Freyr - 01.05.2003, Qupperneq 42
ingar mjólkurkúa. Þar er m.a.
gerð grein fyrir feikilega um-
fangsmikilli bandariskri rannsókn
í þessum efnum sem sýnir mjög
skýrt að samband margra útlits-
þátta og endingar er ekki línulegt.
Endingabestu kýrnar eru fyrir
Qölmarga eiginleika þær sem lig-
gja nálægt meðaltalinu. Þetta eru
niðurstöður sem eru í samræmi
við ýmsar aðrar erlendar rann-
sóknir.
Rektstrarkönnun á
KÚABÚUM í DANMÖRKU
Eins og margir þekkja geta
Danir státað af feikilega góðum
gagnagrunnum um rekstarupplýs-
ingar úr landbúnaði. Gerð er grein
fyrir samanburði sem nær til á
annað þúsund mjólkurframleið-
enda sem höfðu samfellt búreikn-
ingshald á árabilinu 1996-2001.
Þama er búum skipað niður í
fimm flokka með tilliti til rekstr-
amiðurstöðu. Síðan er skoðað
hvemig búin flyjast á milli hópa í
slíkum samanburði á þessu fimm
ára tímabili. I ljós kemur, sem vart
kemur að óvart, að menn verða að
halda vel á spöðunum til að halda
stöðu sinni og að hreyfíngamar
verða mestar hjá þeim sem vom í
miðjuhópnum árið 1996. Einnig
kemur í ljós að um fjórðungur
hefur náð að halda sér þar, en hins
vegar hefur helmingur þeirra færst
í lakari hópana en fjórðungur í átt
til betri stöðu. Einnig sýnir það
sig að 44% þeirra, sem tilheyrðu
besta fímmtungnum árið 1996,
höfðu náð að halda sér þar enn ár-
ið 2001. Óbreytt ástand bíður
heim lakari stöðu er niðurstaða
höfundarins.
I sama blaði í febrúar er grein
þar sem sýndur er ávinningur
bænda í sambandi við að nota
sæðingar fremur en heimanaut.
Þar er byggt á sænskum rauntöl-
um í þessu sambandi. Miðað er
við 60 kúa búa. Þeir segja að ef
notaðar séu sæðingar samanborið
við heimanaut á kýmar sé ávinn-
ingurinn um 400 þúsund krónur
fyrir búið á ári. Einnig er dæmið
sett upp miðað við að heimanaut
sé aðeins notað á kvígumar. Ut-
koman úr því dæmi er að tapið við
heimanautanotkun em tæpar 150
þúsund krónur á ári. Höfundur
bætir við að í útreikningunum sé
samt ekki tekið tillit til þeirrar
auknu áhættu sem sé bundin
heimanautanaotkun, bregðist
nautið af einhverjum ástæðum al-
gerlega. Einnig sé ekki tekið tillit
til þeirra auknu hættu sem þessu
fylgi, en vemleikinn sé einfald-
lega sá að ófá slys í landbúnaði í
Svíþjóð á hverju ári tengist með-
höndlun og meðferð heimanaut-
anna.
í öðm tölublaði norska blaðsins
Buskap má lesa að meðhöndlanir
dýrlækna á mjólkurkúm þar í
landi hafi minnkað um helming
frá árinu 1994 á sama tíma og þró-
un í nær öllum nálægum löndum
sýni aukningu. Þetta er sagður ár-
angur af skipulagri sjúkdóma-
skráningu í áratugi og nýtingu á
þeim niðurstöðum, ekki hvað síst
í ræktunarstarfinu.
I sama blaði em niðurstöður
skýrsluhaldsins í Noregi árið 2002
birtar. Síðustu árin hefur afurða-
aukning þar í landi verið lítil þar
til á síðasta ári að afurðir aukast
um á annað hundrað kg og em
6190 kg að meðaltali og prótein-
hlutfallið í mjólkinni hækkar um
leið um 0,05 einingar i 3,27%.
Búin em enn lítil þó að þau stæk-
ki hratt og vom 44% þeirra með
fleiri en 15 árskýr. Ending kúnna
sýnir jákvæða þróun og fram
kemur að hlutfall dauðfæddra
kálfa er aðeins 2,7%.
Afkvæmarannsóknir...
Frh. afbls. 28
að sjálfsögðu af hinu slaka gengi
Holtasonanna, sem fjallað er um
hér að framan, en sem em miklir
kostagripir að öðm leyti.
Fyrir júgur er úrvalsnýting 28%
og fyrir spena 72%. Við það bætist
að gmnnur beggja þessara eigin-
leika er sterkur hjá þessum hópi.
Notkun þessara reyndu nauta á því
að geta bætt þessa þætti umtalsvert
hjá íslenskum kúm.
Bæði fyrir mjaltir og skap er úr-
valsnýting 48%. Gmnnurinn fyrir
mjaltir er auk þess ótrúlega sterkur
hjá þessum nautum þannig að
notkun þeirra nauta, sem nú hafa
verið valin, á að geta bætt mjaltir
íslensku kúnna feikilega mikið.
Fyrir endingarmatið fæst fram
34% úrvalsnýting, sem er vemlega
jákvætt í ljósi niðurstaðna um fijó-
semi og ffumutölu hér að framan.
Fyrir heildareinkunn er úrvals-
nýtingin 98%, sem er það lang-
besta sem nokkru sinni hefur
sést. Eina frávikið frá því full-
komna hér að þessu sinni er að
Kalli 96015 var settur í almenna
notkun fram yfír Hrana 96024.
Þessi niðurstaða segir okkur samt
fyrst og fremst að þessi nauta-
hópur var góður til að velja úr
vegna þess að þar komu fram
margir einstaklingar sem náðu að
sameina mikla kosti í mörgum
eiginleikum, kostir sem vonandi
nýtast til að færa íslenska kúa-
stofninn feti framar.
Þessum greinum hefur stundum
verið lokið með spásögn um næsta
nautaárgang. Þegar er ljóst að úr
þeim hópi munu koma miklir garp-
ar um afurðagetu. Um leið er full-
ljóst að þessi hópur er miklu ósam-
stæðari og sundurlausari en sá sem
hér hefur verið til umfjöllunar.
142 - Freyr 4/2003