Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2003, Page 14

Freyr - 01.05.2003, Page 14
Tafla 2. Bú með fleiri en 10 árskýr á skyrslu árið 2002 oq meðalafurðir vfir 6500 kq af mjólk Eigandi Heimili Árskýr Kg mjólk Kjarnfóður, kg Félagsbúið Baldursheimi, Mývatnssveit 17,8 7.175 1.321 Jóhann og Hildur Stóru-Hildisey, A-Landeyjum 37,7 7.163 Ragnheiður og Klemenz Dýrastöðum, Norðurárdal 18,3 7.020 1.202 Eggert og Páll Kirkjulæk II, Fljótshlíö 34,0 6.861 936 Guðmundur og Svanborg Miödal, Kjósarhreppi 25,4 6.657 1.408 Hlynur Snær og Guðlaug Björk Voðmúlastööum, A-Landeyjum 26,6 6.629 1.205 Daníel Magnússon Akbraut, Holtum 15,6 6.580 1.076 Ragnar og Magnús Birtingaholti I, Hrunamannahreppi 34,7 6.575 1.173 Bertha og Jón Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum 33,0 6.508 Ingi H. Bjarnason N-Svertingsstöðum, Y-Torfustaðahr. 11,5 6.503 1.114 Afurdamestu búin Tafla 2 gefur yfirlit um þau 10 bú sem eru með meðalafúrðir árið 2002 yfir 6500 kg. Félagsbúið í Baldursheimi í Mývatnssveit er nú í efsta sætinu eins og svo oft á undanfömum tveimur áratugum. Arangur þess að þessu sinni er nýtt Islandsmet og hnekkir búið því eigin meti frá árinu 1999. I Baldursheimi voru árið 2002 17,8 árskýr og þær skiluðu til jafnaðar 7175 kg af mjólk eða 15 kg betur en kýmar þar gerðu árið 1999. Að meðaltali var kjarnfóðurgjöf á hverja kú á búinu skráð 1321 kg árið 2002. Þetta bú er tæpast mik- il þörf á að kynna nánar lesendum þessarar greinar, afrek þess und- anfarin ár munu flestum lesendum það vel þekkt. Minnt er á fróðlegt viðtal við ábúendur í Baldurs- heimi, sem var í Nautgriparæktar- frey árið 2000. í öðm sæti, aðeins feti á eftir, kemur bú þeirra Jó- hanns og Hildar í Stóm-Hildisey í Austur-Landeyjum en þar á búi vom 37,7 árskýr árið 2002 sem voru að mjólka að meðaltal- i 7163 kg af mjólk hver. Þetta bú hefúr á síðustu ámm færst stóram skrefúm upp þessa töflu. Þama hafa verið afúrðahæstu kýr lands- ins síðustu ár og ffægust þeirra allra er Skræpa 252, sem eins og fram kemur á öðram stað í blað- inu, var afurðahæsta kýrin i land- inu árið 2002 líkt og árið 2001. Þá má á það minna að tvö þeirra nauta, sem nú era að koma úr af- kvæmarannsókn, Trefill 96006 og Prakkari 96007, komu frá þessu búi, þó að þá væra núverandi ábendur ekki komnir til búskapar þar. Þriðja búið er síðan hjá Ragn- heiði og Klemens á Dýrastöðum í Norðurárdal en þar vora 18,3 ár- skýr búsins að mjólka að meðal- tali árið 2002 7020 kg af mjólk. Þetta bú er löngu vel þekkt á þess- um topplista þar sem það hefúr haft fasta búsetu um langt árabil. Búið á Dýrastöðum hefúr lagt ræktunarstarfinu í landinu til marga góða kynbótagripi í áranna rás og má þar síðastan nefna Stúf 90035 sem nú á stóran hóp af öfl- ugum afurðagripum í íjósum dreift um allt landið. Toppbúið frá síðasta ári, hjá þeim feðgum Egg- ert og Páli á Kirkjulæk II í Fljóts- hlíð, er síðan í fjórða sætinu með 6861 kg eftir 34 árskýr. Margoft hefur verið á það bent að fremur ætti að raða búum á grandvelli verðefnaframleiðslu (mjólkurfita + mjólkurprótein) í mjólk en út frá mjólkurmagni einu og sér. Arið 2002 breytir sá grann- ur að vísu ekki röð allra efstu búa, en þannig skipað í röð era efstu búin þessi: Baldursheimur .........533 kg Stóra-Hildisey.........530 kg Dýrastaðir ............511 kg Birtingaholt I ........510 kg Hríshóll ..............505 kg Hér era þá talin þau bú sem ná 500 kg markinu i þessum saman- burði á árinu 2002. Mynd 5 sýnir dreifingu í burð- artíma kúnna árið 2002. Þessi mynd er að því leyti ffábragðin því sem áður hefúr verið að ann- Burðartími kúnna 2002 20 15 10 5 0 H Allar ■ Kvígur Mynd 5. Hlutfallsleg skipting á burði kúnna eftir mánuðum áríð 2002. 114 - Freyr 4/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.