Freyr - 01.05.2003, Qupperneq 43
Búfjárkynbætur og búfjár-
erfðafræði á 21. öld
r
síðasta ári lét Bernt
Bech Andersen af starfi
sem yfirmaður búíjár-
kynbóta við rannsóknarstofn-
unina á Folum í Danmörku,
sem eins og ýmsir þekkja er ein
sú stærsta á sinu sviði í heimin-
um. í tilefni þess var gefið út
mjög yfirgripsmikið og vandað
rit honum til heiðurs þar sem
samstarfsmenn hans gefa yfirlit
um stöðu þekkingar á hinum
ýmsum sviðum innan greinar-
innar og reyna að meta fram-
tíðarverkefni. Ritið er í heild
sinni nokkuð á þriðja hundrað
síður. Heiti ritsins er það sama
og fyrirsögn þessarar greinar
(Animal Breeding og genetics
in the 21st century). Hér á eftir
er ætlunin að bregða aðeins
ljósi á um hvað er fjallað í
nokkrum köflum ritsins.
Fyrst skal samt aðeins hugað
nánar að því hver Bemt Bech And-
ersen er. Hann, sem ungur kyn-
bótafræðingur, er einn af þeim,
sem um 1970 unnu að endurskipu-
lagningu á kynbótastarfi í naut-
griparækt í Danmörku. Hugmynd-
ir þeirra breyttu þá mjög öllu
skipulaginu á kynbótastarfinu þar í
landi, en síðan hafa Danir unnið á
þeim grunni með breytingum sem
hafa skapast af því sem ný þekk-
ing og meiri reiknitækni hafa gert
kleift í tímans rás. A ámnum eftir
1970 vann hann að feikilega mikl-
um rannsóknum á kjötframleiðslu-
eiginleikum hjá tvínytja nautgrip-
kynjum. Þær rannsóknir vom
doktorsverkefni hans, sem enn er
grundvallarrit um erfðafræði og
erfðastuðla slíkra eiginleika. í
framhaldi þess tók hann að sér
margháttuð stjómunarstörf í rann-
sóknarstarfsemi þar í landi og hef-
ur þar verið í fararbroddi síðan.
Hæfileikar hans til að samþætta
störf aðila á ólíkum fagsviðum er
mjög rómuð og þáttur hans í mik-
illi eflingu á rannsóknum á sviði
búfjárkynbóta og búfjárerfðafræði
í Danmörku á síðustu áratugum
20. aldar er óumdeildur.
I fyrsta kafla ritsins er gefið yf-
irlit um þróun í nýjum tölfræði-
legum lausnum og aðferðum í
kynbótafræði þar sem um er að
ræða aðferðir, sem byggja að
grunni á svonefndum Markov
keðjum Monte Carlo. Með þess-
um aðferðum er mögulegt að fá
miklu meiri og nákvæmari upp-
lýsingar um þá erfðastuðla, sem
verið er að meta hverju sinni, en
eldri aðferðir gáfu og þessar að-
ferðir hafa opnað nýjar víddir í
sambandi við notkun á upplýsing-
um fyrir ýmsa eiginleika, sem
hafa ekki slembidreifingu. Þama
má benda á þætti eins og gögn,
sem tengjast búfjársjúkdómum,
endingu gripa og fjölmörgum
fleiri eiginleikum. Danskir vís-
indamenn á Folum hafa verið í
fararbroddi þróunar í nýtingu á
þessum nýju tölfræðiaðferðum í
búfjárræktarstarfi á síðustu ámm.
Miklar framfarir í
GREININGL EINSTAKRA ERFÐAVÍSA
Beiting erfðatækni til að greina
einstaka erfðavísa er svið sem hef-
ur verið í geysilega mikilli þróun á
síðustu ámm. I þeim efnum hafa
Danir staðið mjög framarlega. I
nokkmm köflum er rakin þróun í
beitingu á þeirri erfðatækni, sem
þar kemur við sögu, og gerð grein
fyrir greiningu þeirra á síðustu ár-
um á nokkmm þekktum erfðavís-
um, sem valda duldum erfðagöll-
um. Sumir þessir erfðagallar hafa
á siðari ámm orðið nokkurt vanda-
mál, t.d. í ræktun svartskjöldóttra
kúa um allan heim og einnig í dön-
sku rauðu kúnum, vegna þess að í
ljós hefúr komið að meðal þekkt-
ustu kynbótanauta í stofninum
hafa verið einstök naut, sem dreift
hafa slíkum erfðagöllum. Slíkir
gallar verða hins vegar ekki
vandamál í stofhinum fyrr en ein-
um til tveimum áratugum eftir að
nautið sjálft var í notkun, en þá fer
að koma ffarn fjöldi gripa, sem
rekja ætti sínar til viðkomandi
nauts bæði í foður og móðurætt og
hafa því fengið sama erfðavísi í
sætið bæði frá foður og móður og
þá kemur hinn gallaði einstakling-
ur fram. Leitin og fúndur á nokkr-
um slíkum erfðavísum er rakinn
mjög ítarlega í ritinu.
Annað svið í erfðatækni, þar
sem Danir hafa verið ffamarlega í
flokki á síðustu árum, eru rann-
sóknir sem lúta að ffjósemi naut-
gripa. Þar má benda á svið eins og
flutning fósturvísa, glasafijóvgun,
Freyr 4/2003 - 431