Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2003, Page 28

Freyr - 01.05.2003, Page 28
Úrvalsnýting meðal nauta úr árgangi fæddum 1996. sérstaklega er ástæða til að vekja athygli á mjög góðum dómi um mjaltir og gæðaröð hjá þessum kúm sem var sérlega jákvæð. Hófur 96027 er að skila mestum mjólkurkúm af nautum úr árgang- inum og próteinhlutfall mjólkur jákvætt. Dætur hans eru ekki rým- ismikla, hafa aðeins breytilega júgurgerð, en mjög vel gerða spena. Þetta virðast mjög jafnvel- gerðar kýr og mat um endingu mjög jákvætt. Hófur dæmdist besta naut í árganginum. Fróði 96028 er að gefa mjólkur- lagnar kýr með gott prótein í mjólk. Júgur er mjög vel borið og spenar góðir. Mjaltir eru mjög góðar en skap aðeins breytilegt. Þessar kýr komu ákaflega vel út við gæðaröðun. Hvítingur 96032 gefiir mjólkur- lagnar kýr með góð efni í mjólk. Mat er mjög jafht um flesta eigin- leika og skap mjög gott. Minnt er á að þetta naut erfir sinn sérstaka lit. Nautin sem fengu notkunardóm eru: Trefill 96006, íri 96010, Núp- ur 96013, Kalli 96015, Úi 96016, Narfí 96017, Höttur 96020, Dúri 96023, Hrani 96024 og Randi 96031. Af þeim verða settir i al- menna notkun frá Nautastöðinni þeir Trefíll, Núpur, Kalli, Úi og Dúri. Hjá öllum þessum nautum má finna umtalsverða kosti sem full ástæða er að sækja í með notkun þeirra. Hinum nautunum, sem fá notkunardóm en eru ekki sett í almenna notkun, er hægt að fá sæði úr til notkunar. Þeir sem ætla sér að nota þessi naut þurfa hins vegar að panta sæði úr þeim sérstaklega hjá frjótækni sínum vegna þess að hann verður að fá það sérstaklega frá Nautastöðinni. Nautin sem féllu á prófinu voru þessi; Glói 96001, Grani 96002, Peli 96004, Lax 96009, Týr 96012, Móri 96014 og Lundi 96019. Úrvalsnýting Venja hefur verið síðustu árin að draga saman niðurstöður af- kvæmarannsóknarinnar með því að sýna á myndrænu formi úrvals- nýtingu út frá því vali sem gert er á nautum til frekari notkunar. Þessi mynd á að sýna hvaða áhrif megi ætla að sjáist í kúastofninum í framtíðinni vegna notkunar á þessum nautum. Aðeins skal rifjað upp hvað hér er mælt. Úrvalsnýting fyrir ákveð- inn eiginleika sýnir hve miklir yf- irburðir nautanna, sem valin eru til áframhaldandi notkunar, eru í samanburði við það sem mögulegt hefði verið að ná ffarn ef nautin hefðu öll aðeins verið valin með tilliti til þessa eina eiginleika. Margoft hefúr verið bent á það að þegar verið er að velja fýrir mörgum eiginleikum á sama tíma er nær útilokað að ná fram já- kvæðu vali fyrir þeim öllum sam- tímis. Þetta stafar ekki hvað síst af því að mjög margir eiginleikanna eru neikvætt tengdir og slíkt gerir þannig útkomu enn ólíklegri. Myndin er að þessu sinni ein sú jákvæðasta sem sést hefur, aðeins myndin fyrir árganginn frá 1994 sýnir nokkra hliðstæðu. Eins og fram hefur komið voru ekki í þessum árgangi sömu topp- ar gagnvart afurðum og voru í síð- ustu tveimur árgöngum. Engu að síður voru mörg góð naut að þessu leyti og þau voru meiri kostagrip- ir með tilliti til annarra eiginleika en stundum áður. Fyrir mjólkur- magn er úrvalsnýtingin 79%, sem er feikihátt. Þrátt fyrir þetta sterka val fýrir mjólkurmagn og nei- kvæða fylgni magns og efha í mjólk, þá er úrvalsnýting gagn- vart próteinhlutfalli um leið 30%. Þó að það komi ekki fram á myndinni er forvitnilegt að huga að vali með tilliti til fituhlutfalls í mjólk. Þessi þáttur hefur ekki ver- ið þáttur í ræktunarmarmiði um langt árabil. Þrátt fyrri það verða nær engar breytingar greindar í stofninum gagnvart þessum eigin- leika. Það er í fullu samræmi við það að úrvalsnýting gagnvart þessum eiginleika er -1 í þessum árgangi. Þannig er engra breytinga að vænta í fituhlutfalli mjólkur- innar vegna valsins að þessu sinni. Fyrir fijósemi er úrvalsnýting engin. Eins og fram hefur komið er grunnur að þessum eiginleika líklega ónákvæmastur allra eigin- leikanna. Neikvæða niðurstaðan að þessu sinni er gagnvart frumutölu. Þar er úrvalsnýting -34. Þetta skýrist Frh. ó bls. 42 128 - Freyr 4/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.