Freyr - 01.05.2003, Síða 10
Ur skýrslum nautgripa-
ræktarfélaganna árið 2002
Nokkrar helstu niðurstöður
F
rið 2002 mun verða eitt
af þeim árum sem kom-
ast á spjöld sögunnar
þegar fjallað verður um starf
félaganna. Á þessu ári fóru
meðalafurðir skýrslufærðra
kúa í landinu í fyrsta skipti yfir
5000 kg.
Hér á eftir fylgir yfirlit um
nokkrar af helstu niðurstöðum úr
skýrsluhaldinu árið 2002. Tölu-
legar niðurstöður eru í töflum og
síðan nokkuð nánar fjallaó um
þær og þær útskýrðar í texta.
Grein eins og þessi er að vonum
með nokkuð líku sniði frá ári til
árs. Það er gert af ráðnum hug
vegna þess að tilgangur greinar-
innar er tvíþættur. Hún kemur á
framfæri og kynnir þessar niður-
stöður á líðandi stund. Einnig
verður hún í framtíðinni helsta
heimild fyrir þá sem afla þurfa
upplýsinga um ýmsa þætti í þróun
nautgriparæktar. Við slíka vinnu
er það mikill kostur ef uppsetning
efnis er lík frá ári til árs.
Framkvæmd skýrsluhaldsins er
með hefðbundnum hætti. Bændur
senda mánaðarlegar upplýsingar
um afurðir, kjamfóðurgjöf og aðra
skráningabæra þætti fyrir einstak-
ar kýr. Á móti þessu koma upplýs-
ingar um sæðingar frá frjótæknum
og efnamælingar mjólkur frá
Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðar-
ins (RM). Þessar upplýsingar
mætast síðan allar í gagnagrunni
nautgriparæktarinnar hjá BÍ. Á
allra síðustu árum liefur skýrslu-
höldurum, sem senda mánaðar-
legar upplýsingar sínar rafrænt,
fjölgað með hverju ári. Sú aukn-
ing hefur einkum orðið marktæk
eftir að forritið ÍSKÝR var tekið í
notkun. Notendum forritsins hefur
fjölgað jafnt og þétt og í árslok
mun láta nærri að skil á um 15%
eftir
Jón Viðar Jónmundsson
Bænda-
samtökum
íslands
skýrsluhaldsins, miðað við kúa-
fjölda, sé á þessum gmnni.
Tafla 1 sýnir allar helstu fjölda-
og meðaltalstölur úr skýrsluhald-
inu árið 2002 þegar þær em reikn-
aðar eftir búnaðarsambandssvæð-
um. Tölunum fyrir Suðurland er
eins og ætíð áður tvískipt á grunni
gömlu nautgriparæktarsamband-
anna þar. í uppgjöri vom að þessu
sinni samtals 735 bú á landinu og
er það fækkun um 30 bú frá árinu
áður. Mest af þessari fækkun varð
Tafla 1. Nokkrar fjölda- og meðaltalstölur úr skýrsluhaldinu árið 2002
Búnaöarsamband Fjöldi búa Fjöldi Árskýr Bústærð Nyt, kg Kjarnfóður, kq
Kjalarnesþings 6 245 184,8 30,8 4.419 1.133
Borgarfjarðar 61 2282 1685,0 27,6 4.783 803
Snæfellinga 28 899 651,2 23,3 5.114 834
Dalasýslu 19 573 417,3 22,0 4.566 883
Vestfjarða 27 731 556,9 20,6 4.890 805
Strandamanna 1 41 31,1 31,1 3.855 561
V-Húnavatnssýslu 20 640 463,2 23,2 5.037 841
A-Húnavatnssýslu 41 1206 869,6 21,2 4.679 889
Skagfirðinga 62 2560 1914,3 30,9 5.138 1.004
Eyjafjarðar 112 5478 4116,1 36,8 4.990 874
S-Þingeyinga 72 1955 1517,8 21,1 5.108 906
Austurlands 25 932 690,5 27,6 4.350 821
A-Skaftafellssýslu 13 423 295,5 22,7 5.151 998
V-Skaft., Rang. 117 4608 3239,5 27,7 5.094 898
Árnessýslu 131 5802 4103,6 31,3 5.189 1.015
Landið allt 735 28.375 20736,4 28,2 5.006 911
110 - Freyr 4/2003