Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2003, Side 47

Freyr - 01.05.2003, Side 47
Árangur, reynd naut 2002 150 eða fleiri fyrstu sæðingar Mynd 2. Árangur, reynd naut 2002, 150 eða fleiri fyrstu sæðingar. desember 3096 og voru það jafn- framt einu mánuðimir þar sem fyrstu sæðingar vom fleiri en 3000 en fæstar vom fyrstu sæðingar í september 771 og var það eini mánuður ársins með færri fystu sæðingar en 1000. Best héldu kýmar sem sæddar vom í ágúst 78,7%, september 75,6% og júlí 75,2%, en verst héldu þær sem sæddar vom í desember, 66,7%. Alls var 31 óreynt naut notað í 150 fyrstu sæðingum eða fleiri á árinu 2002, á mynd 2 kemur fram árangur þessara nauta. Svo sem sjá má hélt nokkuð misjafhlega vel við þeim en þó er aðeins eitt sem ekki nær 60% árangri sem telst slakur árangur en meðalár- angur þessara nauta var 69,7% (á móti 70,0% og 27 naut 2001). Við smásjárskoðun er allt sæðið flokk- að í fjóra gæðaflokka, úrvalssæði, miðlungssæði, frekar slakt sæði en þó nothæft og síðan í sæði sem telst ónothæft og er hent strax. Ur ungnautunum fer helst aldrei út annað sæði en úr besta gæðaflokki ef það á annað borð næst úr við- komandi einstaklingi. Á árinu vom notuð 20 reynd naut í 150 eða fleiri fyrstu sæðing- um, árangur þeirra sést á mynd 3. Þama em tvö naut sem ekki ná 60% árangri en sérstaklega er ár- angur Seifs 95001 afar slakur. Meðalárangur þessara nauta var 65,8% (á móti 69,2% og 17 naut 2001). Á árinu 2002 munar því 3,9% á óreyndum og reyndum nautum, þeim óreyndu í vil (á móti 0,8% þeim óreyndu í vil 2001). Afrekskýr í... Frh. afbls. 21 ára. Undan mjög mörgum af þess- um affekskúm em góðu heilli þeg- ar naut í notkun ffá Nautastöðinni eða í uppeldi á Uppeldisstöðinni. Eins og ætíð em stórir dætrahóp- ar á nautsmæðraskránni undan nokkmm þekktum kynbótanautum. Eins og á síðasta ári em dætur Búa 89017 þar fyrirferðamestar. Þær em að þessu sinni samtals 254. Þessar kýr hafa mjög látið að sér kveða í nautsmæðrahópnum á síð- ustu ámm þannig að áhrif hans em orðið feikilega mikil. Þá kemur stór hópur sona hans úr afkvæmarann- sókn á næsta ára og þegar ljóst að þar munu koma ffam á sjónarsviðið margir mjög sterkir einstaklingar. Ástæða er einnig til að benda á að meðal bestu nautanna, sem nú vom að koma úr afkvæmadómi, em tveir dætrasynir Búa, þeir Prakkari 96007 og Hófur 96027, en mæður þeirra vom þegar þeir em valdir ungar Búadætur úr hópi kúnna sem komu fram við afkvæmadóm hans. Það er okkur áminning um að veita þeim mörgu ungu glæsikúm, sem nú em að koma á sjónarsviðið sem dætur bestu nautanna úr afkvæma- rannsókn, verðuga athygli í nauts- mæðravalinu. Almar 90019 á einnig orðið feikilega mikinn hóp álitlegra dætra en 219 kýr undan honum er að finna á nautsmæðralistanum. Þama er að finna fjölmargar ungar glæsikýr sem þurfa að notast vel sem nautsmæður á næstu ámm. Óli 88002 á enn mjög margar dætur þama eða 125 en þeim fer líklega nokkuð að fækka vegna aldurs. Margar dætra hans eru þeg- ar orðnar nautsmæður en full þörf er á að nýta enn fleiri þeirra vegna þess að meðal þeirra er að finna það margar kostakýr með tilliti til margra eiginleika. Þá kemur Stúfur 90035 þama einnig sterkur inn og á nú orðið 116 kýr á skránni. Þetta em vafalítið kýr sem eiga ffamtíðina fyrir sér því að flest em þetta ungar kýr. 1 þeirra hóp er ýmsa kosti að sækja. Síðasti dætrahópurinn, sem ástæða er til að vekja athygli á, em dætur Krossa 91032 en fyrstu dæt- ur hans effir síðari notkunarferil hans að loknum afkvæmadómi em nú að ljúka sínu fyrsta mjólkur- skeiði. Hann á þegar orðið 84 dæt- ur á skránni. Krossi nýttist tæpast sem skyldi sem nautsfaðir þegar hann var notaður sem slíkur. Þess vegna er einkar áhugavert að nýta vel sem nautsmæður glæsilegustu kýmar sem nú em að koma fram undan honum. Margt em þetta miklir glæsigripir þannig að slíkar úrvalskýr eiga ekki að vera vand- fundnar í þessum hópi. Freyr 4/2003 - 47 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.