Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2003, Page 17

Freyr - 01.05.2003, Page 17
Afrekskýr í nautgripa- ræktinni árið 2002 íkt og í öllum nálægum löndum er sú hefð nær jafngömul skýrsluhaldi í nautgriparækt að gerð sé nokk- ur grein fyrir þeim einstökum kúm sem hafa til mestra afreka unnið á hverju ári. Þetta verð- ur gert í þessari grein á hlið- stæðan hátt og gert hefur verið undanfarin ár. Ljóst er að jafnhliða hinni miklu afurðaaukningu, sem orðið hefur hér á landi á allra síðustu árum, hafa eldri afurðaviðmiðanir um margt orðið úreltar. Vegna þess að þessar tölur segja hins vegar mjög mikið um þróun í nautgriparækt- inni er haldið áfram að birta þær. Kýmar, sem að þessu sinni náðu 5000 kg mörkum um mjólkur- magn, voru 7926 (6947), þegar mörk eru sett við 200 kg af mjólk- urfítu eru kýmar samtals 8018 (7121) og 200 kg af mjólkurpró- teini nær 3631 (2910) kýr að skila á árinu 2002. Tölur í sviga em sam- bærilegar tölur frá árinu 2001. Vafalítið em margir lesendur þess- arar greinar sem muna þá tíð að birt var hér í Frey skrá um allar kýr í landinu sem á viðkomandi ári náðu að skila 200 kg af mjólkurfitu. Tafla 1 gefur yfirlit um þau naut sem eiga stærstu dætrahópana meðal þessara afrekskúa. Eins og á síðasta ári þarf nautið að eiga að lágmarki 25 dætur sem ná 5000 kg markinu til að komast í töfluna. Dætrahópunum íjölgar vemlega á milli ára og em þeir nú 57 sem ná þessu marki. Það er augljóst að lík- ur á því að dætrahópar komist í þessa skrá ráðast, auk afkastagetu kúnna, mjög af því hve margar dætur em til undan viðkomandi nauti í framleiðslu. Þar er munur- inn feikilega mikill. Á það má hins vegar benda að ákaflega breytilegt er á milli nauta hve hátt hlutfall dætra þeirra er að finna á þessum afrekslista. Þegar miðað er við fjöl- da lifandi dætra á skýrslu í árslok em allmörg af eldri nautunum þama með um 80% dætra sinna á þessum lista. Þetta á við um naut eins og Bassa 86021, Andvara 87014 og Svelg 88001. Af yngri nautum vekja athygli, eins og á síðasta ári, Blakkur 93026 og Drómi 94025 fyrir óvanalega hátt hlutfall dætra á þessum lista. Þegar þessi listi er skoðaður hlýtur að vekja athygli hinn mikli fjöldi Dálkssonanna ffá 1988 sem þama eiga stóra dætrahópa og síðan em synir þeirra frá árinu 1996 að birt- ast þama með dætur sínar. Þá er rétt að vekja á því athygli að það gerist nú í fyrsta sinn að naut sem enn eiga ár í afkvæmadóm em komin með stóra dætrahópa á þennan lista. Teinn 97001 og Brimill 97016 eiga báðir aðeins á annað hundrað lifandi dætra á skýrslu í árslok en fyrir Stíg 97010 er hlutfall hámjólka dætra óvana- lega hátt hjá nauti sem aðeins á mjög ungar dætur. Flestar dætur á hámjólka kúalist- anum á að þessu sinni Almar 90019 eða 281 sem nær 5000 kg mörkun- um og margar af þessum kúm hafa fituríka mjólk þannig að 314 af dætrum hans ná 200 kg mörkunum fyrir mjólkurfitu og 143 af þeim ná 200 kg mörkum fyrir mjólkurpró- tein. Búi 89017 á nokkm fleiri dæt- ur sem ná mörkum um mjólkurpró- tein eða 168 samtals og af dætrum hans em 264 sem mjólka 5000 kg af mjólk árið 2002. Þriðji dætra- hópurinn, sem telur fleiri en 200 kýr yfir 5000 kg mörkin, em dætur Holta 88017 en þær em samtals 213 sem ná þeim mörkum. Þess má geta að árið 2001 vom dætur Holta flestar meðal hámjólka kúa í land- inu. Dætrahópar undan þeim Þymi 89001, Óla 88002 og Þræði 86013 koma síðan næstir í röðinni um fjölda dætra. Nfu KÝR MJÓLKUÐU YFIR 10.000 KG Á ÁRINU Þegar nánar er skoðaður listi um afurðamestu kýmar árið 2002 kem- ur í ljóst að 9 (6) kýr mjólkuðu meira en 10.000 kg af mjólk, þær vom 43 (21) sem fóm yfir 9000 kg, yfir 8500 kg mjólka samtals 99 (70) og er skrá um þessar kýr birt í töflu 2 og 962 (776) kýr vom að mjólka yfir 7000 kg af mjólk. Sam- bærilegar tölur frá árinu 2001 em í sviga og samanburður talnanna sýnir vel hve afurðaaukningin kem- ur fram í mikilli fjölgun á kúm sem em að mjólka mjög mikið. Það gerist nú, þegar litið er á mjólkurmagn, að afurðahæsta Freyr 4/2003 - 171

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.