Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2003, Side 45

Freyr - 01.05.2003, Side 45
gripa, þar sem ættartengsl eru vel þekkt, og góð skráning er fyrir hendi um þá eiginleika sem rann- saka skal hjá viðkomandi gripum. Við rannsóknir á nautgripum er mjög mikið um að valdir eru dætrahópar undan stórum hálf- bræðrahópum nauta, sem auð- fundir eru víðast í dag eins og ræktunarstarf i nautgriparækt er skipulagt. í erfðagreiningu er greindur mikill fjöldi svonefhdra örtungla, sem eru þekktir bútar á litningunum. Þegar erfðagreining- in liggur fyrir er síðan tölfræðileg- um aðferðum beitt til að leita uppi möguleg svæði, þar sem fram kemur skipting samkvæmt hefð- bundnum erfðareglum, sem sýna samhengi við mælingar þeirra eig- inleika sem verið er að rannsaka. Finnist slik svæði eru þau skil- greind sem merkisvæði fyrir við- komandi eiginleika (QTL). Þegar slíkt samband er fundið telja menn að þama sé fundið svæði í gena- menginu þar sem séu erfðavísar, sem hafa áhrif á viðkomandi eig- inleika. Þessa þekkingu má síðan nýta við val einstaklinga fyrir við- komandi eiginleika. Eitt einfald- asta dæmi um nýtingu á slíkum upplýsingum er þegar um er að ræða albræðrahópa eftir fósturvís- flutninga. Ef faðirinn er þekktur að því að vera arfblendinn vegna erfðamarka (QTL) vegna eigin- leikans er með einfaldri prófun hægt að finna þá kálfa, sem fengið hafa jákvæða þáttinn frá foðumum en farga strax þeim sem erft hafa neikvæða þáttinn og er því lítil ástæða til að kosta til ffekari próf- unar á slíkum einstaklingum. Mikil skráning eiginleika STYRKIR RANNSÓKNARSTARF Dana OG Svía Danir og Svíar em með í gangi eitt umfangsmesta rannsóknar- verkefni í heiminum á þessu sviði hjá nautgripum og beinist það að svartskjöldóttu kúnum í þessum löndum. Þegar era komnar fram niðurstöður sem farið er að nýta í ræktunarstarfinu. Það, sem öðra fremur skapar þessum þjóðum forskot í slíkum rannsóknum, er að í þessum löndum er miklu um- fangsmeiri skráning á fjölda eig- inleika en dæmi er um í öðram löndum. Þetta á ekki hvað síst við um eiginleika, sem tengjast frjó- semi, sjúkdómum og fleiri eigin- leikum með lágt arfgengi. Það er einmitt hvað frekast vegna slíkra eiginleika, sem menn binda vonir við að finna merkisvæði. Með því kunnu að opnast miklu meiri möguleikar til þess að vinna markvisst ræktunarstarf með hlið- sjón af þessum eiginleikum en til þessa hafa verið fyrir hendi. Fjölmörg fleiri ákaflega áhuga- Molar Tvenns konar land- BÚNAÐUR í NOREGI? Landbúnaðarráðherra Noregs, Lars Sponheim, boðar þá stefnu í norskum landbúnaði að í land- inu verði stundaður tvenns kon- ar landbúnaður, annars vegar landbúnaður þar sem lögð er áhersla á magn búvara og lágan framleiðslukostnað og hins veg- ar á sérmerkta framleiðslu og þjónustu sem búin veita, svo sem móttöku ferðamanna og náttúruupplifun hvers konar. Nú eru um 60 þúsund býli í byggð í Noregi og ráðherrann spáir þvi að þau geti verið kom- in niöur í 40 þúsund eftir 10 ár. Hann gerir sér vonir um að helmingur þeirra bænda, sem hafa ekki aðstöðu til eða treysta sér ekki til að stækka bú sín og lækka framleiðslukostnaðinn, eins og stefnt er að í alþjóða- samningum um búvörufram- verð rannsóknarsvið er fjallað um í ritinu, t.d. möguleika á því með að geta nákvæmnisrannsóknum varpað skýrara ljósi á hvemig ýmsum lífeðlisfræðilegum og hormónastýrðum eiginleikum er stjórnað með erfðaskilaboðum. Margir lífeðlisfræðilegir ferlar í ffamleiðsluferlum era mjög flókn- ir og samspil þátta mikið og jafn- vel stundum óljóst hvað er orsök og hvað afleiðing. Aukin þekking í þeim efnum á hins vegar að geta auðveldað okkur að mæta þörfúm gripanna á sem bestan hátt og þannig geta betur mætt auknum þörfum þeirra vegna meiri fram- leiðslugetu. Hafi lestur á þessu greinarkomi vakið forvitni einhverra til að kynna sér nánar efni framan- greinds rits er tilganginum náð. leiðslu, eigi sér framtíð í sér- vöru- og þjónustubúrekstri. Formaður Norsku bændasam- takanna, Bjame Undheim, telur að norskur landbúnaður verði að gera sérstakan samning við ríkið eftir að nýr WTO-samningur hefur gengið I gildi, annars eigi norskur landbúnaður sér ekki lífvænlega framtíð. (Bondebladet nr. 7/2003). Eftirlit með kúariðu í ESB Árið 2002 voru gerð 10,4 mill- jón kúariöupróf á nautgripum í ESB. Það var fyrsta árið sem öll lönd í sambandinu gátu fram- kvæmt slíkt próf á öllum naut- gripum sem slátrað var 30 mán- aða og eldri. Sýktir gripir reynd- ust vera 2.081 eða 0,02% af rannsökuðum gripum. (Internationella Perspektiv nr. 12/2003). Freyr 4/2003 - 451

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.