Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 45

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 45
Meðferð hevsins: Heyát g þe./kg lif.þunqa Vöxtur kg/dag Saxað hey 15 0,68 Vagnskorið hey 16 0,68 Rúlluhey 17 0,71 Vart reyndist nokkur munur á milli aðferðanna. Ætti vöxtur nautanna einn að greiða fyrir vél- ar og vinnu mætti því hvorki vera munur á fjárfestingunni, sem á bak við aðferðimar liggur, né heldur rekstrarkostnaði þeirra (vinnu, eldsneytis- og plastnotk- un, viðhaldi...). Ekki má útiloka að aðrir tekjuþættir gætu skipt máli, svo sem vinnuléttir, vinnu- hraði o.fl. Meðfylgjandi dæmi (II. dæmi) er einnig ætlað að skýra þá matsaðferð sem hér má nota. Áhrif nýtingarinnar Verkun heys, geymsla og fóðr- un á því ræðst af nýtingu fjöl- margra þátta: nýtingu vinnuafls og tíma, nýtingu heys af velli og úr geymslu, nýtingu mikilvægra afl- og vinnuvéla. Til einföldunar getum við gefið okkur að nýting- artölumar (ri) liggi á bilinu 0,6- 1,0. Heildamiðurstaða heyskapar- ferilsins ræðst af margfeldi allra nýtingartalnanna, t.d.: rii * íl2 * ^3 = Tia|is Eigi að ná hámarksárangri má nýtingartala lykilþátta ekki víkja að ráði frá 1,0. Máli skiptir hvort 95% af heyinu nýtist úr geymslu til fóðmnar eða aðeins 75%; einn- ig hvort 97% af vinnslubreidd sláttuvélarinnar nýtast eða aðeins 85%. Það vegur líka þungt í kostnaði hvort 20% af ársafkasta- getu rúllubindivélar nýtast eða heil 40%. Skoðum dæmi úr ný- legri danskri rannsókn á votheys- öflun, þar sem dregin em fram áhrif nýtingar vinnuafls og véla á fóðurkostnaðinn; heyjað var með múgsaxara (ak-saxara, 6): 100%nýting 24,00 d.aurar/FE 75% nýting 32,13 d.aurar/FE 60% nýting 40,17 d.aurar/FE Áhrif stjómunar vega þungt en ekki má gleyma ytri aðstæðum svo sem tíðarfari, sprettu, o.fl. túnstærð, flutningsvegalengdum ofl. í þriðja lagi getur munurinn legið í ýmsum fyrri ákvörðunum, svo sem um skipulag túna og flutningaleiða, um byggingar, um kaup einstakra véla ofl. í þeirri hagkvæmnileit, sem ein- kenna mun hefðbundna búvöm- framleiðslu næstu árin í enn meira mæli en fyrr, er nauðsynlegt að hafa heildarsýn á framleiðsluferl- ana í huga, fremur en tilviljana- kennda áherslu á einstaka tækni- eða líffræðiþætti þótt oft kunni að vera áhugaverðir. Heimildir: 1. Ásdís B. Geirdal og Ingibjörg Sig- urðardóttir 2004. Niðurstöður úr vinnuskýrslum 2003. Ársskýrsla Molar Nafn Á LÍFRÆNUM AFURÐUM Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM Auðkenning þess að afurð sé lífræn hefur verið með ýmsum hætti í löndum ESB. Sambandið hefur því gefið út reglugerð nr. 392/2004 sem mælir fýrir um það hvað lífræn matvæli nefnast á ýmsum tungumálum innan ESB. Á ensku skulu þau nefnast organ- ic en á sænsku, dönsku og spæn- sku ekologisk. Á frönsku, ítölsku, portúgölsku, hollensku og þýsku nefnast þau biologisk, en bæði bi- ologisk og ekologisk ganga á hin- um stóra þýska markaði. En á finnsku? Já, einmitt, þú átt kollgátuna, þar nefnast lífræn matvæli luonnonmukainen. 2003. Hagþj. landbúnaðarins. Rit 1:2004, bls. 56-67. 2. Kristján Kristjánsson (ábm.) 2001. Staða og þróunarhorfur í nautgripa- rækt á íslandi. Rannís. 170 bls. 3. Daði Már Kristófersson og Bjami Guðmundsson 1998. Vinna og vélakostnaður við heyskap - at- hugun á 23 búum. Ráðunautafund- ur 1998, bls. 20-29. 4. O'Kiely, R 2001. Producing grass silage profitably in Northem Eur- ope. Production and Utilization of Silage NJF-seminar no 326. Lille- hammer 27-28th September 2001, 18 bls. 5. Þóroddur Sveinsson, Louise Molbak og Gunnar Ríkharðsson 2002. Heilfóður fyrir mjólkurkýr. Ráðunautafundur 2002, bls. 113- 124. 6. Maegaard, E. 2003. Grovfoder- hándtering med fokus pá ensiler- ing af græs. (http://www.lr.dk/lr/informations- serier/prodoek/07-1 -17pjece2003- 5.htm 07.01.04). Brátt mun verða tilkynnt hvað þau munu nefnast á tungumál- um hinna 10 nýju landa ESB. (Internationella Perspektiv, nr. 11/2004). Færri en stærri kúa- bú í Danmörku Kúabúum í Danmörku fækkar jafnt og þétt. Hinn 1. apríl í ár er áætlað að kúabúum hafi fækkað um 1100 á einu ári. Eftir eru þá 6100 bú sem framleiða tæplega 4,5 milljarða lítra mjólkur á ári, eða 735 þúsund lítra hvert bú að meðaltali. Búist er við að meðalframleiðsla á bú nái einni milljón lítrum eftir 2-3 ár. (Bondevennen nr. 9/2004). Freyr 3/2004 - 451
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.