Freyr - 01.05.2003, Síða 31
Tafla 1. Naut sem standa efst í kynbótamati fyrir endingu
Nafn Númer Einkunn Faðir Nr. föður
Þráður 86013 129 Drangur 78012
Rauður 82025 125 Bróðir 75001
Jóki 82008 121 Bróðir 75001
Erró 89026 119 Rauður 82025
Stjóri 85045 119 Forkur 76010
Hafur 90026 118 Jóki 82008
Dálkur 80014 117 Brúskur 72007
Almar 90019 117 Rauður 82025
Óli 88002 115 Dálkur 80014
Holti 88017 114 Dálkur 80014
Uggi 88004 114 Dálkur 80014
Sorti 90007 113 Kópur 82001
Magni 81005 113 Skúti 73010
Flekkur 87013 113 Gegnir 79018
Gnúpur 90018 112 Rauður 82025
Dreki 81010 112 Skúti 73010
Hólmur 81018 112 Rex 73016
Baldi 88003 112 Bæsi 80019
Andvari 87014 111 Bauti 79009
Haki 88021 111 Dálkur 80014
svipað eða í kringum 0,10. Af-
urðaeiginleikar eins og mjólkur-
magn og próteinhlutfall hafa hins
vegar talsvert hærra arfgengi, eða
0,20 á mjólkurmagninu og 0,35 á
próteinhlutfallinu. Þess ber þó að
geta að arfgengi á mjólkurmagni
er ívið lægra hér á landi en í ná-
lægum löndum.
I töflu 1 gefur að líta lista með
þeim 20 nautum sem standa efst í
kynbótamati fyrir endingu og hafa
öryggi á kynbótaeinkunn yfir
80%. Þeirra efstur er Þráður
86013 með 129 í einkunn, hann
gaf af sér fremur litlar kýr með
rétta yfirlínu og sæmilega djúpan
bol. Júgur voru reglulega löguð
og vel borin og spenagerð í betra
lagi. Dætur Þráðar fengu lofs-
verða umsögn um mjaltir og júg-
urhreysti þeirra var góð, afkasta-
geta í rúmu meðallagi og prótein-
hlutfall fremur hátt. Þráður var á
sínum tíma notaður sem nautsfað-
ir, foreldrar hans voru Drangur
78012 og Frigg 844 frá Stóra-Ár-
móti í Hraungerðishreppi, sú var
undan Lýtingi 77012.
Rauður 82025 stendur einnig
ofarlega í mati með 125, hann gaf
kýr með sæmilega jafna yfirlínu,
ekki sérlega stórar en þó með
mikið bolrými, malir oftast þak-
laga og aðeins afturdregnar. Júgur
voru rýmisgóð og vel borin, spen-
ar vel settir en oft keilulaga. Dæt-
ur Rauðs voru í rúmu meðallagi
mjólkurlagnar, mjaltir góðar og
júgurhreysti með ágætum. Hann
var einnig notaður sem nautsfaðir.
Um nýjasta árgang nautanna,
sem afkvæmadæmdur var núna í
mars og fæddur var árið 1996, er
það að segja að í heild virðist
hann ætla að koma vel út fyrir
þennan eiginleika. Þess ber þó að
geta að arfgengi endingar er ein-
ungis 10% og fjöldi dætra undan
hverju nauti, sem búið er að fella,
er fremur lítill, eða á bilinu 7-32.
Þannig er öryggi einkunnanna enn
sem komið er fremur lágt, eða á
bilinu 39-67%. Það verður því að
teljast líklegt að þessar einkunnir
muni taka nokkrum breytingum
þegar fram líða stundir og auknar
upplýsingar fást. Það liggur þó í
hlutarins eðli að eftir því sem
nautin eru slakari m.t.t. þessa eig-
inleika, því öruggari er dómurinn
um þau. Nánari upplýsinga má sjá
í töflu 2.
Erfitt er að gera sér nákvæm-
Tafla 2. Endingareinkunnir nauta sem fædd voru 1996
Nafn Númer Einkunn Öryggi Faðir Nr. föður
Glói 96001 101 55% Daði 87003
Grani 96002 93 67% Svelgur 88001
Peli 96004 118 49% Svelgur 88001
Trefill** 96006 108 65% Holti 88017
Prakkari* 96007 112 43% Holti 88017
Lax 96009 110 53% Andvari 87014
íri 96010 108 58% Holti 88017
Týr 96012 107 54% Svelgur 88001
Núpur** 96013 104 62% Svelgur 88001
Móri 96014 109 53% Svelgur 88001
Kalli** 96015 110 54% Holti 88017
Úi** 96016 117 41% Holti 88017
Narfi 96017 106 55% Svelgur 88001
Lundi 96019 110 53% Tónn 88006
Höttur 96020 102 57% Svelgur 88001
Dúri** 96023 112 45% Holti 88017
Hrani 96024 114 39% Holti 88017
Hófur* 96027 119 41% Þráður 86013
Fróði* 96028 107 47% Óli 88002
Randi 96031 113 41% Svelgur 88001
Hvítinqur* 96032 108 54% Óli 88002
*=nautsfaðir **=kýrfaðir
Freyr 4/2003 - 31 |