Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2003, Side 8

Freyr - 01.05.2003, Side 8
Tafla 1. Kostnaðurvið rúllun og pökun árin 2001 og 2202, sjá texta. Kostnaður 2001 2002 Tryggingar 38.130 38.870 Verktaki 514.491 572.791 Plast og net 690.347 761.646 Varahlutir 2.576 8.050 afborgun lána 936.937 929.029 Aðkeypt rúllun 24.300 0 Afsl.rúlluvél -50.000 0 Samtals u/vsk 2.156.781 2.310.386 Fjöldi rúlla 2.780 2.666 Rúlluverð m.plast 776 867 Rúlluverð u.plast 525 581 um nokkur umboð gera okkur til- boð í vélina. Niðurstaðan var sú að við keyptum sambyggða rúllu- og pökkunarvél með söxunarbúnaði á 3,3 milljónir kr. án/vsk (2001). Næsta skref var að við stofnuðum fyrirtækið Laufaþrist ehf., en okk- ur kom saman um að það væri hreinlegast því að oft hefur svona samstarf farið út um þúfur hjá bændum. Gömlu rúllu- og pökk- unarvélamar seldum við svo hver fyrir sig. Kostnaður og fjármögnun Kostnaður við stofnun fyrirtæk- isins var kr. 107.480, þar af vinna lögfræðings, sem sá um stofnun hlutafélagsins, kr. 22.500. Þess- um kostnaði skiptum við jafnt á milli búanna þriggja þannig að allir áttu 1/3 hlut í fyrirtækinu. Rúlluvélina tók Laufaþristur ehf. á fjármögnunarleigu til fímm ára, en eftir fímm ár lækkar leigu- verðið vemlega eða greitt verður lokagjald 3% af upphaflegum höfuðstól og eignast Laufaþristur ehf. þá rúlluvélina. Fyrirkomulag * I upphafí var einn af okkur val- inn sem prókúruhafí (fram- kvæmdarstjóri) sem sér um alla pappírsvinnu og endurskoð- andi valinn sem sér um skatt- framtal. * A hverju vori er einn af okkur valinn sem umsjónarmaður. Hlutverk hans er t.d. að halda utan um rúllufjölda, plast- og netbirgðir. * Til að rúlla með rúlluvélinni réð Laufaþristur ehf. verktaka með dráttarvél og sér verktak- inn um allan rekstur á henni. * Skipulagið á rúlluninni er þannig að við hringjum í um- sjónarmanninn og tilkynnum væntanlegan rúllufjölda. Um- sjónarmaðurinn sér um að skipuleggja daginn, en sá hátt- ur hefur verið hafður á að ef Tafla 2. Notkun og kostnaður við haugdælu árið 2002 og áætlun fyrir 2003 og 2004, kr. Notkun dagar 2002 Samtals 2003 Samtals 2004 Samtals Býli 1 7 66.115 127.358 55.300 Býli 2 7 66.115 127.358 55.300 Býli 3 4 37.780 72.776 31.600 170.010 327.492 142.200 allir vilja fá rúllun sama dag þá fær hvert bú 80-100 rúllur í einu. Sá sem er fyrstur einn daginn verður seinastur í röð- inni þann næsta, síðan fer vélin á næsta bæ koll af kolli og byrj- ar svo aftur á þeim fyrsta ef með þarf. Höfum við komist í að rullað tæplega 400 rúllur á sólahring þegar mest var. Með þessu móti erum við ekki að skipta okkur af því hve mikið hver er að slá i það skiptið. Skilyrði er að alltaf sé tilbúið í múgum fyrir rúlluvélina svo að ekki myndist biðtími. * Til að lækka kostnaðinn var ákveðið að rúlla fyrir aðra ef ekkert lægi fyrir hjá eigendum. Var það um 1% fyrsta árið en 9% annað árið af heildarrúllu- fjölda. * Plast og net kaupir Laufaþrist- ur ehf. og eru tilboð fengin frá innflytjendum ár hvert. * Kostnaðurinn er tekinn saman eftir sumarið, þ.e. afborganir af rúlluvél, verktakagreiðslur, plast, net, varahlutir o.fl., sjá töflu 1. Þessum kostnaði er deilt í með rúllufjöldanum og fínnum við þannig rúlluverð sem Laufaþristur ehf. rukkar viðskiptamenn síðan um. Sjá töflu 1. Þannig jöfnum við kostnaðinum miða við bústærð en þau eru misstór með allt ffá 600 upp í 1200 rúllur á sumri. * Ef vélin hefur bilað alvarlega þá höfum við fengið einhvem annan til að rúlla og greiðir Laufaþristur ehf. þann kostnað. Þannig að það skiptir ekki máli hjá hverjum það bilar, það sitja allir við sama borð og Laufa- þristur ehf. sér um heyskapinn. Hnökrar * Helstu hnökrar á svona sam- starfi er þeir að við fáum ekki rúllun nákvæmlega þegar við viljum. 18 - Freyr 4/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.