks landbúnaðar benda á að hann gengur ekki einungis út á fram- leiðslu búvara. Samhliða fram- leiðslu leiði landbúnaður af sér önnur gildi, sem eiga sér ekki markað í viðskiptalegum skilningi. Hann stuðli m.a. að umhverfis- vemd og vemdun menningar og hann viðhaldi byggð og fæðu- öryggi. Ekki sé hægt að skilja á milli framleiðsluhlutverks land- búnaðarins annars vegar og þessara þátta hins vegar. Af öðmm þáttum sem ekki em viðskiptalegs eðlis og nauðsynlegt er að gefa verulegt vægi í frekari samningaviðræðum má nefna öryggi matvæla og velferð dýra. Allt miðar þetta að því að renna stoðum undir sérstöðu landbúnað- arins gagnvart öðmm greinum. Is- land hefur lagt á það áherslu að sér- staða af þessu tagi kalli á áfram- haldandi sérmeðferð landbúnaðar innan hins fjölþjóðlega viðskipta- kerfis. Að auki séu engar algildar lausnir sem henta öllum aðildar- ríkjum. Taka verður tilhlýðilegt til- lit til þeirra þjóða sem búa við erfið framleiðsluskilyrði, m.a. vegna landfræðilegrar legu eða veðráttu, og framleiða matvöm fyrst og síð- ast í þágu eigin þegna. í ljósi þessa er það meginmark- mið Islands í yfírstandandi viðræð- um að tryggja að landbúnaðar- samningur WTO feli til framtíðar í sér nægjanlegan sveigjanleika til að hýsa þær aðgerðir, sem taldar em nauðsynlegar hérlendis til að ís- lenskur landbúnaður dafni og þróist farsællega. Áhrif á íslenskan landbúnað Sú breyting sem átti sér stað árið 1995 með gildistöku WTO og þá landbúnaðarsamningsins sérstak- lega er trúlega róttækari en flestir hérlendis hafa gert sér grein fyrir. Eina áþreifanlega breytingin hér, sem má með beinum hætti rekja til WTO, er sá afmarkaði innflutning- ur sem átt hefur sér stað samkvæmt lágmarksaðgangsskuldbindingum. I raun hefur lítið sem ekkert reynt á aðra þætti. En það sem skiptir máli þegar horft er til framtíðar er að landbúnaðurinn hefur verið ramm- aður inn. Hann er að öllu leyti orð- inn háður fjölþjóðlegum reglum og skuldbindingum. Það liggur í hlut- arins eðli að þessi rammi mun ein- ungis þrengjast á komandi ámm og áratugum. Eg vil eindregið hvetja þá sem fyrir landbúnaðinn starfa að horfa langt fram á veg, ekki bara til yfir- standandi viðræðna heldur til, segj- um, næstu fimmtíu ára. Hugsum til þess hvað GATT-samningurinn gerði á þessu sama tímabili fyrir viðskipti með iðnaðarvörur. Ef fjölþjóðlega viðskiptakerfið heldur heilsu, er þá einhver ástæða til að ætla að þróunin verði með öðmm hætti hvað landbúnaðinn varðar? FR6VR 1/2001 - 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.