Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 32

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 32
ekki síst þróun ESB sjálfs. Land- búnaðarstefna ESB mun eflaust breytast nokkuð á komandi árum, m.a. vegna fjölgunar aðildarríkja. I þeirri stöðu sem við búum við í dag virðist ekkert knýja á um aðildar- umsókn. En það er nauðsynlegt að fylgjast grannt með þróun mála til að geta lagt upplýst mat á stöðu þeirra hverju sinni og haga ákvörð- unum sínum eftir því hvemig hags- munum þjóðarinnar verður best borgið til framtíðar. 2. WTO og íslenskur landbúnaður Frá GATT til WTO Þegar hinn almenni GATT-samn- ingur um tolla og viðskipti tók gildi árið 1948 var honum ætlað að ná til allra vöruviðskipta, þ.m.t. viðskipti með landbúnaðarvörur. Þetta varð þó ekki raunin nema að takmörk- uðu leyti. Eftir því sem árin liðu kom æ betur í ljós að landbúnaður- inn var komin talsverðan spöl frá meginreglum samningsins í átt til viðskiptahafta og vemdarhyggju. Ekki náðist pólítísk samstaða um að taka á þessum vanda, enda hefðu tilraunir í þá vem mögulega getað stefnt hinu fjölþjóðlega viðskipta- kerfí í hættu. Arangur þess hafði ekki látið á sér standa á öðrum sviðum vöruviðskipta, sem blómstruðu sem aldrei fyrr undir þeim stöðugleika og reglufestu sem GATT-samningurinn veitti. Sú al- menna velmegun og hagsæld sem eftirstríðsárin hafa fært mörgum jarðarbúum á ekki síst rætur að rekja til árangurs hins fjölþjóðlega viðskiptakerfis. A þessum rúmu fimm áratugum hafa heimsvið- skiptin margfaldast. Hvað iðnaðar- vömr varðar er athyglisvert að á þessu tímabili hafa meðaltollar að- ildarríkjanna fallið úr mörgum tug- um niður í tæp 4% nú. Ennfremur hafa flestar aðrar landamæraað- gerðir en tollar verið afnumdar. Breytingar í átt til frjálsræðis og aukinnar reglufestu í viðskiptum hafa helst átt sér stað í gegnum við- skiptalotur GATT. Allmörgum slíkum samningalotum hefur verið lokið á eftirstríðsárunum en sú um- fangsmesta var kennd við Urúgvæ og var ýtt úr vör á árinu 1986. A þessum tímapunkti stefndu al- mennar verðhækkanir og vemdar- sjónarmið í viðskiptasamskiptum ríkja efnhagsþróun í hættu. Ljóst var að gamli GATT-samningurinn um vöruviðskipti svaraði ekki leng- ur kröfum nútímaviðskipta, sem urðu stöðugt umfangsmeiri og flóknari. Þjónustuviðskipti voru orðin allveruleg og mikilvægur vaxtarbroddur en engar reglur voru um þau innan GATT. Einnig vant- aði reglur um hugverkaréttindi í viðskiptum og loks vom uppi kröf- ur um að fella viðskipti með land- búnaðarvörur betur undir hið fjöl- þjóðlega viðskiptakerfi. Þrátt fyrir erfiðleika og mikla hagsmunaárekstra tókust samning- ar loks eftir sjö ára samningaferli. Hinir nýju samningar tóku gildi þann 1. janúar 1995 undir umsjá nýrrar stofnunar, Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO). WTO myndar nú stofnanalegan ramma utan um hið fjölþjóðlega viðskipta- kerfi og spannar öll vömviðskipti, þjónustuviðskipti og hugverkarétt- indi í viðskiptum. Ennfremur var gerður sérstakur samningur um lausn deilumála til að gera máls- meðferð skilvirkari og niðurstöður bindandi fyrir hlutaðeigandi aðild- arríki, m.a. með því að koma í veg fyrir neitunarvald þolenda. Landbúnaðarsamningur WTO Gerður var sérsamningur um landbúnað sem felldur var undir WTO-samninginn. í raun falla landbúnaðarviðskipti undir alla þá samninga WTO sem fjalla um vöruviðskipti, þ.á m. almenna GATT-samninginn, en ef ósam- ræmi er milli ákvæða ráða ákvæði landbúnaðarsamningsins. Samn- ingnum er ætlað að skapa grund- völl fyrir umbótaferli í viðskiptum með landbúnaðarvörur með það langtímamarkmið í huga að koma á viðskiptakerfi fyrir landbúnaðar- vörur sem er sanngjamt og miðast við þarfir markaðarins. Þetta lang- tímamarkmið er að minnka vem- lega og í síauknum mæli á tilteknu tímabili stuðning og vemd í land- búnaði og koma í veg fyrir tak- markanir og raskanir á heimsmark- aði fyrir landbúnaðarvömr. Samningurinn um landbúnað á sér þrjár meginstoðir, þ.e.a.s. mark- aðsaðgang, innanlandsstuðning og útflutningsstyrki, en viðmiðunarár hans eru í öllum tilfellum árin 1986-1988. Meginniðurstaðan varðandi markaðsaðgcmg er fólgin í þvi að tollar leystu af hómi magntakmark- anir og aðrar innflutningshindranir. Rétt er að gera greinarmun á tolla- bindingum og rauntollum, en WTO beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim fyrmefndu. Tolla- binding er sá hámarkstollur sem getur mögulega verið lagður á til- tekna vöm skv. umsömdum skuld- bindingum á vettvangi WTO. Rauntollar eru svo þeir tollar sem kunna í raun að vera lagðir á við innflutning, en þeir geta verið jafn- ir eða lægri en bindingin. Tolla- ígildunarferlið leiddi í mörgum til- fellum af sér gríðarlega háar tolla- bindingar. Þá skuldbundu aðildar- ríkin sig til að lækka tollabindingar í áföngum á ámnum 1995-2000, að meðaltali um 36%. Til þess að tollaígildunarferlið hefði ekki skað- leg áhrif á raunverulegan markaðs- aðgang skuldbundu aðildarríkin sig til þess að tryggja sama markaðsað- gangstækifærið fyrir sama vöm- magn á sömu rauntollum og ríktu á viðmiðunarárum samningsins. Þetta kvótafyrirkomulag hefur ver- ið nefnt ríkjandi markaðsaðgangur. Ennfremur skuldbundu aðilarríkin sig til þess að veita markaðsað- gangstækifæri fyrir vömr þar sem lítill eða enginn aðgangur var fyrir á lágum sem engum tollum. Að- gangstækifærið skyldi nema í upp- hafi 3% af innanlandsneyslu við- komandi vara og aukast í 5% á sex árum. Þetta kvótafyrirkomulag 28 - Fl3€VR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.